Flutti edik í stað klórs 28. júní 2006 07:45 Sjúkraflug frá Eskifirði Tveir þeirra sem urðu fyrir eitrun voru fluttir til Akureyrar í gær með sjúkraflugi en fjórir til Reykjavíkur. Var það meðal annars gert til að dreifa álaginu. Klórgasmengun kom upp í sundlaug Eskifjarðar rétt eftir hádegi í gær og þurfti fjöldi fólks á aðhlynningu að halda vegna eitrunar. Orsök slyssins er að ediksýru var hellt í klórtank laugarinnar fyrir mistök. Þegar ediksýra blandast klór lækkar sýrustig skyndilega og klórgas losnar. Klórgas er stórhættuleg eiturlofttegund sem getur verið banvæn í ákveðnu magni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var flutningabíll frá Olís, sem átti að fara með klór til sundlaugarinnar, með ediksýru í staðinn, án vitundar flutningabílstjórans. Ekki er ljóst nákvæmlega hvernig það átti sér stað að ediksýra var í stað klórs í flutningabílnum. Þorsteinn Ólafsson, forstöðumaður heildsöludeildar Olís, viðurkenndi að eitthvað hefði misfarist við flutninga á efnum til sundlaugarinnar, en ekkert yrði gefið upp fyrr en málið hefði verið skoðað ofan í kjölinn. Strangar reglur eru um hverjir mega flytja efni af þessu tagi. "Það voru iðnaðarmenn, sem voru að störfum í byggingu sundlaugarinnar, sem fyrst urðu varir við klórgasið og forðuðu sér út," segir Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, sem stjórnaði aðgerðum á vettvangi. Jónas segir óljóst hver tilkynnti slysið til lögreglunnar. Alls voru 34 fluttir til aðhlynningar á heilsugæslunni á Eskifirði og 25 af þeim fluttir áfram á Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupstað. Göngunum um Oddskarð og aðalgötunni á Neskaupsstað var lokað á meðan til að greiða fyrir umferð sjúkrabíla. Tveir voru svo fluttir þaðan með sjúkraflugi á Akureyri og fjórir til Reykjavíkur. Enginn er lífshættulega slasaður. Jónas segir að ákveðið ferli hafi verið sett af stað þegar ljóst var hversu alvarlegt ástandið var. Haft var samband við samhæfingarstöðina í Reykjavík og björgunarsveitir kallaðar til ásamt læknaliði. Flugvél og þyrla Landhelgisgæslunnar voru send frá Reykjavík til Egilsstaða með slökkviliðsmenn, greiningarsveit frá Landspítala- háskólasjúkrahúsi auk bráðatækna. Tvær flugvélar fóru frá Akureyri til Neskaupstaðar með sjúkraflutningamenn og lækni. Fjórtán hús og leikskóli í nágrenni sundlaugarinnar voru rýmd vegna klórgassins. Vindur var sex til átta metrar á sekúndu og út frá því var áætlað að tvo tíma tæki fyrir loftið að hreinsast að sögn Jónínu Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa samhæfingarmiðstöðvarinnar, sem heyrir undir almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. "Fólk var varað við því að vera á þessu svæði strax þegar vart varð við mengunina." Lögreglan lauk störfum á vettvangi upp úr hálfátta um kvöldið og hafði þá lokið við að koma á jafnvægi á klórtankinum með því að dæla vatni og sóta í hann. Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira
Klórgasmengun kom upp í sundlaug Eskifjarðar rétt eftir hádegi í gær og þurfti fjöldi fólks á aðhlynningu að halda vegna eitrunar. Orsök slyssins er að ediksýru var hellt í klórtank laugarinnar fyrir mistök. Þegar ediksýra blandast klór lækkar sýrustig skyndilega og klórgas losnar. Klórgas er stórhættuleg eiturlofttegund sem getur verið banvæn í ákveðnu magni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var flutningabíll frá Olís, sem átti að fara með klór til sundlaugarinnar, með ediksýru í staðinn, án vitundar flutningabílstjórans. Ekki er ljóst nákvæmlega hvernig það átti sér stað að ediksýra var í stað klórs í flutningabílnum. Þorsteinn Ólafsson, forstöðumaður heildsöludeildar Olís, viðurkenndi að eitthvað hefði misfarist við flutninga á efnum til sundlaugarinnar, en ekkert yrði gefið upp fyrr en málið hefði verið skoðað ofan í kjölinn. Strangar reglur eru um hverjir mega flytja efni af þessu tagi. "Það voru iðnaðarmenn, sem voru að störfum í byggingu sundlaugarinnar, sem fyrst urðu varir við klórgasið og forðuðu sér út," segir Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, sem stjórnaði aðgerðum á vettvangi. Jónas segir óljóst hver tilkynnti slysið til lögreglunnar. Alls voru 34 fluttir til aðhlynningar á heilsugæslunni á Eskifirði og 25 af þeim fluttir áfram á Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupstað. Göngunum um Oddskarð og aðalgötunni á Neskaupsstað var lokað á meðan til að greiða fyrir umferð sjúkrabíla. Tveir voru svo fluttir þaðan með sjúkraflugi á Akureyri og fjórir til Reykjavíkur. Enginn er lífshættulega slasaður. Jónas segir að ákveðið ferli hafi verið sett af stað þegar ljóst var hversu alvarlegt ástandið var. Haft var samband við samhæfingarstöðina í Reykjavík og björgunarsveitir kallaðar til ásamt læknaliði. Flugvél og þyrla Landhelgisgæslunnar voru send frá Reykjavík til Egilsstaða með slökkviliðsmenn, greiningarsveit frá Landspítala- háskólasjúkrahúsi auk bráðatækna. Tvær flugvélar fóru frá Akureyri til Neskaupstaðar með sjúkraflutningamenn og lækni. Fjórtán hús og leikskóli í nágrenni sundlaugarinnar voru rýmd vegna klórgassins. Vindur var sex til átta metrar á sekúndu og út frá því var áætlað að tvo tíma tæki fyrir loftið að hreinsast að sögn Jónínu Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa samhæfingarmiðstöðvarinnar, sem heyrir undir almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. "Fólk var varað við því að vera á þessu svæði strax þegar vart varð við mengunina." Lögreglan lauk störfum á vettvangi upp úr hálfátta um kvöldið og hafði þá lokið við að koma á jafnvægi á klórtankinum með því að dæla vatni og sóta í hann.
Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira