Fleiri fréttir

Mengunarslys á Eskifirði í rannsókn

Vinnueftirlitið, lögregla og fleiri vinna enn að rannsókn mengunarslyssins á Eskifriði í gær þegar eitrað gas náði til sundlaugargesta og um 30 veiktust. Eftir því sem Fréttastofan kemst næst er líðan þeirra fjögurra, sem fluttir voru flugleiðis á sjúkrahús í Reykjavík og þeirra tveggja sem fluttir voru til Akureyrar eftir atvikum. Um 10 manns dvöldu á sjúkrahúsinu í Neskaupstað í nótt, þar sem fylgst var með líðan þeirra til öryggis.

Friður um Straum

Friður skapast væntanlega í stjórn Straums-Burðaráss eftir að FL Group gekk í gærkvöldi frá kaupum á rúmlega 24% hlut þeirra Magnúsar Kristinssonar og Kristins Björnssonar í bankanum fyrir 47 milljarða króna.

Lækka lán og fresta framkvæmdum

Ríkisstjórnin ætlar að draga úr þenslu og minnka verðbólgu með því að lækka lánshlutfall og hámarkslán Íbúðalánasjóðs, fresta nýjum framkvæmdum og fá sveitarfélögin til að draga úr nýjum fjárfestingum á þessu ári og næsta.

Fjárbóndi drap dýrbíta og var laminn

Tveir hundar voru skotnir við bæinn Holt í Svínadal, eftir að þeir höfðu drepið fimmtán lömb í æði. Eigandi annars hundsins lagði hendur á búfjáreigandann sem segir sig sáran eftir. Hann hefur kært árásina til lögreglu.

Viðskipti fyrir 47 milljarða

FL Group festi í gær kaup á 24,2 prósenta hlut í Straumi-Burðarási fjárfestingabanka hf., en seljendur eru að stærstum hluta Magnús Kristinsson og Kristinn Björnsson.

Vekja reiði hjá fólki

Ögmundi Jónassyni þingmanni finnst afleitt að lánshlutfall Íbúðalánasjóðs verði lækkað, því að það bitni á þeim sem séu að festa kaup á sínu fyrsta húsnæði. "Þetta er fráleit ráðstöfun," segir Ögmundur, "og vekur fyrst og fremst reiði hjá fólki".

Flutti edik í stað klórs

Rúmlega þrjátíu manns lentu í klórgasmengun í sundlaug Eskifjarðar í gær. Orsök slyssins er að ediksýru var hellt í klórtank laugarinnar fyrir mistök.

Óperuhúsinu verður seinkað

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að Kópavogsbær geti ekkert skorið niður í framkvæmdum á þessu ári, þær séu fastbundnar. "En við munum reyna að sjá til þess að hér verði stöðugleiki og festa í efnahagslífi þjóðarinnar."

Allir sjúklingarnir komu inn í einu

Það var í nógu að snúast á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað í gær, en þangað leituðu tuttugu og fimm sjúklingar vegna mengunarslyssins í sundlauginni á Eskifirði. Björn Magnússon yfirlæknir var í sumarleyfi þegar hann var kallaður til vinnu ásamt fjölda annarra starfsmanna á sjúkrahúsinu.

Gasið myndar saltsýru í slímhúð

Í sundlauginni á Eskifirði var blandað saman röngum hlutföllum efna með þeim afleiðingum að það myndaðist eiturgas. Elín G. Guðmundsdóttir, fagstjóri hjá Umhverfisstofnun og efnafræðingur, útskýrir að hýpóklórít, sem er efnasamband með klór og notað til að leysa úr læðingi klórgas til að sótthreinsa vatn, hafi lent saman við sýru í röngum hlutföllum.

Aðgerðir voru samhæfðar

Lögregla, slökkviliðsmenn, læknar og hjúkrunarlið auk björgunarsveitarmanna og liðsmanna Rauða kross Íslands tóku þátt í aðgerðum í gær.

Tuttugu þúsund skrifa undir

Rúmlega 20 þúsund manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista, þar sem alþingismenn eru hvattir til að samþykkja lagafrumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar, um afnám fyrningarfrests á kynferðisbrotum gegn börnum.

Í samstarf við evrópska skóla

Í gær var undirritað aðildarsamkomulag Íslands og Noregs að Evrópska lögregluskólasamstarfinu í Þjóðmenningarhúsinu. Með samkomulaginu er opnað fyrir nánara samstarf á milli Lögregluskóla ríkisins og evrópskra lögregluskóla um upplýsingaskipti og þjálfun.

Svikin nema 75 milljónum

Þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til sjöunda júlí til viðbótar við þann sem úrskurðaður var í fyrradag vegna gruns um fjársvik og bótasvik í starfi hjá Tryggingastofnun ríkisins. Svikin nema 75 milljónum króna og er talið að þau hafi staðið yfir frá 2002.

Börnin voru róleg

Í kjölfar atburðanna í gær var ákveðið að rýma leikskólann Dalborg á Eskifirði, sem er staðsettur um tvö hundruð metra frá sundlauginni þar sem slysið átti sér stað.

Áhorf á NFS jókst í maí

Fréttastöðin NFS sækir í sig veðrið samkvæmt könnun Gallup á sjónvarpsáhorfi landsmanna í maí. Tæp 34 prósent aðspurðra horfðu eitthvað á NFS á tímabilinu, en það er um tíu prósentustiga aukning frá því í mars. Á sama tíma minnkaði áhorf á Stöð 2 um sjö prósentustig, en Skjár Einn stendur nokkurn veginn í stað.

Ráðherrar enn í eldri embættum

Innan Framsóknarflokksins hefur verið ákveðið að Jónína Bjartmarz láti af störfum sem annar varaforseti Alþingis og sömuleiðis Magnús Stefánsson sem varaformaður stjórnar þingflokksins, eftir skipun þeirra í ráðherraembætti flokksins.

Aukið eftirlit með vopnasölu

Amnesty International ásamt fleiri mannréttindasamtökum afhentu Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, myndabanka á mánudag með myndum af einni milljón manna. Þetta gera samtökin til að krefjast þess að eftirlit með vopnasölu verði hert og að alþjóðasamningi um vopnaviðskipti verði komið á.

Ferð til Japans í verðlaun

Utanríkisráðuneyti Japans efnir til ritgerðarsamkeppni þar sem verðlaunin eru tveggja vikna kynnisferð til Japans næstkomandi haust. Þátttakendur verða að vera á aldrinum 18 til 35 ára, vera með íslenskan ríkis­borgararétt og mega ekki hafa komið til Japans áður.

Úrskurðurinn ógiltur að hluta

Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti í gær að hluta úrskurð setts umhverfisráðherra, Jóns Kristjánssonar, frá 30. janúar 2003 þar sem heimiluð var gerð set- og miðlunarlóns norðan og vestan Þjórsárvera og veituskurðar í Þjórsárlón án mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.

Stofnkostnaður um 25 milljónir króna

Selasetur Íslands á Hvammstanga var opnað við hátíðlega athöfn á sunnudag. "Hér verður hægt að fræðast um seli, selaveiðar og selaafurðir með máli og myndum," segir Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir framkvæmdastjóri setursins.

Kröfum Péturs Þórs hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið af skaðabótakröfum Péturs Þórs Gunnarssonar.

Dómur vegna set- og miðlunarlóns áfangasigur

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi hluta af úrskurði setts umhverfisráðherra í tengslum við Norðlingaölduveitu. Ráðherra hafði úrskurðað að gerð set- og miðlunarlóns norðan og vestan Þjórsárvera þyrfti ekki að sæta umhverfismati. Lögmaður hópsins sem kærði úrskurðinn segir dóminn áfangasigur.

Íhuga uppsagnir vegna seinagangs í kjaraviðræðum

Háskólamenntaðir starfsmenn hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra íhuga nú uppsagnir þar sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni og ætla að afhenda yfirvöldum áskorun vegna deilunnar nú klukkan níu.

Ferjuhöfn í Bakkafjöru 2010

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur komist að þeirri niðurstöðu að ferjulægi í Bakkafjöru sé besta lausnin í bættum samgöngum milli lands og Vestmannaeyja. Sturla kynnti tillögur sínar á ríkisstjórnarfundi í morgun og miðað er við að höfnin verði tekin í notkun árið 2010 og að þá verði hægt að sigla milli lands og eyja á hálftíma.

Mengunarslys á Eskifirði

Tugir manna voru fluttir á sjúkrahús eftir mengunarslys í sundlauginni á Eskifirði í dag. Sex voru fluttir með sjúkraflugi, tveir til Akureyrar og fjórir til Reykjavíkur, en enginn er í lífshættu.

Leyfilegur þorskafli 193 þúsund tonn

Sjávarútvegsráðherra tilkynnti í dag um leyfilegan heildarafla fyrir komandi fiskveiðiár. Leyfilegt verður að veiða 193 þúsund tonn af þorski, sem er 6 þúsund tonnum umfram það sem aflareglan gerir ráð fyrir, en 5 þúsund tonnum minna en heildarveiðiheimildir yfirstandandi fiskveiðiárs gera ráð fyrir.

Fagna hugmyndum um að draga úr þenslu

Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands fagna hugmyndum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að draga úr þengslu í þjóðfélaginu. Þeir telja þó að von sé á fleiri skrefum af hálfu ríkisstjórnarinnar til að vinna bug á verðbólgunni.

Hluti úrskurðar setts ráðherra felldur úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi þann hluta úrskurðar setts umhverfisráðherra í tengslum við Norðlingaölduveitu að gerð set- og miðlunarlóns norðan og vestan Þjórsárvera þyrfti ekki að sæta umhverfismati.

Edikssýru fyrir mistök hellt í klórtank sundlaugarinnar á Eskifirði

Fjórir eru illa haldnir eftir klórmengun sem varð í sundlauginni á Eskifirði í dag. 20 til 30 manns fengu eitrun af einhverju tagi. Allt bendir til að fyrir mistök hafi edikssýru verið hellt í klórtank laugarinnar. Við það losnar klórgas sem er stórhættuleg eiturlofttegund og getur í ákveðnu magni verið banvæn. Yfirstjórn bæjarfélagsins sendi frá sér yfirlýsingu rétt fyrir klukkan fjögur þar sem kemur fram að slökkvilið Fjarðarbyggðar hafi komist fyrir eiturefnamengunina og að ekki sé gert ráð fyrir að rýma fleiri hús en þegar hefur verið gert.

Þyrlan farin austur vegna klórgasmengunar

Samhæfingarstöðin í Reykjavík hefur verið virkjuð til að veita þá aðstoð sem þörf er á á Eskifirði vegna klórgasmengunar sem varð í sundlauginni þar fyrr í dag og hafa 10 slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu verið sendir austur með búnað eins og súrefni og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf, hefur verið send austur.

15 - 20 urðu fyrir klórgasmengun í sundlauginni á Eskifirði

15 til 20 manns urðu fyrir klórgasmengun í sundlauginni á Eskifirði í dag. Allt tiltækt lögreglu- og sjúkralið á Eskifirði og nágrenni hefur verið sent að sundlauginni vegna lekans. Mjög margt var í lauginni þegar lekans varð vart og voru þó nokkrir fluttir í sjúkrabíl á Heilsugæslustöðina á Eskifirði sem og til Norðfjarðar.

Harma fyrirhugaðar breytingar á skattalögum

Frjálshyggjufélagið hefur sent frá sér ályktun þar sem það harmar þá fyrirætlun ríkisstjórnarinnar að breyta skattalögum þannig að hærra hlutfall tekna fólks renni í ríkisstjórn eftir næstu áramót en núgildandi lög gera ráð fyrir. Félagið segir þá þingmenn sem sækja umboð sitt til kjósenda sem eru hlynntir lækkun tekjuskattsprósentunnar verða að hafa í huga fyrir hvern þeir sitja á þingi þegar þeir greiða atkvæði um hækkunartillöguna.

Hópeitrun í sundlaug á Eskifirði

Hópeitrun varð í sundlauginni á Eskifirði vegna klórleka. Fólk sem varð fyrir eitrun nýtur aðhlynningar á heilsugæslustöðinni.

Erfiðara að selja íbúðir í höfuðborginni

Lengri tíma tekur að selja íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en áður og fleiri nýjar íbúðir standa auðar. Greiningadeild Glitnis spáir fimm til tíu prósenta lækkun að nafnvirði á húsnæðisverði á næstu tólf til tuttugu og fjórum mánuðinum.

Leiðréttingu á réttarstöðu samkynhneigðra loks náð

Hvergi í heiminum njóta samkynhneigðir eins mikilla lagalegra réttinda og verndar og á Íslandi. Ný lög um réttarstöðu samkynhneigðra sem samþykkt voru í byrjun mánaðarins taka gildi í dag. Af því tilefni efna Samtökin '78 til hátíðarsamkomu í Listasafni Reykjavíkur í dag.

Uppsalir meðal jarða til leigu

Tólf umsækjendur voru um jarðir í Selárdal við Arnarfjörð sem landbúnaðarráðuneytið auglýsti til leigu í vor. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá því að um sé að ræða jarðirnar Uppsali, þar sem einbúinn Gísli Gíslason bjó, Brautarholt þar sem var fyrrum íbúðarhús Samúels Jónssonar listamanns og bæinn Kolbeinsskeið í Selárdal, ásamt fyrrverandi íbúðarhúsi á Melstað og Selárdal. Jörðunum verður úthlutað í vor og er leigutíminn til fimmtíu ára. Íbúðarhúsin eru þó flesti í slæmu ásigkomulagi og þarfnast mikilla endurbóta.

Actavis varð af kaupum á Pliva

Actavis fær ekki að kaupa króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og verður þar með ekki þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi, eins og stefnt var að. Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva hefur tilkynnt kauphöllum að hún leggi það til við eigendur, að ganga til samninga við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr, um sölu á fyrirtækinu, en íslenska lyfjafyrirtækið Actavis sóttist líka eftir kaupunum.

Ríkisstjórnin ákveður aðgerðir til að draga úr verðbólgu

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka lánshlutfall Íbúaðaláasjóðs tímabundið úr 90% í 80% og hámarkslán úr 18 milljónum króna í 17 milljónir króna. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin hefur fallist á til að stuðla að því markmiði að hjöðnun verðbólgu gangi eftir sem fyrst. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru ákveðnar á ríkisstjórnarfundi fyrr í dag.

Systkini hlaupa nakin til stuðnings PETA

Íslensk systkini, Hanna og Tryggvi Guðmundsbörn, eru meðal þeirra mörghundruð stuðningsmanna dýraverndunarsamtaknna PETA sem hyggjast hlaupa nakin um götur Pamplona á Spáni 5. júlí til að mótmæla árlegu nautahlaupi í borginni.

Sjá næstu 50 fréttir