Innlent

Ökumaður slapp með skrekkinn

Þau undur gerðust í Njarðvík í gærkvöldi að vél í nýlegum jepplingi hreinlega sprakk í miðjum akstri, og eldur kviknaði í vélarhúsinu. Vegfarandi gat haldið eldinum í skefjum þar til slökkviliðið kom á vettvang og slökkti hann. Kom þá í ljós að sjálf blokkin í vélinni var sprunginn og ýmislegt innvols úr vélinni lá í götunni auk þess sem olía og kælilvökvi láku úr vélinnin þannig að slökkviliðsmenn þurftu að hreinsa vettvanginn. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en orsakir þessa eru ókunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×