Heitt í kolunum á þingi í dag 30. maí 2006 17:51 Heitt var í kolunum við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkana um pólitísk hrossakaup á bæði Alþingi og í borginni, til að koma mjög umdeildum málum í gegn á sumarþingi. Formaður Frjálslyndaflokksins sagði ráðherraræðið algjört á þingi og spáir þingfundum fram í júlí. Þing kom saman á ný í dag eftir nokkurra vikna hlé vegna sveitarstjórnarkosninganna. Við upphaf fundar lét Jónína Bjartmarz, forseti þingsins, þá ósk í ljós að þingstörfin gengju vel fyrir sig. Henni varð ekki að ósk sinni því fyrsti ræðumaður, Margrét Frímannsdóttir, Samfylkingunni, vakti athygli á fundi iðnaðarnefndar í gær. Þar sagði hún frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa verið tekið út úr nefndinni með flýti þrátt fyrir að fjölmargar athugasemdir hefðu verið gerðar við það. Sjálfur varaformaður iðnaðarnefndar, Einar Oddur Kristjánsson, hefði ekki treyst sér að styðja það en sagt í fjölmiðlum að ef það yrði ekki samþykkt væru öll mál ríkisstjórnarinnar í uppnámi. Margrét benti á að 108 mál á vegum ríkisstjórnarinnar lægju fyrir þinginu. Víðtæk samstaða væri um flest þeirra en þau hefðu verið upp í loft vegna þess að traustið innan ríkisstjórnarinnar væri ekki meira, ekki vegna þess að stjórnarandstaðan hefði sett það fyrir sig. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, sagði þjóðina verða vitni að ótrúlegustu hrossakaupum stjórnarflokkanna sem sögur hefðu farið af. Ríkisstjórnin neitaði að ræða alvarlega stöðu efnahagsmála og vaxandi fátækt. Það væru gælumál iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra sem yrðu að fara í gegnum þingið. Þetta væru ótrúleg hrossakaup og þessum vinnubrögðum hlytu menn að mótmæla.Birkir Jónsson, formaður iðnaðarnefndar, sagði hins vegar frumvarpið um Nýsköpunarmiðstöð hafa verið rætt vel og engar stórvægilegar breytngar hefðu verið gerðar á því. Boðist hefði verið til að fara yfir málið með stjórnarandstöðunni en hún hafnað því. Minnihlutinn í nefndinni hefði ekki óskað eftir því að fulltrúar iðnaðarráðuneytisins kæmu á fund nefndarinnar til þess að fara yfir málið vegna þess að stjórnarandstaðan hefði einsett sér að stöðva það.Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði málið sýna að ráðherraræðið væri algjört á þingi. Það væri ekki mikið verklag á þingi á þessum sumardögum sem í hönd færu og næsta víst að þing sæti inn í júlímánuð með því lagi sem upp væri sett. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Heitt var í kolunum við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkana um pólitísk hrossakaup á bæði Alþingi og í borginni, til að koma mjög umdeildum málum í gegn á sumarþingi. Formaður Frjálslyndaflokksins sagði ráðherraræðið algjört á þingi og spáir þingfundum fram í júlí. Þing kom saman á ný í dag eftir nokkurra vikna hlé vegna sveitarstjórnarkosninganna. Við upphaf fundar lét Jónína Bjartmarz, forseti þingsins, þá ósk í ljós að þingstörfin gengju vel fyrir sig. Henni varð ekki að ósk sinni því fyrsti ræðumaður, Margrét Frímannsdóttir, Samfylkingunni, vakti athygli á fundi iðnaðarnefndar í gær. Þar sagði hún frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa verið tekið út úr nefndinni með flýti þrátt fyrir að fjölmargar athugasemdir hefðu verið gerðar við það. Sjálfur varaformaður iðnaðarnefndar, Einar Oddur Kristjánsson, hefði ekki treyst sér að styðja það en sagt í fjölmiðlum að ef það yrði ekki samþykkt væru öll mál ríkisstjórnarinnar í uppnámi. Margrét benti á að 108 mál á vegum ríkisstjórnarinnar lægju fyrir þinginu. Víðtæk samstaða væri um flest þeirra en þau hefðu verið upp í loft vegna þess að traustið innan ríkisstjórnarinnar væri ekki meira, ekki vegna þess að stjórnarandstaðan hefði sett það fyrir sig. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, sagði þjóðina verða vitni að ótrúlegustu hrossakaupum stjórnarflokkanna sem sögur hefðu farið af. Ríkisstjórnin neitaði að ræða alvarlega stöðu efnahagsmála og vaxandi fátækt. Það væru gælumál iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra sem yrðu að fara í gegnum þingið. Þetta væru ótrúleg hrossakaup og þessum vinnubrögðum hlytu menn að mótmæla.Birkir Jónsson, formaður iðnaðarnefndar, sagði hins vegar frumvarpið um Nýsköpunarmiðstöð hafa verið rætt vel og engar stórvægilegar breytngar hefðu verið gerðar á því. Boðist hefði verið til að fara yfir málið með stjórnarandstöðunni en hún hafnað því. Minnihlutinn í nefndinni hefði ekki óskað eftir því að fulltrúar iðnaðarráðuneytisins kæmu á fund nefndarinnar til þess að fara yfir málið vegna þess að stjórnarandstaðan hefði einsett sér að stöðva það.Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði málið sýna að ráðherraræðið væri algjört á þingi. Það væri ekki mikið verklag á þingi á þessum sumardögum sem í hönd færu og næsta víst að þing sæti inn í júlímánuð með því lagi sem upp væri sett.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira