Fleiri fréttir Ragnar vill að Björn víki sæti við meðferð beiðninnar Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður ætlar að krefjast þess að Björn Bjarnason víki sæti sem dómsmálaráðherra við meðferð óskar Ragnars um aðgang að gögnum um hleranir á tímum kalda stríðsins. 28.6.2006 13:30 Ferjulægi í Bakkafjöru til að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar Ferjulægi í Bakkafjöru verður tekið í notkun árið 2010 ef tillögur Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra ná fram að ganga. Siglingatími milli lands og eyja verður þá aðeins um hálftími. Sturla kynnti tillögur sínar á ríkisstjórnarfundi í gær. 28.6.2006 13:15 Deilur um aðgerðir gegn mávum Meirihluti umhverfisráðs Reykjavíkurborgar ætlar að koma á aðgerðum til að fækka sílamávum í borginni. Fulltrúar minnihlutans segja fyrirhugaðar aðgerðir örvæntingarfulla tilraun til að láta eftir sér taka við stjórnarskiptin. Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfisráðs Reykjavíkur segir kvartanir vegna varfugla hafa verið það margar úr öllum borgarhlutum að það væri ábyrgðaleysi að bregast ekki skjótt við. 28.6.2006 13:00 Fjölbreytt eignarhald í fjölmiðlum Stjórnarformaður útgáfufélags Morgunblaðsins eignaðist hlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins, í Matador íslenska viðskiptalífsins í gær. Í sama snúningi eignaðist FL Group, sem á í útgáfufélagi Fréttablaðsins, hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins. 28.6.2006 12:45 Öryggisreglum í sundlauginni ábótavant Líðan þeirra sem urðu fyrir eitrun í klórgasslysinu í sundlauginni á Eskifirði í gær er eftir atvikum. Vinnueftirlitið segir öryggisreglum í sundlauginni hafa verið ábótavant. 28.6.2006 12:30 Samruni Dagsbrúnar og Senu ólögmætur Samkeppniseftirlitið tilkynnti Dagsbrún í gærkvöld að samruni þess fyrirtækis og Senu væri ólögmætur og yrði ógiltur. Virðist helst vísað til markaðsráðandi stöðu Dagsbrúnar á áskriftarsjónvarpsmarkaði. Stjórn Dagsbrúnar ætlar ekki að una þessum úrskurði og mun, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar nú laust fyrir hádegi, skjóta málinu til Áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sena var áður afþreyingarsvið Skífunnar og rekur meðal annars verslanir með tónlistarefni og tölvuleiki ásamt kvikmyndahúsum. Dagsbrún rekur meðal annars sjónvarpsstöðina NFS. 28.6.2006 11:59 Bilaður bátur í togi Bátur bilaði suðvestur af Stafnnesi í morgun. Bátur svipaður að stærð var rétt hjá en til að flýta fyrir þar sem farið var að kula náðist í stærri bát sem nú er kominn með þann bilaða í tog á leið til Sandgerðis. Þeir eru líklega rétt ókomnir. 28.6.2006 11:56 Starfsmenn svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra ósáttir við kjör sín Háskólamenntaðir starfsmenn hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra íhuga nú uppsagnir þar sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni og afhentu yfirvöldum áskorun vegna deilunnar nú klukkan níu. 28.6.2006 11:15 Konan sveik út úr tryggingum með hjálp sonar síns, tengdadóttur og 20 annarra Konan sem er sökuð um að hafa svikið 75 milljónir út úr Tryggingastofnun er á fimmtugsaldri og hafði unnið sem þjónustufulltrúi í Þjónustumiðstöð stofnunarinnar í yfir 20 ár. Sonur konunnar og tengdadóttir sitja einnig í gæsluvarðhaldi. Alls tengjast um 20 manns málinu sem gæti verið eitt stærsta tryggingasvindl Íslandssögunnar. 