Innlent

Karlar til ábyrgðar á laggirnar

Félagsmálaráðherra skrifaði í morgun undir samning um verkefnið Karlar til ábyrgðar. Verkefnið er sérhæft meðferðarúrræði fyrir karlmenn sem beita ofbeldi á heimilum. Sálfræðingar munu annast meðferðarstarfið en áhersla er lögð á að mennirnir vilji sjálfir leita sér hjálpar.

Talið er að árlega séu um 1100 konur beittar ofbeldi af maka sínum eða fyrrverandi maka. Hingað til hefur ekki verið til meðferðarúrræði fyrir karlmenn sem vilja fá hjálp til að hætta heimilisofbeldi. Meðferðin byggist á einstaklingsviðtölum og getur tekið allt frá sex mánuðum upp í tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×