Innlent

Gasið myndar saltsýru í slímhúð

Frá eskifirði í gær Þegar sýru er blandað í röngu hlutfalli við hýpóklórít myndast eiturgas. Það er afar hættulegt þegar það berst í lungu.
Frá eskifirði í gær Þegar sýru er blandað í röngu hlutfalli við hýpóklórít myndast eiturgas. Það er afar hættulegt þegar það berst í lungu. mynd/helgi garðarsson

Í sundlauginni á Eskifirði var blandað saman röngum hlutföllum efna með þeim afleiðingum að það myndaðist eiturgas. Elín G. Guðmundsdóttir, fagstjóri hjá Umhverfisstofnun og efnafræðingur, útskýrir að hýpóklórít, sem er efnasamband með klór og notað til að leysa úr læðingi klórgas til að sótthreinsa vatn, hafi lent saman við sýru í röngum hlutföllum.

Það sem hefur gerst er að það er blandað saman sýrum við hýpóklórít sem lækkar sýrustigið svo mikið að það losnar mikið klórgas. Klórgas er mjög eitrað og þegar einstaklingur andar því að sér þá binst það vatni og myndar saltsýru í slímhúð. Þegar það gerist í lungum er það afar hættulegt.

Elín segir að þegar um bráðhrif slíkrar eitrunar sé að ræða skipti ekki máli hver aldur einstaklingsins sé. Hins vegar við langvarandi áhrif eru börn meira í hættu því frumuskiptingar þeirra eru miklu hraðari. Viðkvæmir einstaklingar sem eiga við öndunarfærasjúkdóma að stríða eru einnig í aukinni hættu vegna þess að þetta herjar á slímhúð þeirra sem eru veikir fyrir.

Elín segir að umrædd efni eigi að vera í umbúðum sem séu mjög vel merktar og allir sem flytja slíkan varning eigi að hafa farið á námskeið og lært um meðferð efnanna. Ég veit ekki hvað gerðist þarna nákvæmlega en ef einstaklingur þekkir ekki munin á lyktinni af ediksýru og hýpóklórít þá getur farið svona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×