28.6.2006 11:00 Fallhlífastökkvari fótbrotnaði í lendingu Fallhlífastökkvari fótbrotnaði í harkalegri lendingu á Helluflugvelli í gærkvöldi og var fluttur með sjúkrabíl á Slysadeild Landsspítalans. Hann var við æfingar ásamt félögum sínum úr Fallhlífaklúbbi Reykjavíkur, og voru aðstæður góðar, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. 28.6.2006 10:45 Hraðakstur á Reykjanesbraut Ekkert lát er á hraðakstri á Reykjanesbraut, sem hefur færst mjög í vöxt. Tveir ökumenn voru stöðvaðir þar í gærkvöldi eftir að hafa mælst á 150 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90. Fimm til viðbótar voru teknir með stuttu millibili, en þeir óku heldur hægar. 28.6.2006 10:15 Boranir í nágrenni Húsavíkur Boraðar verða þrjár háhitaholur á Kröflusvæðinu og þeystareykjasvæðinu fyrir rúmlega hálfan milljarð króna í sumar vegna hugsanlegs álvers við Húsavík. Húsnæðisverð hefur hækkað í Húsavík og Alcoa hefur ráðið kynningarfulltrúa fyrir svæðið. 28.6.2006 10:00 Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla æfingum Rússa Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga gagnrýnir harðlega boðaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland í haust. Í tilkynningu frá samtökunum segir að æfingar af þessu tagi þjóni engu uppbyggilegu hlutverki og þeim fylgi ýmsar hættur þar sem kjarnorkuknúin skip verði að öllum líkindum með í för. Samtökin ítreka einnig þá kröfu sína að látið verði af svonefndum kurteisisheimsóknum erlendra herskipa í íslenskar hafnir. 28.6.2006 09:45 Uppsveiflu lokið segir KB banki Uppsveiflunni, sem hófst í ársbyrjun árið 2003 er nú lokið, að mati KB banka, sem styðst þar við væntingavísitölu Gallups, sem mælist nú rétt rúmlega hundrað stig, þriðja mánuðinn í röð. Þegar hún mælist hundrað, eru jafn margir neytendur jákvæðir og neikvæðir á aðstæður í efnahags- og atvinnumálum. Í fyrravetur mældist væntingavísiltalan 130 stig, en er nú fallin niður í hundrað, eða það sama og hún var við upphaf uppsveiflunnar árið 2003. 28.6.2006 09:15 Jón Sigurðsson í formannsslag í Framsóknarflokknum Jón Sigurðsson viðskipta-og iðnaðarráðherra ætlar að gefa kost á sér til formanns Framsóknarflokksins og vonast eftir heiðarlegri og vinsamlegri baráttu um formannssætið. 28.6.2006 08:30 Mengunarslys á Eskifirði í rannsókn Vinnueftirlitið, lögregla og fleiri vinna enn að rannsókn mengunarslyssins á Eskifriði í gær þegar eitrað gas náði til sundlaugargesta og um 30 veiktust. Eftir því sem Fréttastofan kemst næst er líðan þeirra fjögurra, sem fluttir voru flugleiðis á sjúkrahús í Reykjavík og þeirra tveggja sem fluttir voru til Akureyrar eftir atvikum. Um 10 manns dvöldu á sjúkrahúsinu í Neskaupstað í nótt, þar sem fylgst var með líðan þeirra til öryggis. 28.6.2006 08:15 Friður um Straum Friður skapast væntanlega í stjórn Straums-Burðaráss eftir að FL Group gekk í gærkvöldi frá kaupum á rúmlega 24% hlut þeirra Magnúsar Kristinssonar og Kristins Björnssonar í bankanum fyrir 47 milljarða króna. 28.6.2006 08:01 Lækka lán og fresta framkvæmdum Ríkisstjórnin ætlar að draga úr þenslu og minnka verðbólgu með því að lækka lánshlutfall og hámarkslán Íbúðalánasjóðs, fresta nýjum framkvæmdum og fá sveitarfélögin til að draga úr nýjum fjárfestingum á þessu ári og næsta. 28.6.2006 08:00 Fjárbóndi drap dýrbíta og var laminn Tveir hundar voru skotnir við bæinn Holt í Svínadal, eftir að þeir höfðu drepið fimmtán lömb í æði. Eigandi annars hundsins lagði hendur á búfjáreigandann sem segir sig sáran eftir. Hann hefur kært árásina til lögreglu. 28.6.2006 08:00 Viðskipti fyrir 47 milljarða FL Group festi í gær kaup á 24,2 prósenta hlut í Straumi-Burðarási fjárfestingabanka hf., en seljendur eru að stærstum hluta Magnús Kristinsson og Kristinn Björnsson. 28.6.2006 08:00 Vekja reiði hjá fólki Ögmundi Jónassyni þingmanni finnst afleitt að lánshlutfall Íbúðalánasjóðs verði lækkað, því að það bitni á þeim sem séu að festa kaup á sínu fyrsta húsnæði. "Þetta er fráleit ráðstöfun," segir Ögmundur, "og vekur fyrst og fremst reiði hjá fólki". 28.6.2006 07:45 Flutti edik í stað klórs Rúmlega þrjátíu manns lentu í klórgasmengun í sundlaug Eskifjarðar í gær. Orsök slyssins er að ediksýru var hellt í klórtank laugarinnar fyrir mistök. 28.6.2006 07:45 Óperuhúsinu verður seinkað Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að Kópavogsbær geti ekkert skorið niður í framkvæmdum á þessu ári, þær séu fastbundnar. "En við munum reyna að sjá til þess að hér verði stöðugleiki og festa í efnahagslífi þjóðarinnar." 28.6.2006 07:30 Þingforsetar ræddu viðskipti 28.6.2006 07:15 Allir sjúklingarnir komu inn í einu Það var í nógu að snúast á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað í gær, en þangað leituðu tuttugu og fimm sjúklingar vegna mengunarslyssins í sundlauginni á Eskifirði. Björn Magnússon yfirlæknir var í sumarleyfi þegar hann var kallaður til vinnu ásamt fjölda annarra starfsmanna á sjúkrahúsinu. 28.6.2006 07:15 Gasið myndar saltsýru í slímhúð Í sundlauginni á Eskifirði var blandað saman röngum hlutföllum efna með þeim afleiðingum að það myndaðist eiturgas. Elín G. Guðmundsdóttir, fagstjóri hjá Umhverfisstofnun og efnafræðingur, útskýrir að hýpóklórít, sem er efnasamband með klór og notað til að leysa úr læðingi klórgas til að sótthreinsa vatn, hafi lent saman við sýru í röngum hlutföllum. 28.6.2006 07:15 Aðgerðir voru samhæfðar Lögregla, slökkviliðsmenn, læknar og hjúkrunarlið auk björgunarsveitarmanna og liðsmanna Rauða kross Íslands tóku þátt í aðgerðum í gær. 28.6.2006 07:00 Tuttugu þúsund skrifa undir Rúmlega 20 þúsund manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista, þar sem alþingismenn eru hvattir til að samþykkja lagafrumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar, um afnám fyrningarfrests á kynferðisbrotum gegn börnum. 28.6.2006 07:00 Í samstarf við evrópska skóla Í gær var undirritað aðildarsamkomulag Íslands og Noregs að Evrópska lögregluskólasamstarfinu í Þjóðmenningarhúsinu. Með samkomulaginu er opnað fyrir nánara samstarf á milli Lögregluskóla ríkisins og evrópskra lögregluskóla um upplýsingaskipti og þjálfun. 28.6.2006 06:45 Svikin nema 75 milljónum Þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til sjöunda júlí til viðbótar við þann sem úrskurðaður var í fyrradag vegna gruns um fjársvik og bótasvik í starfi hjá Tryggingastofnun ríkisins. Svikin nema 75 milljónum króna og er talið að þau hafi staðið yfir frá 2002. 28.6.2006 06:45 Börnin voru róleg Í kjölfar atburðanna í gær var ákveðið að rýma leikskólann Dalborg á Eskifirði, sem er staðsettur um tvö hundruð metra frá sundlauginni þar sem slysið átti sér stað. 28.6.2006 06:45 Áhorf á NFS jókst í maí Fréttastöðin NFS sækir í sig veðrið samkvæmt könnun Gallup á sjónvarpsáhorfi landsmanna í maí. Tæp 34 prósent aðspurðra horfðu eitthvað á NFS á tímabilinu, en það er um tíu prósentustiga aukning frá því í mars. Á sama tíma minnkaði áhorf á Stöð 2 um sjö prósentustig, en Skjár Einn stendur nokkurn veginn í stað. 28.6.2006 06:15 Ráðherrar enn í eldri embættum Innan Framsóknarflokksins hefur verið ákveðið að Jónína Bjartmarz láti af störfum sem annar varaforseti Alþingis og sömuleiðis Magnús Stefánsson sem varaformaður stjórnar þingflokksins, eftir skipun þeirra í ráðherraembætti flokksins. 