Innlent

Svikin nema 75 milljónum

Teikning af óperuhúsi í Kópavogi
Bæjarstjóri ætlar rólega í byggingu þess.
Teikning af óperuhúsi í Kópavogi Bæjarstjóri ætlar rólega í byggingu þess.

Þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til sjöunda júlí til viðbótar við þann sem úrskurðaður var í fyrradag vegna gruns um fjársvik og bótasvik í starfi hjá Tryggingastofnun ríkisins. Svikin nema 75 milljónum króna og er talið að þau hafi staðið yfir frá 2002.

Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglu­stjóra, segir að málið geti tengst tugum fólks og því þurfi að rannsaka hlutdeild eða meinta hlutdeild fólksins. Ekki skipti máli hvort það taki einn eða tvo daga að tala við fólk. Margir verði yfirheyrðir.

"Rannsóknin er á frumstigi og miðast við að ná utan um málið eins og það er. Til þess þarf að afla gagna," segir hann. "Aðferðir okkar eru fólgnar í því að afla gagna og yfirheyra alla sem eru taldir geta tengst málinu eða geta gefið upplýsingar um það."

Jón segir að eðlilegt sé að fara yfir öryggismál og vinnuferla, hvort sem það er hjá einkafyrirtæki eða opinberri stofnun, þegar manneskja í lykilstöðu virðist hafa brugðist trúnaði í starfi sínu. Það verði gert hjá Tryggingastofnun.

"Þegar upplýst er um svona mál þá reyna allir að gera ráðstafanir til að fyrirbyggja að slíkt geti komið upp eða viðgengist," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×