Fjölmenningarsamfélagið Ísland 26. febrúar 2006 19:06 Þótt Ísland sé ekki fjölmennt samfélag gerist það æ fjölmenningarlegra. Alþjóðahúsið fagnaði fjölmenningunni með því að halda svokallaða þjóðahátíð í gamla Blómavalshúsinu í dag. Yfir 300 manns af meira en 40 þjóðernum undirbjuggu hátíðina og gestum gafst kostur á að smakka yfir 50 mismunandi þjóðarrétti og spjalla við fólk á næstum fjörutíu tungumálum. Það var iðandi mannlíf í gamla blómavalshúsinu við Sigtún í Reykjavík í dag. Það var eins og að fara um ókunna veröld í órafjarlægð frá Íslandsströndum. Fólk af öllum regnboganslitum talandi framandi tungum dansandi syngjandi hlæjandi klappandi og stappandi. Hiti og sviti og múgur og margmenni. Markmið þjóðahátíðarinnar sem nú var haldinn af alþjóðhúsinu í þriðja sinn er að kynna það fjölmenningarlega samfélag sem Ísland er orðið og hvaða áhrif fólk af erlendum uppruna hefur á samfélagið, hvernig það auðgar menninguna. Hátíðinni er einnig ætlað að auka skilning á milli fólks af ólíkum uppruna. Heiðursgestir þjóðahátíðarinnar voru þau Baltasar Samper og Alexandra Kuregej Argunova sem settust hér að fyrir mörgum áratugum þegar Íslendingar ráku upp stór augu er erlend vera varð á vegi þeirra. Þegar Baltasar kom hingað sem ungur maður frá Spáni var honum gert að skipta um nafn. Hann gat þó keypt sér sitt gamla nafn aftur þegar lögunum var breytt skömmu síðar. Alexandra Kuregej gaf Alþjóðahúsi málverk í tilefni dagsins. Þrjár Maríur heitir verkið og sýnir þrjár konur, hvíta, svarta og gula. Í borginni búa yfir 5 þúsund erlendir ríkisborgarar af 116 þjóðernum. Þjóðahátíðin endurspeglaði þá staðreynd. Fréttir Innlent Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Þótt Ísland sé ekki fjölmennt samfélag gerist það æ fjölmenningarlegra. Alþjóðahúsið fagnaði fjölmenningunni með því að halda svokallaða þjóðahátíð í gamla Blómavalshúsinu í dag. Yfir 300 manns af meira en 40 þjóðernum undirbjuggu hátíðina og gestum gafst kostur á að smakka yfir 50 mismunandi þjóðarrétti og spjalla við fólk á næstum fjörutíu tungumálum. Það var iðandi mannlíf í gamla blómavalshúsinu við Sigtún í Reykjavík í dag. Það var eins og að fara um ókunna veröld í órafjarlægð frá Íslandsströndum. Fólk af öllum regnboganslitum talandi framandi tungum dansandi syngjandi hlæjandi klappandi og stappandi. Hiti og sviti og múgur og margmenni. Markmið þjóðahátíðarinnar sem nú var haldinn af alþjóðhúsinu í þriðja sinn er að kynna það fjölmenningarlega samfélag sem Ísland er orðið og hvaða áhrif fólk af erlendum uppruna hefur á samfélagið, hvernig það auðgar menninguna. Hátíðinni er einnig ætlað að auka skilning á milli fólks af ólíkum uppruna. Heiðursgestir þjóðahátíðarinnar voru þau Baltasar Samper og Alexandra Kuregej Argunova sem settust hér að fyrir mörgum áratugum þegar Íslendingar ráku upp stór augu er erlend vera varð á vegi þeirra. Þegar Baltasar kom hingað sem ungur maður frá Spáni var honum gert að skipta um nafn. Hann gat þó keypt sér sitt gamla nafn aftur þegar lögunum var breytt skömmu síðar. Alexandra Kuregej gaf Alþjóðahúsi málverk í tilefni dagsins. Þrjár Maríur heitir verkið og sýnir þrjár konur, hvíta, svarta og gula. Í borginni búa yfir 5 þúsund erlendir ríkisborgarar af 116 þjóðernum. Þjóðahátíðin endurspeglaði þá staðreynd.
Fréttir Innlent Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira