Innlent

Innbrotsþjófar gleymdu myndavélinni

Lögreglan á Selfossi leitar nú nokkurra innbrotsþjófa sem brutust inn í sumarbústað i Grímsnesi um helgina og virðast hafa slegið upp teiti á staðnum. Góður gleðskapur er gjarnan festur á filmu og gerður þjófarnir enga undantekningu á því. Það varð þeim hinsvegar að falli, því þeir gleymdu myndavélinni á vettvangi og telur lögreglan sig þegar þekkja einn þeirra af myndum úr teitinu, og ætlar að hafa tal af honum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×