Innlent

Stofnkostnaður um 25 milljónir króna

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra klippir á borðann Tveir ráðherrar voru viðstaddir þegar Selasetur Íslands var opnað á Hvammstanga á sunnudaginn. Á þriðja hundrað manns tók þátt í hátíðarhöldunum af tilefni opnunarinnar.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra klippir á borðann Tveir ráðherrar voru viðstaddir þegar Selasetur Íslands var opnað á Hvammstanga á sunnudaginn. Á þriðja hundrað manns tók þátt í hátíðarhöldunum af tilefni opnunarinnar.

Selasetur Íslands á Hvammstanga var opnað við hátíðlega athöfn á sunnudag. "Hér verður hægt að fræðast um seli, selaveiðar og selaafurðir með máli og myndum," segir Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir framkvæmdastjóri setursins.

Hún segir að stofn kostnaður sé um 25 milljónir en 75 hluthafar eru að setrinu en einnig hafa styrkir fengist til þess frá samgönguráðuneytinu, framleiðnisjóði, Sparisjóði Húnaþings og Stranda, Nýsköpunarmiðstöð og fleirum.

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra ávörpuðu aðstandendur setursins við opnunina og kom fram í máli Einars að Hafrannsóknarstofnun hefði áhuga á því að hafa samstarf við Selasetursmenn um selarannsóknir.

Á setrinu, sem er í sögufrægu verslunarhúsi á Hvammstanga, verður hægt að kaupa miða í selaskoðunarferðir með bátnum Áka sem mun vera eini selaskoðunarbáturinn á landinu.

Mikil hátíðarhöld voru í bænum vegna opnunarinnar. "Það var heilmikil grillveisla hér fyrir utan setrið þar veitingar voru á boðstólum frá Kaupfélagi Skagfirðinga og Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga sláturhúsi, Vífilfelli, Emmess ís og kökugerðinni hér á Hvammstanga," segir framkvæmdastjórinn.

Verið er að vinna að því að koma upp selaskoðunarstöðum á Vatnsnesinu en þar á ekki að væsa um menn sem horfa til sjávar.


Tengdar fréttir

Raunverulegt sprengiefni

Sænska lögreglan hefur staðfest að efnið sem bundið var um mitti grátandi Norðmanns í Stokkhólmi á sunnudaginn var virkt sprengiefni. Málið þykir allt hið kynlegasta og var Norðmaðurinn, sem er á þrítugsaldri, settur í geðrannsókn eftir að sprengjubeltið var leyst af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×