Innlent

Hinn ófullkomni glæpur

Hér hefði auðvitað þurft að vera mynd frá gleðskapnum... Þessi sumarbústaður tengist fréttinni ekki.
Hér hefði auðvitað þurft að vera mynd frá gleðskapnum... Þessi sumarbústaður tengist fréttinni ekki.

Hópur fólks braust inn í sumarbústað í Grímsnesinu um helgina til þess að halda þar partí. Fólkið hafði ekkert á brott með sér en skildi eftir sig bjórdósir - og myndavél með myndum af fólkinu í gleðskapnum. Með svo þægileg sönnunargögn í höndunum var lögreglan á Selfossi ekki lengi að hafa uppi á sökudólgunum.

Einnig var brotist inn í tvo aðra bústaði í Grímsnesinu og einn við Úlfljótsvatn en ekki er vitað um hvort sama fólk var þar að verki, þar sem engar myndavélar fylgdu þeim innbrotum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×