28.6.2006 06:15 Aukið eftirlit með vopnasölu Amnesty International ásamt fleiri mannréttindasamtökum afhentu Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, myndabanka á mánudag með myndum af einni milljón manna. Þetta gera samtökin til að krefjast þess að eftirlit með vopnasölu verði hert og að alþjóðasamningi um vopnaviðskipti verði komið á. 28.6.2006 05:45 Ferð til Japans í verðlaun Utanríkisráðuneyti Japans efnir til ritgerðarsamkeppni þar sem verðlaunin eru tveggja vikna kynnisferð til Japans næstkomandi haust. Þátttakendur verða að vera á aldrinum 18 til 35 ára, vera með íslenskan ríkisborgararétt og mega ekki hafa komið til Japans áður. 28.6.2006 05:45 Úrskurðurinn ógiltur að hluta Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti í gær að hluta úrskurð setts umhverfisráðherra, Jóns Kristjánssonar, frá 30. janúar 2003 þar sem heimiluð var gerð set- og miðlunarlóns norðan og vestan Þjórsárvera og veituskurðar í Þjórsárlón án mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. 28.6.2006 05:30 Tvö innbrot um miðjan dag Tvö innbrot voru framin í Mosfellsbænum um kaffileytið í fyrradag með stuttu millibili. 28.6.2006 05:15 Stofnkostnaður um 25 milljónir króna Selasetur Íslands á Hvammstanga var opnað við hátíðlega athöfn á sunnudag. "Hér verður hægt að fræðast um seli, selaveiðar og selaafurðir með máli og myndum," segir Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir framkvæmdastjóri setursins. 28.6.2006 05:15 Kröfum Péturs Þórs hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið af skaðabótakröfum Péturs Þórs Gunnarssonar. 28.6.2006 04:45 Dómur vegna set- og miðlunarlóns áfangasigur Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi hluta af úrskurði setts umhverfisráðherra í tengslum við Norðlingaölduveitu. Ráðherra hafði úrskurðað að gerð set- og miðlunarlóns norðan og vestan Þjórsárvera þyrfti ekki að sæta umhverfismati. Lögmaður hópsins sem kærði úrskurðinn segir dóminn áfangasigur. 27.6.2006 23:45 Íhuga uppsagnir vegna seinagangs í kjaraviðræðum Háskólamenntaðir starfsmenn hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra íhuga nú uppsagnir þar sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni og ætla að afhenda yfirvöldum áskorun vegna deilunnar nú klukkan níu. 27.6.2006 23:37 Ferjuhöfn í Bakkafjöru 2010 Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur komist að þeirri niðurstöðu að ferjulægi í Bakkafjöru sé besta lausnin í bættum samgöngum milli lands og Vestmannaeyja. Sturla kynnti tillögur sínar á ríkisstjórnarfundi í morgun og miðað er við að höfnin verði tekin í notkun árið 2010 og að þá verði hægt að sigla milli lands og eyja á hálftíma. 27.6.2006 23:30 Mengunarslys á Eskifirði Tugir manna voru fluttir á sjúkrahús eftir mengunarslys í sundlauginni á Eskifirði í dag. Sex voru fluttir með sjúkraflugi, tveir til Akureyrar og fjórir til Reykjavíkur, en enginn er í lífshættu. 27.6.2006 22:41 Leyfilegur þorskafli 193 þúsund tonn Sjávarútvegsráðherra tilkynnti í dag um leyfilegan heildarafla fyrir komandi fiskveiðiár. Leyfilegt verður að veiða 193 þúsund tonn af þorski, sem er 6 þúsund tonnum umfram það sem aflareglan gerir ráð fyrir, en 5 þúsund tonnum minna en heildarveiðiheimildir yfirstandandi fiskveiðiárs gera ráð fyrir. 27.6.2006 18:17 Fagna hugmyndum um að draga úr þenslu Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands fagna hugmyndum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að draga úr þengslu í þjóðfélaginu. Þeir telja þó að von sé á fleiri skrefum af hálfu ríkisstjórnarinnar til að vinna bug á verðbólgunni. 27.6.2006 18:00 Sjá næstu 50 fréttir
