Innlent

Ragnar vill að Björn víki sæti við meðferð beiðninnar

Ragnar Aðalsteinsson
Ragnar Aðalsteinsson

Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður ætlar að krefjast þess að Björn Bjarnason víki sæti sem dómsmálaráðherra við meðferð óskar Ragnars um aðgang að gögnum um hleranir á tímum kalda stríðsins.

Ragnar krefst þess sem almennur borgari að fá aðgang að þessum gögnum en nýverið upplýsti Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur um hleranir stjórnvalda, en í mörgum tilfellum voru símar þingmanna hleraðir. Bjarni Benediktsson, faðir Björns Bjarnasonar, var dómsmálaráðherra í flest skipti sem ráðuneytið fór fram á hleranaheimildir hjá Sakadómi.

Dómsmálaráðuneytið eins og reyndar Þjóðskjalasafn hefur hafnað fyrri kröfum Ragnars um aðgang að gögnunum og vísað til þingsályktunartillögu Halldórs Ásgrímssonar, fráfarandi foresætisráðherra, um skipan nefndar um rannsókn á þessum hlerunum. Þetta eru ekki nægjanleg rök, þau eru pólitísk, segir Ragnar og vill lögformlegar skýringar. Hann krefst þess jafnframt að Björn víki sæti í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×