Innlent

Reyndi að stinga lögregluna af

Sæbraut og Skúlagata séð til norðurs.
Sæbraut og Skúlagata séð til norðurs. Mynd/GVA

Ungur ökumaður bifhjóls, sem reyndi að stinga lögregluna af í Reykjavík í gærkvöldi, slapp ómeiddur þótt hann hafi tvisvar fallið af hjólinu á flóttanum. Þegar lögreglumenn reyndu að hafa tal af honum í miðborginni gaf hann í austur Sæbraut, þar sem hann féll á gatnamótunum við Snorrabraut. Eftir að hafa staðið upp þar féll hann aftur á Sundlaugavegi og tók þá til fótanna, enda hjólið orðið laskað, en lögreglumenn fundu hann skömmu síðar og reyndist hann ekki hafa réttindi til að aka hjólinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×