Innlent

Tvö innbrot um miðjan dag

Tvö innbrot voru framin í Mosfellsbænum um kaffileytið í fyrradag með stuttu millibili.

Húsin sem brotist var inn í eru staðsett í sama hverfi og skammt er á milli þeirra. Lögregluna í Mosfellsbæ grunar að innbrotin séu tengd. Lögreglan telur að annað húsanna hafi verið ólæst, en í hinu tilvikinu var brotin upp gluggafesting.

Á meðal þess sem var stolið voru tvær fartölvur úr hvoru húsi um sig, ein stafræn myndavél og ipod tónlistarspilari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×