Konan sveik út úr tryggingum með hjálp sonar síns, tengdadóttur og 20 annarra 28. júní 2006 11:00 MYND/Vilhelm Gunnarsson Konan sem er sökuð um að hafa svikið 75 milljónir út úr Tryggingastofnun er á fimmtugsaldri. Hún hafði unnið sem þjónustufulltrúi í Þjónustumiðstöð stofnunarinnar í yfir 20 ár en ekki sem gjaldkeri eins og áður hafi verið sagt. Sonur konunnar og tengdadóttir sitja einnig í gæsluvarðhaldi. Alls tengjast um 20 manns málinu sem gæti verið eitt stærsta tryggingasvindl Íslandssögunnar. Fjórði aðilinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald er 29 ára karlmaður. Hans hlutverk var að taka við peningum frá konunni hjá Tryggingstofnun. Samkvæmt heimildum NFS hafa nokkrir fjórmenninganna játað sinn þátt í málinu. Jón H.B. Snorrasson sagði í fréttum NFS í kvöld að konan, sem sökuð er um fjársvikin, hefði gegnt trúnaðarstarfi hjá Tryggingastofnun, fjársvikin næmu 75 milljónum króna. Starfið sem konan gegndi var í þjónustumiðstöð stofnunarinnar, hún var í raun aðeins gjaldkeri, ekki yfirmaður eða deildarstjóri. Enda var hún ekki ein að verki. Samkvæmt heimildum NFS eru, fyrir utan son konunnar og tengdadóttur, um 20 manns viðriðnir málið; aðilar sem konan fékk til að opna reikning og taka við peningunum gegn ákveðinni prósentu eða þóknun. Fjársvik konunnar ná aftur til ársins 2001. Þau komust hins vegar ekki upp fyrr en nú, fimm árum síðar, þegar konan hætti störfum hjá Tryggingastofnun eftir 22 ára starf. Konan og sonur hennar búa í félagslegri íbúð í Breiðholtinu og sögðu nágrannar þeirra sem NFS ræddi við að þessar fréttir kæmu ekki á óvart. Gestagangur og drykkjuskapur hjá konunni hefði valdið ónæði í blokkinni síðustu vikur og mánuði. Þá hefðu rándýr húsgögn og mublur sem konan bar inn vakið athygli fólksins í blokkinni. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir fjórmenningunum rennur út þann 7. júlí. Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira
Konan sem er sökuð um að hafa svikið 75 milljónir út úr Tryggingastofnun er á fimmtugsaldri. Hún hafði unnið sem þjónustufulltrúi í Þjónustumiðstöð stofnunarinnar í yfir 20 ár en ekki sem gjaldkeri eins og áður hafi verið sagt. Sonur konunnar og tengdadóttir sitja einnig í gæsluvarðhaldi. Alls tengjast um 20 manns málinu sem gæti verið eitt stærsta tryggingasvindl Íslandssögunnar. Fjórði aðilinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald er 29 ára karlmaður. Hans hlutverk var að taka við peningum frá konunni hjá Tryggingstofnun. Samkvæmt heimildum NFS hafa nokkrir fjórmenninganna játað sinn þátt í málinu. Jón H.B. Snorrasson sagði í fréttum NFS í kvöld að konan, sem sökuð er um fjársvikin, hefði gegnt trúnaðarstarfi hjá Tryggingastofnun, fjársvikin næmu 75 milljónum króna. Starfið sem konan gegndi var í þjónustumiðstöð stofnunarinnar, hún var í raun aðeins gjaldkeri, ekki yfirmaður eða deildarstjóri. Enda var hún ekki ein að verki. Samkvæmt heimildum NFS eru, fyrir utan son konunnar og tengdadóttur, um 20 manns viðriðnir málið; aðilar sem konan fékk til að opna reikning og taka við peningunum gegn ákveðinni prósentu eða þóknun. Fjársvik konunnar ná aftur til ársins 2001. Þau komust hins vegar ekki upp fyrr en nú, fimm árum síðar, þegar konan hætti störfum hjá Tryggingastofnun eftir 22 ára starf. Konan og sonur hennar búa í félagslegri íbúð í Breiðholtinu og sögðu nágrannar þeirra sem NFS ræddi við að þessar fréttir kæmu ekki á óvart. Gestagangur og drykkjuskapur hjá konunni hefði valdið ónæði í blokkinni síðustu vikur og mánuði. Þá hefðu rándýr húsgögn og mublur sem konan bar inn vakið athygli fólksins í blokkinni. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir fjórmenningunum rennur út þann 7. júlí.
Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira