Innlent

Páfagaukur sem vill ekki koma heim

Þrjú hundruð þúsund króna páfagaukur frá Afríku gefur bæði móður Náttúru og slökkviliðinu í Reykjavík langt nef. Hann hagar sér eins og ótíndur götustrákur, sefur úti um nætur og neitar að koma heim. Gauksi vék sér naumlega undan fimum hrömmum slökkviliðsmanna, sem reyndu að ná honum niður úr tré við Langholtsveginn í dag.

Það lítur ekki vel út fyrir Gauksa ef brunaverðir leggja niður störf, því hann lét ekki ná sér í þetta sinn, heldur flaug hetjum, elds, reyks og körfubíla úr greipum. Páfagaukurinn kann að tala, er ættaður frá Afríkuog heitir því frumlega nafni Gaukur. Hann slapp út í gærkvöld og eyddi síðustu nótt í kulda og trekki trjátoppa og húsþaka í henni Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×