Innlent

Leyfilegur þorskafli 193 þúsund tonn

Sjávarútvegsráðherra tilkynnti í dag um leyfilegan heildarafla fyrir komandi fiskveiðiár. Leyfilegt verður að veiða 193 þúsund tonn af þorski, sem er 6 þúsund tonnum umfram það sem aflareglan gerir ráð fyrir, en 5 þúsund tonnum minna en heildarveiðiheimildir yfirstandandi fiskveiðiárs gera ráð fyrir.

Aflaregla fyrir þorskstofn kveður á um að veiða megi 25% af veiðistofni þorsksins samkvæmt mati Hafrannsóknarstofnunar. Í þetta skiptið var hins vegar ákveðið að fylgja ráðleggingum nefndar um endurskoðun aflareglu og láta leyfilegan heildarafla ákvarðast af meðaltali af ráðleggingum Hafró fyrir komandi fiskveiðiár og leyfilegum heildarafla síðasta árs.

Ráðherra fól einnig Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að gera úttekt á þjóðhagslegum áhrifum af breyttu veiðihlutfalli. Þannig verði athugað hver áhrifin myndu verða ef aflareglan verður lækkuð, eins og Hafrannsóknastofnun hefur lagt til nokkur síðustu ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×