Innlent

Ferð til Japans í verðlaun

Utanríkisráðuneyti Japans efnir til ritgerðarsamkeppni þar sem verðlaunin eru tveggja vikna kynnisferð til Japans næstkomandi haust. Þátttakendur verða að vera á aldrinum 18 til 35 ára, vera með íslenskan ríkis­borgararétt og mega ekki hafa komið til Japans áður.

Efni ritgerðarinnar er eftirfarandi: "Í ár fagna Japan og Ísland 50 ára afmæli stjórnmálasambands landanna. Hvað er hægt að gera til að efla samskipti ríkjanna enn frekar?" en ritgerðin á að vera á ensku.

Ritgerðum þarf að skila 14. júlí næstkomandi í Sendiráð Japans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×