Innlent

Bændur óhressir með tryggingar

MYND/Vilhelm

Bændur eru óhressir með svonefndar rekstrarstöðvunartryggingar, sem Sjóvá býður þeim upp á, án þess að eftir því hafi verið leitað. Sérstaklega telja bændur það til vansa að Sjóvá skuli senda greiðsluseðla án útskýringa og í mörgum tilvikum beint til greiðsluþjónustu viðskiptabanka bændanna. Frá þessu er greint á vefsíðu Landssambands kúabænda. Þar er bent á að tjón, sem þessi trygging á að ná til, eru hvort sem er að hluta bótaskyld úr Bjargráðasjóði sem bændur hafa greitt í svo áratugum skiptir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×