Innlent

Aðgerðir voru samhæfðar

Lögregla, slökkviliðsmenn, læknar og hjúkrunarlið auk björgunarsveitarmanna og liðsmanna Rauða kross Íslands tóku þátt í aðgerðum í gær.

Samhæfingarstöð veitti aðstoð eftir þörfum og stýrði flutningi bjarga til og frá staðnum og flutningi á sjúklingum. Einnig veitti starfsfólk stöðvarinnar fjölmiðlum upplýsingar jafn harðan og þær var að fá.

Samhæfingarstöðin heyrir undir almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og sér um að samhæfa aðgerðir af hálfu ríkisins. Auk starfsfólks almannavarnadeildar er samhæfingarstöðin mönnuð hjálparliði frá margvíslegum stofnunum og félaga­samtökum sem virkjast að hluta eða öllu leyti í almannavarna­aðgerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×