Innlent

Skrifað undir samkomulag um aðgerðaáætlun

Skrifað var undir samkomulag um nýja aðgerðaáætlun í björgunarmálum á Langjökli í dag. Það gerðu björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórarnir í Árnes-, Bogarfjarðar- og Mýrar- og Húnavatnssýslu en jökullinn er í umdæmi þeirra allra. Með samkomulaginu á að gera leit og björgunarstörf á jöklinum markvissara meðal annars með því að skilgreina hvaða embætti stjórni hvaða svæði á jöklinum og að heildaraðgerðum verði stjórnað úr samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Þetta er í fyrsta sinn sem aðgerðaáætlun sem þessi er gerð fyrir hálendið. Til stóð að skrifa undir samkomulagið utan dyra í Þjófakrókum við rætur Langjökuls en vegna veðurs þurftu menn að færa sig inn í skálann Jaka.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×