Ragnar vill að Björn víki sæti við meðferð beiðninnar Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður ætlar að krefjast þess að Björn Bjarnason víki sæti sem dómsmálaráðherra við meðferð óskar Ragnars um aðgang að gögnum um hleranir á tímum kalda stríðsins. 28.6.2006 13:30
Ferjulægi í Bakkafjöru til að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar Ferjulægi í Bakkafjöru verður tekið í notkun árið 2010 ef tillögur Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra ná fram að ganga. Siglingatími milli lands og eyja verður þá aðeins um hálftími. Sturla kynnti tillögur sínar á ríkisstjórnarfundi í gær. 28.6.2006 13:15
Deilur um aðgerðir gegn mávum Meirihluti umhverfisráðs Reykjavíkurborgar ætlar að koma á aðgerðum til að fækka sílamávum í borginni. Fulltrúar minnihlutans segja fyrirhugaðar aðgerðir örvæntingarfulla tilraun til að láta eftir sér taka við stjórnarskiptin. Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfisráðs Reykjavíkur segir kvartanir vegna varfugla hafa verið það margar úr öllum borgarhlutum að það væri ábyrgðaleysi að bregast ekki skjótt við. 28.6.2006 13:00
Fjölbreytt eignarhald í fjölmiðlum Stjórnarformaður útgáfufélags Morgunblaðsins eignaðist hlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins, í Matador íslenska viðskiptalífsins í gær. Í sama snúningi eignaðist FL Group, sem á í útgáfufélagi Fréttablaðsins, hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins. 28.6.2006 12:45
Öryggisreglum í sundlauginni ábótavant Líðan þeirra sem urðu fyrir eitrun í klórgasslysinu í sundlauginni á Eskifirði í gær er eftir atvikum. Vinnueftirlitið segir öryggisreglum í sundlauginni hafa verið ábótavant. 28.6.2006 12:30
Samruni Dagsbrúnar og Senu ólögmætur Samkeppniseftirlitið tilkynnti Dagsbrún í gærkvöld að samruni þess fyrirtækis og Senu væri ólögmætur og yrði ógiltur. Virðist helst vísað til markaðsráðandi stöðu Dagsbrúnar á áskriftarsjónvarpsmarkaði. Stjórn Dagsbrúnar ætlar ekki að una þessum úrskurði og mun, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar nú laust fyrir hádegi, skjóta málinu til Áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sena var áður afþreyingarsvið Skífunnar og rekur meðal annars verslanir með tónlistarefni og tölvuleiki ásamt kvikmyndahúsum. Dagsbrún rekur meðal annars sjónvarpsstöðina NFS. 28.6.2006 11:59
Bilaður bátur í togi Bátur bilaði suðvestur af Stafnnesi í morgun. Bátur svipaður að stærð var rétt hjá en til að flýta fyrir þar sem farið var að kula náðist í stærri bát sem nú er kominn með þann bilaða í tog á leið til Sandgerðis. Þeir eru líklega rétt ókomnir. 28.6.2006 11:56
Starfsmenn svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra ósáttir við kjör sín Háskólamenntaðir starfsmenn hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra íhuga nú uppsagnir þar sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni og afhentu yfirvöldum áskorun vegna deilunnar nú klukkan níu. 28.6.2006 11:15
Konan sveik út úr tryggingum með hjálp sonar síns, tengdadóttur og 20 annarra Konan sem er sökuð um að hafa svikið 75 milljónir út úr Tryggingastofnun er á fimmtugsaldri og hafði unnið sem þjónustufulltrúi í Þjónustumiðstöð stofnunarinnar í yfir 20 ár. Sonur konunnar og tengdadóttir sitja einnig í gæsluvarðhaldi. Alls tengjast um 20 manns málinu sem gæti verið eitt stærsta tryggingasvindl Íslandssögunnar. 28.6.2006 11:00
