Fleiri fréttir

Loðnuskipin að slá botninn í vertíðina

Þau fáu loðnuskip sem enn eru að veiðum á þessari óvenju rýru vertíð eru um það bil að slá botninn í hana þar sem aðeins mátti veiða um 170 þúsund tonn.

Nafn hins látna

Maðurinn sem lést í slysinu á Hofsjökli í gær, hét Tómas Ýmir Óskarsson. Hann var 21 árs, til heimilis að Keilusíðu 6-H á Akureyri. Tómas Ýmir var barnlaus, en lætur eftir sig unnustu.

Björgunarmenn í lífshættu á Hofsjökli

Tugir manna tóku þátt í björgunaraðgerðunum á Hofsjökli í gærkvöld, við afar erfiðar og lífshættulegar aðstæður. Um þrjú hundruð björgunarsveitamenn voru kallaðir til vegna slyssins, auk lögreglu, slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Björgunarmenn voru í lífshættu allan tímann, enda margar sprungur á svæðinu og að þeirra sögn brotnaði stundum undan fótum manna og þeir horfðu ofan í hyldýpið.

Fjölmenningarsamfélagið Ísland

Þótt Ísland sé ekki fjölmennt samfélag gerist það æ fjölmenningarlegra. Alþjóðahúsið fagnaði fjölmenningunni með því að halda svokallaða þjóðahátíð í gamla Blómavalshúsinu í dag. Yfir 300 manns af meira en 40 þjóðernum undirbjuggu hátíðina og gestum gafst kostur á að smakka yfir 50 mismunandi þjóðarrétti og spjalla við fólk á næstum fjörutíu tungumálum.

Friðarsúlan gæti orðið 30 metra há

Friðarsúla Yoko Ono, sem til stendur að rísi í Viðey, gæti orðið allt að þrjátíu metra há. Hún gæti því orðið tákn landsins í augum útlendinga eins og frelsisstyttan í New York eða Eiffelturninn í París. Kostnaðurinn við verklegu framkvæmdina gæti orðið allt að 30 milljónir króna og mun Reykjavíkurborg standa straum af honum.

Berst fyrir samveru afa síns og ömmu

Aðeins rúmum helmingi af fé úr framkvæmdasjóði aldraðra er varið til uppbyggingar hjúkrunarheimila. Barnabarn eldri hjóna berst fyrir því að afi þess og amma fái að eyða elliárunum saman en svo virðist sem 200 manna biðlisti komi í veg fyrir það.

Maðurinn sem lést

Maðurinn sem lést þegar bíll sem hann var í féll niður í sprungu á Hofsjökli hét Tómas Ýmir Óskarsson. Hann bjó að Keilusíðu á Akureyri, var 21 árs að aldri og lætur eftir sig unnustu.

Stútur velti bíl

Tveir menn sluppu með smávægileg meiðsli þegar bíll þeirra valt við Hafnarskóg, rétt sunnan af Borgarnesi, í dag. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi verið ölvaður undir stýri.

Fjölmenningarkarníval í Laugalækjarskóla

Börnum og fullorðnum var boðið á karníval fjölmenningar í dag þegar heimsdagur barna var haldinn í annað sinn. Gestir gátu hvort tveggja horft á sýningar á sviði og tekið þátt í listsmiðjum og öðrum viðburðum.

Opnaði nýtt sendiráð á Indlandi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnaði í dag nýtt sendiráð Íslands á Indlandi. Hún er þar í opinberri heimsókn sem staðgengill Geirs H. Haarde utanríkisráðherra.

Þrír undir eftirlit eftir tvö slys

Maðurinn sem slasaðist alvarlega þegar jeppi sem hann var í fór niður í sprungu á Hofsjökli í gær er enn á gjörgæslu og undir eftirliti lækna. Hann er með meðvitund en töluvert slasaður.

Tekinn með hass og amfetamín

Þrítugur maður var handtekinn í Hafnarfirði eftir að um 40 grömm af fíkniefnum fundust á honum við umferðareftirlit lögreglunnar þar í bæ. Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina og var fenginn dómsúrskurður til húsleitar en hann neitaði lögreglu um að leita bæði í bíl og á heimili sínu.

Björgunarstarf hefði vart getað gengið betur

Aðstæður á slysstað á Hofsjökli voru mjög erfiðar. Björgunarstarf gekk þó eins vel og mögulegt var miðað við aðstæður, segir Ari Jóhannes Hauksson sem stjórnaði aðgerðum við sprunguna þar sem jeppinn fór niður.

