Innlent

Búið að bjarga slösuðum frá Hvannadalshnjúki

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur náð að bjarga þremur mönnum sem slösuðust í snjóflóði á leiðinni upp á Hvannadalshnjúk. Mennirnir eru komnir til Hafnar og verða fluttir þaðan með flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SÝN, til Reykjavíkur. Einn mannanna er ökklabrotinn og annar með snúinn ökkla og hugsanlega skaddað liðband.

Alls lentu fimm manns í flóðinu en aðeins þrír slösuðust svo þeir voru ógöngufærir. Mennirnir náðu að halda höfðinu upp úr flóðinu og gátu látið vita af sér í gegnum talstöð og verið í sambandi við björgunarmenn.

Þyrlan mun fara aftur upp að Hvannadalshnjúki á eftir til að sækja hina tvo af mönnunum sem lentu í flóðinu, auk björgunarmanna sem höfðu ýmist stokkið í fallhlíf niður á jökulinn eða sigið niður úr þyrlunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×