Fallhlífastökkvari fótbrotnaði í lendingu Fallhlífastökkvari fótbrotnaði í harkalegri lendingu á Helluflugvelli í gærkvöldi og var fluttur með sjúkrabíl á Slysadeild Landsspítalans. Hann var við æfingar ásamt félögum sínum úr Fallhlífaklúbbi Reykjavíkur, og voru aðstæður góðar, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. 28.6.2006 10:45
Hraðakstur á Reykjanesbraut Ekkert lát er á hraðakstri á Reykjanesbraut, sem hefur færst mjög í vöxt. Tveir ökumenn voru stöðvaðir þar í gærkvöldi eftir að hafa mælst á 150 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90. Fimm til viðbótar voru teknir með stuttu millibili, en þeir óku heldur hægar. 28.6.2006 10:15
Boranir í nágrenni Húsavíkur Boraðar verða þrjár háhitaholur á Kröflusvæðinu og þeystareykjasvæðinu fyrir rúmlega hálfan milljarð króna í sumar vegna hugsanlegs álvers við Húsavík. Húsnæðisverð hefur hækkað í Húsavík og Alcoa hefur ráðið kynningarfulltrúa fyrir svæðið. 28.6.2006 10:00
Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla æfingum Rússa Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga gagnrýnir harðlega boðaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland í haust. Í tilkynningu frá samtökunum segir að æfingar af þessu tagi þjóni engu uppbyggilegu hlutverki og þeim fylgi ýmsar hættur þar sem kjarnorkuknúin skip verði að öllum líkindum með í för. Samtökin ítreka einnig þá kröfu sína að látið verði af svonefndum kurteisisheimsóknum erlendra herskipa í íslenskar hafnir. 28.6.2006 09:45
Uppsveiflu lokið segir KB banki Uppsveiflunni, sem hófst í ársbyrjun árið 2003 er nú lokið, að mati KB banka, sem styðst þar við væntingavísitölu Gallups, sem mælist nú rétt rúmlega hundrað stig, þriðja mánuðinn í röð. Þegar hún mælist hundrað, eru jafn margir neytendur jákvæðir og neikvæðir á aðstæður í efnahags- og atvinnumálum. Í fyrravetur mældist væntingavísiltalan 130 stig, en er nú fallin niður í hundrað, eða það sama og hún var við upphaf uppsveiflunnar árið 2003. 28.6.2006 09:15
Jón Sigurðsson í formannsslag í Framsóknarflokknum Jón Sigurðsson viðskipta-og iðnaðarráðherra ætlar að gefa kost á sér til formanns Framsóknarflokksins og vonast eftir heiðarlegri og vinsamlegri baráttu um formannssætið. 28.6.2006 08:30
Mengunarslys á Eskifirði í rannsókn Vinnueftirlitið, lögregla og fleiri vinna enn að rannsókn mengunarslyssins á Eskifriði í gær þegar eitrað gas náði til sundlaugargesta og um 30 veiktust. Eftir því sem Fréttastofan kemst næst er líðan þeirra fjögurra, sem fluttir voru flugleiðis á sjúkrahús í Reykjavík og þeirra tveggja sem fluttir voru til Akureyrar eftir atvikum. Um 10 manns dvöldu á sjúkrahúsinu í Neskaupstað í nótt, þar sem fylgst var með líðan þeirra til öryggis. 28.6.2006 08:15
Friður um Straum Friður skapast væntanlega í stjórn Straums-Burðaráss eftir að FL Group gekk í gærkvöldi frá kaupum á rúmlega 24% hlut þeirra Magnúsar Kristinssonar og Kristins Björnssonar í bankanum fyrir 47 milljarða króna. 28.6.2006 08:01
Lækka lán og fresta framkvæmdum Ríkisstjórnin ætlar að draga úr þenslu og minnka verðbólgu með því að lækka lánshlutfall og hámarkslán Íbúðalánasjóðs, fresta nýjum framkvæmdum og fá sveitarfélögin til að draga úr nýjum fjárfestingum á þessu ári og næsta. 28.6.2006 08:00
Fjárbóndi drap dýrbíta og var laminn Tveir hundar voru skotnir við bæinn Holt í Svínadal, eftir að þeir höfðu drepið fimmtán lömb í æði. Eigandi annars hundsins lagði hendur á búfjáreigandann sem segir sig sáran eftir. Hann hefur kært árásina til lögreglu. 28.6.2006 08:00
Viðskipti fyrir 47 milljarða FL Group festi í gær kaup á 24,2 prósenta hlut í Straumi-Burðarási fjárfestingabanka hf., en seljendur eru að stærstum hluta Magnús Kristinsson og Kristinn Björnsson. 28.6.2006 08:00
Vekja reiði hjá fólki Ögmundi Jónassyni þingmanni finnst afleitt að lánshlutfall Íbúðalánasjóðs verði lækkað, því að það bitni á þeim sem séu að festa kaup á sínu fyrsta húsnæði. "Þetta er fráleit ráðstöfun," segir Ögmundur, "og vekur fyrst og fremst reiði hjá fólki". 28.6.2006 07:45
Flutti edik í stað klórs Rúmlega þrjátíu manns lentu í klórgasmengun í sundlaug Eskifjarðar í gær. Orsök slyssins er að ediksýru var hellt í klórtank laugarinnar fyrir mistök. 28.6.2006 07:45
Óperuhúsinu verður seinkað Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að Kópavogsbær geti ekkert skorið niður í framkvæmdum á þessu ári, þær séu fastbundnar. "En við munum reyna að sjá til þess að hér verði stöðugleiki og festa í efnahagslífi þjóðarinnar." 28.6.2006 07:30
Allir sjúklingarnir komu inn í einu Það var í nógu að snúast á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað í gær, en þangað leituðu tuttugu og fimm sjúklingar vegna mengunarslyssins í sundlauginni á Eskifirði. Björn Magnússon yfirlæknir var í sumarleyfi þegar hann var kallaður til vinnu ásamt fjölda annarra starfsmanna á sjúkrahúsinu. 28.6.2006 07:15
Gasið myndar saltsýru í slímhúð Í sundlauginni á Eskifirði var blandað saman röngum hlutföllum efna með þeim afleiðingum að það myndaðist eiturgas. Elín G. Guðmundsdóttir, fagstjóri hjá Umhverfisstofnun og efnafræðingur, útskýrir að hýpóklórít, sem er efnasamband með klór og notað til að leysa úr læðingi klórgas til að sótthreinsa vatn, hafi lent saman við sýru í röngum hlutföllum. 28.6.2006 07:15
Aðgerðir voru samhæfðar Lögregla, slökkviliðsmenn, læknar og hjúkrunarlið auk björgunarsveitarmanna og liðsmanna Rauða kross Íslands tóku þátt í aðgerðum í gær. 28.6.2006 07:00
Tuttugu þúsund skrifa undir Rúmlega 20 þúsund manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista, þar sem alþingismenn eru hvattir til að samþykkja lagafrumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar, um afnám fyrningarfrests á kynferðisbrotum gegn börnum. 28.6.2006 07:00
Í samstarf við evrópska skóla Í gær var undirritað aðildarsamkomulag Íslands og Noregs að Evrópska lögregluskólasamstarfinu í Þjóðmenningarhúsinu. Með samkomulaginu er opnað fyrir nánara samstarf á milli Lögregluskóla ríkisins og evrópskra lögregluskóla um upplýsingaskipti og þjálfun. 28.6.2006 06:45
Svikin nema 75 milljónum Þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til sjöunda júlí til viðbótar við þann sem úrskurðaður var í fyrradag vegna gruns um fjársvik og bótasvik í starfi hjá Tryggingastofnun ríkisins. Svikin nema 75 milljónum króna og er talið að þau hafi staðið yfir frá 2002. 28.6.2006 06:45
Börnin voru róleg Í kjölfar atburðanna í gær var ákveðið að rýma leikskólann Dalborg á Eskifirði, sem er staðsettur um tvö hundruð metra frá sundlauginni þar sem slysið átti sér stað. 28.6.2006 06:45
Áhorf á NFS jókst í maí Fréttastöðin NFS sækir í sig veðrið samkvæmt könnun Gallup á sjónvarpsáhorfi landsmanna í maí. Tæp 34 prósent aðspurðra horfðu eitthvað á NFS á tímabilinu, en það er um tíu prósentustiga aukning frá því í mars. Á sama tíma minnkaði áhorf á Stöð 2 um sjö prósentustig, en Skjár Einn stendur nokkurn veginn í stað. 28.6.2006 06:15
Ráðherrar enn í eldri embættum Innan Framsóknarflokksins hefur verið ákveðið að Jónína Bjartmarz láti af störfum sem annar varaforseti Alþingis og sömuleiðis Magnús Stefánsson sem varaformaður stjórnar þingflokksins, eftir skipun þeirra í ráðherraembætti flokksins. 28.6.2006 06:15
