Heitt í kolunum á þingi í dag 30. maí 2006 17:51 Heitt var í kolunum við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkana um pólitísk hrossakaup á bæði Alþingi og í borginni, til að koma mjög umdeildum málum í gegn á sumarþingi. Formaður Frjálslyndaflokksins sagði ráðherraræðið algjört á þingi og spáir þingfundum fram í júlí. Þing kom saman á ný í dag eftir nokkurra vikna hlé vegna sveitarstjórnarkosninganna. Við upphaf fundar lét Jónína Bjartmarz, forseti þingsins, þá ósk í ljós að þingstörfin gengju vel fyrir sig. Henni varð ekki að ósk sinni því fyrsti ræðumaður, Margrét Frímannsdóttir, Samfylkingunni, vakti athygli á fundi iðnaðarnefndar í gær. Þar sagði hún frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa verið tekið út úr nefndinni með flýti þrátt fyrir að fjölmargar athugasemdir hefðu verið gerðar við það. Sjálfur varaformaður iðnaðarnefndar, Einar Oddur Kristjánsson, hefði ekki treyst sér að styðja það en sagt í fjölmiðlum að ef það yrði ekki samþykkt væru öll mál ríkisstjórnarinnar í uppnámi. Margrét benti á að 108 mál á vegum ríkisstjórnarinnar lægju fyrir þinginu. Víðtæk samstaða væri um flest þeirra en þau hefðu verið upp í loft vegna þess að traustið innan ríkisstjórnarinnar væri ekki meira, ekki vegna þess að stjórnarandstaðan hefði sett það fyrir sig. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, sagði þjóðina verða vitni að ótrúlegustu hrossakaupum stjórnarflokkanna sem sögur hefðu farið af. Ríkisstjórnin neitaði að ræða alvarlega stöðu efnahagsmála og vaxandi fátækt. Það væru gælumál iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra sem yrðu að fara í gegnum þingið. Þetta væru ótrúleg hrossakaup og þessum vinnubrögðum hlytu menn að mótmæla.Birkir Jónsson, formaður iðnaðarnefndar, sagði hins vegar frumvarpið um Nýsköpunarmiðstöð hafa verið rætt vel og engar stórvægilegar breytngar hefðu verið gerðar á því. Boðist hefði verið til að fara yfir málið með stjórnarandstöðunni en hún hafnað því. Minnihlutinn í nefndinni hefði ekki óskað eftir því að fulltrúar iðnaðarráðuneytisins kæmu á fund nefndarinnar til þess að fara yfir málið vegna þess að stjórnarandstaðan hefði einsett sér að stöðva það.Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði málið sýna að ráðherraræðið væri algjört á þingi. Það væri ekki mikið verklag á þingi á þessum sumardögum sem í hönd færu og næsta víst að þing sæti inn í júlímánuð með því lagi sem upp væri sett. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Heitt var í kolunum við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkana um pólitísk hrossakaup á bæði Alþingi og í borginni, til að koma mjög umdeildum málum í gegn á sumarþingi. Formaður Frjálslyndaflokksins sagði ráðherraræðið algjört á þingi og spáir þingfundum fram í júlí. Þing kom saman á ný í dag eftir nokkurra vikna hlé vegna sveitarstjórnarkosninganna. Við upphaf fundar lét Jónína Bjartmarz, forseti þingsins, þá ósk í ljós að þingstörfin gengju vel fyrir sig. Henni varð ekki að ósk sinni því fyrsti ræðumaður, Margrét Frímannsdóttir, Samfylkingunni, vakti athygli á fundi iðnaðarnefndar í gær. Þar sagði hún frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa verið tekið út úr nefndinni með flýti þrátt fyrir að fjölmargar athugasemdir hefðu verið gerðar við það. Sjálfur varaformaður iðnaðarnefndar, Einar Oddur Kristjánsson, hefði ekki treyst sér að styðja það en sagt í fjölmiðlum að ef það yrði ekki samþykkt væru öll mál ríkisstjórnarinnar í uppnámi. Margrét benti á að 108 mál á vegum ríkisstjórnarinnar lægju fyrir þinginu. Víðtæk samstaða væri um flest þeirra en þau hefðu verið upp í loft vegna þess að traustið innan ríkisstjórnarinnar væri ekki meira, ekki vegna þess að stjórnarandstaðan hefði sett það fyrir sig. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, sagði þjóðina verða vitni að ótrúlegustu hrossakaupum stjórnarflokkanna sem sögur hefðu farið af. Ríkisstjórnin neitaði að ræða alvarlega stöðu efnahagsmála og vaxandi fátækt. Það væru gælumál iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra sem yrðu að fara í gegnum þingið. Þetta væru ótrúleg hrossakaup og þessum vinnubrögðum hlytu menn að mótmæla.Birkir Jónsson, formaður iðnaðarnefndar, sagði hins vegar frumvarpið um Nýsköpunarmiðstöð hafa verið rætt vel og engar stórvægilegar breytngar hefðu verið gerðar á því. Boðist hefði verið til að fara yfir málið með stjórnarandstöðunni en hún hafnað því. Minnihlutinn í nefndinni hefði ekki óskað eftir því að fulltrúar iðnaðarráðuneytisins kæmu á fund nefndarinnar til þess að fara yfir málið vegna þess að stjórnarandstaðan hefði einsett sér að stöðva það.Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði málið sýna að ráðherraræðið væri algjört á þingi. Það væri ekki mikið verklag á þingi á þessum sumardögum sem í hönd færu og næsta víst að þing sæti inn í júlímánuð með því lagi sem upp væri sett.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira