Innlent

Þyrlan farin austur vegna klórgasmengunar

MYND/Helgi

Samhæfingarstöðin í Reykjavík hefur verið virkjuð til að veita þá aðstoð sem þörf er á á Eskifirði vegna klórgasmengunar sem varð í sundlauginni þar fyrr í dag og hafa 10 slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu verið sendir austur með búnað eins og súrefni og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf, hefur verið send austur. Gerðar hafa verið ráðstafanir um að flytja fólkið sem fyrir eitruninni varð til Reykjavíkur en um 15-20 manns var flutt á heilsugæslustöðina á Eskifirði sem og Norðfirði til aðhlynningar. Að sögn eins heimamanna myndaðist öngþveiti í heilsugæslustöðinni og þegar laugin var rýmd gafst fólki ekki tími til að klæða sig heldur hélt út á götu með ekkert nema handklæði um sig. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu alvarleg eitruni er en innöndun á klóri getur valdið alvarlegum skaða á lungum. Visir.is mun flytja frekari fréttir af þessu eftir því sem nánari upplýsingar berast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×