Aukið eftirlit með vopnasölu Amnesty International ásamt fleiri mannréttindasamtökum afhentu Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, myndabanka á mánudag með myndum af einni milljón manna. Þetta gera samtökin til að krefjast þess að eftirlit með vopnasölu verði hert og að alþjóðasamningi um vopnaviðskipti verði komið á. 28.6.2006 05:45
Ferð til Japans í verðlaun Utanríkisráðuneyti Japans efnir til ritgerðarsamkeppni þar sem verðlaunin eru tveggja vikna kynnisferð til Japans næstkomandi haust. Þátttakendur verða að vera á aldrinum 18 til 35 ára, vera með íslenskan ríkisborgararétt og mega ekki hafa komið til Japans áður. 28.6.2006 05:45
Úrskurðurinn ógiltur að hluta Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti í gær að hluta úrskurð setts umhverfisráðherra, Jóns Kristjánssonar, frá 30. janúar 2003 þar sem heimiluð var gerð set- og miðlunarlóns norðan og vestan Þjórsárvera og veituskurðar í Þjórsárlón án mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. 28.6.2006 05:30
Tvö innbrot um miðjan dag Tvö innbrot voru framin í Mosfellsbænum um kaffileytið í fyrradag með stuttu millibili. 28.6.2006 05:15
Stofnkostnaður um 25 milljónir króna Selasetur Íslands á Hvammstanga var opnað við hátíðlega athöfn á sunnudag. "Hér verður hægt að fræðast um seli, selaveiðar og selaafurðir með máli og myndum," segir Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir framkvæmdastjóri setursins. 28.6.2006 05:15
Kröfum Péturs Þórs hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið af skaðabótakröfum Péturs Þórs Gunnarssonar. 28.6.2006 04:45
Dómur vegna set- og miðlunarlóns áfangasigur Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi hluta af úrskurði setts umhverfisráðherra í tengslum við Norðlingaölduveitu. Ráðherra hafði úrskurðað að gerð set- og miðlunarlóns norðan og vestan Þjórsárvera þyrfti ekki að sæta umhverfismati. Lögmaður hópsins sem kærði úrskurðinn segir dóminn áfangasigur. 27.6.2006 23:45
Íhuga uppsagnir vegna seinagangs í kjaraviðræðum Háskólamenntaðir starfsmenn hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra íhuga nú uppsagnir þar sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni og ætla að afhenda yfirvöldum áskorun vegna deilunnar nú klukkan níu. 27.6.2006 23:37
Ferjuhöfn í Bakkafjöru 2010 Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur komist að þeirri niðurstöðu að ferjulægi í Bakkafjöru sé besta lausnin í bættum samgöngum milli lands og Vestmannaeyja. Sturla kynnti tillögur sínar á ríkisstjórnarfundi í morgun og miðað er við að höfnin verði tekin í notkun árið 2010 og að þá verði hægt að sigla milli lands og eyja á hálftíma. 27.6.2006 23:30
Mengunarslys á Eskifirði Tugir manna voru fluttir á sjúkrahús eftir mengunarslys í sundlauginni á Eskifirði í dag. Sex voru fluttir með sjúkraflugi, tveir til Akureyrar og fjórir til Reykjavíkur, en enginn er í lífshættu. 27.6.2006 22:41
Leyfilegur þorskafli 193 þúsund tonn Sjávarútvegsráðherra tilkynnti í dag um leyfilegan heildarafla fyrir komandi fiskveiðiár. Leyfilegt verður að veiða 193 þúsund tonn af þorski, sem er 6 þúsund tonnum umfram það sem aflareglan gerir ráð fyrir, en 5 þúsund tonnum minna en heildarveiðiheimildir yfirstandandi fiskveiðiárs gera ráð fyrir. 27.6.2006 18:17
Fagna hugmyndum um að draga úr þenslu Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands fagna hugmyndum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að draga úr þengslu í þjóðfélaginu. Þeir telja þó að von sé á fleiri skrefum af hálfu ríkisstjórnarinnar til að vinna bug á verðbólgunni. 27.6.2006 18:00