Innlent

Eyþór tekur ekki sæti í bæjarstjórn Árborgar strax

Eyþór Arnalds missir ökuréttindi í tólf mánuði og greiðir 150 þúsund króna sekt, samkvæmt lögreglusátt sem hann gekk frá á föstudaginn. Hann tekur ekki sæti sitt í bæjarstjórninni í Árborg fyrr en árið er liðið. Sem kunnugt er ók Eyþór ölvaður á ljósastaur við Kleppsveg fyrir rúmlega hálfum mánuði. Hann hefur þegar skilað inn ökuskírteininu og greitt sektina.

Að sögn Ingimundar Sigmundssonar, formanns yfirkjörstjórnar í Árborg var töluvert um yfirstrikanir á kjörseðlum kjósenda en þó ekki svo að það breyti einhverju um niðurstöður kosninganna. Hann vildi ekki gefa upp að svo stöddu hve mikið talsvert er og ekki heldur yfir nafn hvaða frambjóðenda oftast var strikað. Yfirkjörstjórnin mun funda á morgun með oddvitum flokkanna sem í framboði þar sem farið verður yfir yfirstrikanirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×