Innlent

Úrskurðurinn ógiltur að hluta

Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti í gær að hluta úrskurð setts umhverfisráðherra, Jóns Kristjánssonar, frá 30. janúar 2003 þar sem heimiluð var gerð set- og miðlunarlóns norðan og vestan Þjórsárvera og veituskurðar í Þjórsárlón án mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.

Áhugahópur um verndun Þjórsárvera, ásamt sjö einstaklingum, meðal annars Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi iðnaðarráðherra, höfðuðu málið á hendur íslenska ríkinu, Skipulagsstofnun og Landsvirkjun og var þess meðal annars krafist að ógiltur yrði í heild sinni úrskurður setts umhverfisráðherra. Auk þess kröfðust þau þess að úrskurður Skipulagsstofnunar yrði felldur úr gildi.

Á það féllst dómurinn hins vegar ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×