Tveir slösuðust þegar jeppi valt

Tveir menn slösuðust þegar jeppi þeirra valt við Hrafntinnusker síðustu nótt. Meiðsl mannanna voru þó ekki meiri en svo að þeir komu sér sjálfir í skála í grenndinni og báðu um hjálp.

Víkur úr skotlínunni

Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segist ekki hafa séð aðra leið út úr deilum sem hafa umlukið skólann en að hætta störfum. Hún vonar að þá komist menn að því hver hin raunverulega meinsemd sé.

Mikil fjölgun Sjálfstæðismanna í Grindavík

Sjálfstæðismönnum í Grindavík fjölgaði gríðarlega í tengslum við prófkjör flokksins sem haldið var í gær, um heil um 179 prósent. 156 tóku þátt í prófkjörinu, þar af voru um eitt hundrað nýir sjálfstæðismenn.

Sigurður Pétursson leiðir Í-lista

Sigurður Pétursson, sagnfræðingur og kennari við Menntaskólann á Ísafirði, sigraði í prófkjöri prófkjöri Í-listans í Ísafjarðarbæ sem fram fór í gær. Hlaut hann 192 atkvæði í 1. sæti og alls 294 atkvæði.

Annar maðurinn lést en hinn slasaðist alvarlega

Annar mannanna tveggja sem voru í jeppa sem féll niður í sprungu á Hofsjökli í gær var látinn þegar björgunarmenn komu að. Hinn maðurinn er alvarlega slasaður og liggur á gjörgæslu.

Annar mannanna látinn

Björgunarmenn hafa náð mönnunum tveimur sem óku á jeppa niður í jökulsprungu á Höfsjökli upp úr sprungunni. Búið var að ná mönnunum upp um klukkan 23:50 og voru þeir fluttir með þyrlum varnaliðsins á Landspítalann við Fossvog. Annar er töluvert slasaður en hinn er látinn.

Vilja álver en síður virkjanir

Norðlendingar vilja fá álver í sinn landshluta en þeir eru lítt spenntir fyrir að virkjunin sem sér álverinu fyrir orku verði á sömu slóðum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallups fyrir iðnaðarráðuneytið.

Páfagaukur sem vill ekki koma heim

Þrjú hundruð þúsund króna páfagaukur frá Afríku gefur bæði móður Náttúru og slökkviliðinu í Reykjavík langt nef. Hann hagar sér eins og ótíndur götustrákur, sefur úti um nætur og neitar að koma heim. Gauksi vék sér naumlega undan fimum hrömmum slökkviliðsmanna, sem reyndu að ná honum niður úr tré við Langholtsveginn í dag.

Trúnaðarbrestur á milli kennara og forystunnar?

Um 200 kennarar úr tólf framhaldsskólum mótmæltu í dag styttingu náms til stúdentsprófs og samkomulagi kennaraforystunnar við menntamálaráðherra. Kennararnir sendu frá sér tvær harðorðar ályktanir, -þar sem þeir segja meðal annars, forystu Kennarasambandsins rangtúlka vilja félagsmanna sinna gróflega.

Fá ekki að eyða saman síðustu æviárunum

Eldri hjón í Hveragerði geta ekki eytt síðustu æviárunum saman þar sem annað þeirra er hressara en hitt. Þau hafa ekki verið jafnlengi aðskilin í þau sextíu ár sem þau hafa verið saman.

Jeppi féll í sprungu

Jeppi féll niður í djúpa sprungu á Hásteinum á austanverðum Hofsjökli nú síðdegis. Tveir karlmenn eru í bílnum en ekki hafði náðst samband við þá fyrir fáeinum mínútum. Þyrlur frá Varnarliðinu og danska varðskipinu Triton voru sendar á slysstað og lentu þar rétt um klukkan sex.

Segir ráðuneytið standa ráðþrota

Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurskipun í embætti rektors en skipunartími hennar rennur út að loknu þessu skólaári.

Friðarverðlaun og friðarsúla í Viðey

Yoko Ono vill stofna alþjóðleg friðarverðlaun sem verða afhent á Íslandi. Þetta sagði hún á blaðamannafundi fyrir skemmstu. Þar lýsti hún því einnig hvernig hún sæi fyrir sér friðarsúlu sem hún vill koma upp í Viðey.

Háskóli Íslands meðal hundrað bestu

Háskóli Íslands á að verða einn af hundrað fremstu háskólum í heimi, sagði Kristín Ingólfsdóttir rektor við útskrift í háskólanum í dag.

Listi yfir fanga í Gantanamo skal afhentur

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur fyrirskipað varnarmálaráðuneytinu þar í landi að afhenda AP-fréttastofunni lista yfir þá tæplega 500 fanga sem eru í haldi Bandaríkjamanna í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu. Fjölmargir þeirra hafa mátt dúsa þar í fjögur ár og hafa verið í haldi án ákæru.

Forseti Úganda endurkjörinn

Yoweri Museveni forseti Úganda var endurkjörinn með talsverðum meirihluta atkvæða í kosningum sem fram fóru á fimmtudag. Þetta var tilkynnt nú rétt áðan. Museveni fékk um 60% atkvæða en helsti keppinautur hans 36%.

Sjö skólar kynna námsframboð sitt

Fjöldi verðandi háskólanema hefur lagt leið sína í Borgarleikhúsið í dag þar sem sjö háskólar kynna nú starfsemi sína. Nemendur geta valið á milli níutíu og níu námsgreina.

Vigdís Finnbogadóttir merkasti núlifandi Íslendingurinn

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er merkasti núlifandi Íslendingurinn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hún hlaut 29% tilnefninga en næstur kom Davíð Oddsson, Seðlabankastjóri og fyrrum forsætisráðherra, með 13%.

Prófkjör Í-listans í dag

Tólf eru í framboði í prófkjöri Í-listans, sameiginlegs framboðs Frjálslynda flokksins, Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Ísafirði sem fram fer í dag.

Svartsýnn á árangur

Formaður Landssambands slökkviliðsmanna var svartsýnn á árangur samningaviðræðna sem hófust í Karphúsinu í morgun. Hann segir að líklega verði greidd atkvæði um verkfallsheimild í næstu viku.

Leikskóli og skóladagvist dýrust í Garðabæ

Garðabær er dýrasta sveitarfélag landsins þegar kemur að því að fá leikskólavist og skóladagvist fyrir börn samkvæmt nýrri könnun ASÍ. Skiptir þá engu hvort um er að ræða hjón eða einstætt foreldri.

Frú Vigdís merkasti Íslendingurinn

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er merkasti núlifandi Íslendingurinn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hún hlaut tuttugu og níu prósent tilnefninga en næstur kom Davíð Oddsson, Seðlabankastjóri og fyrrum forsætisráðherra, með þrettán prósent.

Tólf í prófkjöri í Grindavík

Sjálfstæðismenn í Grindavík velja sér í dag frambjóðendur í efstu sæti framboðslista síns fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Tólf gefa kost á sér í prófkjöri sem hófst klukkan tíu og stendur til klukkan sex.

Tólf vilja sæti á Í-lista

Tólf eru í framboði í prófkjöri Í-listans, sameiginlegs framboðs Frjálslynda flokksins, Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Ísafirði sem fram fer í dag.

Víðast góð færð

Góð færð er víðast hvar um landið en þó eru hálkublettir á nokkrum stöðum. Vegfarendur sem eiga leið um Hellisheiði, Þrengsli og Vatnaleið ættu að vara sig á hálkublettum og sömu sögu er að segja á Hrafnseyrarheiði, í Vatnsskarði, á Öxnadalsheiði og í Víkurskarði og Oddskarði.

Sóknarfæri í hestaútflutningi

Landbúnaðarráðherra segir mikil sóknarfæri opnast í hestaútflutningi með undirritun samnings við Evrópusambandið um niðurfellingu tolla. Að auki verða felldir niður tollar á hreindýrakjöti, tómötum, agúrkum og frosnu grænmeti svo eitthvað sé nefnt.

Óásættanleg framkoma við aldraða

Um fimmtíu pör fá ekki að eiga síðustu ævidagana saman af því þau fá ekki inni á sömu stofnun. Þetta er óásættanleg framkoma við eldri kynslóðina segir forseti Íslands.

Mikil stemming hjá eldri borgurum

Það var þétt setinn bekkurinn í Gerðubergi í dag þegar menningarhátíð eldri borgara var sett. Í salnum voru fleiri en eldri borgarar enda hefur verið unnið að því hörðum höndum í Breiðholtinu að brúa kynslóðabilið.

Kaffið sötrið í kolniðamyrkri

Gestir kaffihúss eins í miðbænum helltu í dag niður meira kaffi en almennt gerist og áttu í vandræðum með að finna góðgætið sem hafði verið borið á borð fyrir þá. Allt átti þetta sér þó eðlilegar skýringar eins.

Sjá næstu 50 fréttir