Innlent

Ekki samið um neitt fyrir kosningarnar

Halldór Ásgrímsson
Halldór Ásgrímsson MYND/GVA

Forystumenn stjórnarflokkanna segja ekkert hæft í samsæriskenningum um að búið hafi verið að semja um stuðning Sjálfstæðismanna við frumvarp iðnaðarráðherra um Nýsköpunarmiðstöð Íslands, áður en flokkarnir mynduðu meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, segir ekki hafa verið samið neitt um myndun nýs meirihluta milli flokkanna í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Bæði Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segja slíkar hugmyndir út í hött og ekkert til í þeim. Þeir eu báðir hæstánægðir með nýja meirihlutann og telja að sínir menn eigi eftir að standa sig vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×