Bilun í stjórnbúnaði ljósabekks olli bruna 29. maí 2006 17:15 Nú er ljóst að eldurinn sem kom upp í Akureyrinni úti fyrir Látrabjargi á laugardag kviknaði vegna bilunar í stjórnbúnaði ljósabekks sem staðsettur var í frístundarými skipsins. Tveir menn létust í brunanum. Það var þriðja tímanum á laugardag sem sent var út neyðarkall frá Akureyrinni EA-110 þar sem hún var stödd um 75 sjómílur norðvestur af Látrabjargi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á staðinn með slökkviliðsmenn um borð en þegar komið var að skipinu hafði skipverjum tekist að slökkva eldinn. Þykja þeir hafa unnið þrekvirki með því. Skipið kom til hafnar í Hafnarfirði í gærmorgun og hófu lögreglumenn úr Hafnarfirði og Reykjavík ásamt rannsóknarnefnd sjóslysa strax rannsókn á brunanum. Sú rannsókn hefur nú leitt í ljós að eldsupptök voru út frá rafnmagni í stjórnborði ljósabekks sem var að finna í frístundarými skipverja. Að sögn Jóns Ingólfssonar, framkvæmdastjóra Rannsóknarnefndar sjóslysa, var enginn í ljósabekknum þegar eldurinn kom upp og heldur ekki í rýminu þar sem hann er. Hins vegar voru tveir menn í káetum við hliðina á rýminu þar sem ljósabekkurinn var. Vegna mikils hita bráðnuðu plasthúðaðar plötur í ljósabekkjarrýminu og við það mynduðust eiturgufur sem talið er að hafi dregið mennina tvo til dauða. Rannsókn hefur einnig leitt í ljós að mikill hiti og reykur var í vistarverum áhafnarinnar og eldhúsi vegna eldsins og því þykir það mikið afrek að skipverjum á Akureyrinni hafi tekist að slökkva hann. Að sögn Jóns er rannsókn málsins þó ekki lokið með þessu því það þarf meðal annars að kanna af hvaða tegund ljósabekkurinn var, en hann bráðnaði algjörlega í brunanum. Óvíst er hvenær þeirri rannsókn lýkur. Sem fyrr segir létust tveir menn í brunanum í Akureyrinni og hafa ættingjar þeirra mælst til þess að ekki verði greint frá nöfnum þeirra í fjölmiðlum. Fréttir Innlent Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Nú er ljóst að eldurinn sem kom upp í Akureyrinni úti fyrir Látrabjargi á laugardag kviknaði vegna bilunar í stjórnbúnaði ljósabekks sem staðsettur var í frístundarými skipsins. Tveir menn létust í brunanum. Það var þriðja tímanum á laugardag sem sent var út neyðarkall frá Akureyrinni EA-110 þar sem hún var stödd um 75 sjómílur norðvestur af Látrabjargi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á staðinn með slökkviliðsmenn um borð en þegar komið var að skipinu hafði skipverjum tekist að slökkva eldinn. Þykja þeir hafa unnið þrekvirki með því. Skipið kom til hafnar í Hafnarfirði í gærmorgun og hófu lögreglumenn úr Hafnarfirði og Reykjavík ásamt rannsóknarnefnd sjóslysa strax rannsókn á brunanum. Sú rannsókn hefur nú leitt í ljós að eldsupptök voru út frá rafnmagni í stjórnborði ljósabekks sem var að finna í frístundarými skipverja. Að sögn Jóns Ingólfssonar, framkvæmdastjóra Rannsóknarnefndar sjóslysa, var enginn í ljósabekknum þegar eldurinn kom upp og heldur ekki í rýminu þar sem hann er. Hins vegar voru tveir menn í káetum við hliðina á rýminu þar sem ljósabekkurinn var. Vegna mikils hita bráðnuðu plasthúðaðar plötur í ljósabekkjarrýminu og við það mynduðust eiturgufur sem talið er að hafi dregið mennina tvo til dauða. Rannsókn hefur einnig leitt í ljós að mikill hiti og reykur var í vistarverum áhafnarinnar og eldhúsi vegna eldsins og því þykir það mikið afrek að skipverjum á Akureyrinni hafi tekist að slökkva hann. Að sögn Jóns er rannsókn málsins þó ekki lokið með þessu því það þarf meðal annars að kanna af hvaða tegund ljósabekkurinn var, en hann bráðnaði algjörlega í brunanum. Óvíst er hvenær þeirri rannsókn lýkur. Sem fyrr segir létust tveir menn í brunanum í Akureyrinni og hafa ættingjar þeirra mælst til þess að ekki verði greint frá nöfnum þeirra í fjölmiðlum.
Fréttir Innlent Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira