Innlent

Sóknarfæri í hestaútflutningi

Hestamaður með hesta tvo í Rauðavatni.
Hestamaður með hesta tvo í Rauðavatni. MYND/Vilhelm

Landbúnaðarráðherra segir mikil sóknarfæri opnast í hestaútflutningi með undirritun samnings við Evrópusambandið um niðurfellingu tolla. Að auki verða felldir niður tollar á hreindýrakjöti, tómötum, agúrkum og frosnu grænmeti svo eitthvað sé nefnt.

Íslensk stjórnvöld hafa samið við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um tollalaus viðskipti með ýmsar landbúnaðarafurðir. Tollar verða felldir niður af hestum, hreindýrakjötisskrokkum, tómötum, agúrkum, frosnu grænmeti og ávaxtasafa auk þess sem hér eftir verður hægt að flytja jólatré inn án þess að greiða af þeim tolla. Einnig var samið um tollakvóta á rjúpur, pylsur, kartöflur og osta.

Mest verða áhrifin þó á útflutning íslenskra hesta. "Ræktendur og seljendur hestsins hefur um langa tíð dreymt þessa niðurstöðu," segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. "Nú er hún í höfn og tækifærin framundan.

Skýrsla Samkeppniseftirlitsins um matvælaverð varð tilefni mikillar umræðu um ofurtolla á landbúnaðarafurðir fyrir nokkru. Það liggur því beint við að spyrja hvort ekki hafi komið til greina að fella fleiri vöruflokka undir samkomulagið. "Sjálfsagt er það nú svo þegar viðræður eru að það er nefnt af beggja hálfu, en þetta var niðurstaðan," segir landbúnaðarráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×