Innlent

Ráðherrar enn í eldri embættum

jónína bjartmarz
Mun hætta sem annar varaforseti Alþingis
jónína bjartmarz Mun hætta sem annar varaforseti Alþingis

Innan Framsóknarflokksins hefur verið ákveðið að Jónína Bjartmarz láti af störfum sem annar varaforseti Alþingis og sömuleiðis Magnús Stefánsson sem varaformaður stjórnar þingflokksins, eftir skipun þeirra í ráðherraembætti flokksins.

Að sögn Hjálmars Árnasonar, formanns þingflokksins, hefur enn ekki verið ákveðið hverjir muni taka við fyrrnefndum stöðum. "Enn hefur ekkert verið ákveðið í þeim efnum, en þingflokkurinn mun funda um þessi mál bráðlega," segir Hjálmar.

Aðspurður um hvenær búast megi fregna um eftirmenn þeirra tveggja, segir Hjálmar að tilkynningar sé hugsanlega að vænta eftir rúma viku.

Í stað þeirra Halldórs Ásgrímssonar og Jóns Magnússonar, sem stigu upp úr ráðherrastóli fyrir skemmstu eins og kunnugt er, koma inn á þing þau Guðjón Ólafur Jónsson og Sæunn Stefánsdóttir sem verða þingmenn Reykjavíkurkjördæmis norðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×