Innlent

Vinstri grænir í Kópavogi harma ákvörðun Framsóknarmanna

Vinstri græn í Kópavogi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma þá ákvörðun Framsóknarmanna í Kópavogi að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Kópavogs. Segja Vinstri grænir framsóknarflokkinn þar með kasta frá sér sögulegu tækifæri til að losna úr viðjum þess meirihluta sem er á góðri leið með að þurrka Framsóknarflokkinn út, ekki bara í Kópavogi heldur víðast hvar á landinu.

Yfirlýsing Vinstri grænna í Kópavogi í heild sinni:

Vinstri græn í Kópavogi vilja þakka bæjarbúum það traust sem þeir hafa sýnt VG með stuðningi í kosningunum 27. maí. VG munu ekki bregðast því trausti.

VG harma jafnframt þá ákvörðun Ómars Stefánssonar, oddvita Framsóknarmanna í Kópavogi að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Kópavogs. Framsóknarflokkurinn kastar þar með frá sér sögulegu tækifæri sem hann hefur að losna úr viðjum þess meirihluta sem er á góðri leið með að þurrka Framsóknarflokkinn út, ekki bara í Kópavogi heldur víðast hvar á landinu. Það eru kaldar kveðjur til bæjarbúa, sem sögðu Framsóknarflokknum með afgerandi hætti í kosningunum að meirihlutasamstarf Framsóknar með Sjálfstæðisflokknum væri þeim ekki að skapi. VG heita því að veita væntanlegum meirihluta kröftugt aðhald, og halda áfram að berjast fyrir þeim áherslum félagshyggju, jafnréttis og umhverfis sem flokkurinn setti fram í aðdraganda kosninganna.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×