Innlent

Fjölmenningarkarníval í Laugalækjarskóla

Börnum og fullorðnum var boðið á karníval fjölmenningar í dag þegar heimsdagur barna var haldinn í annað sinn. Gestir gátu hvort tveggja horft á sýningar á sviði og tekið þátt í listsmiðjum og öðrum viðburðum.

Börn og foreldrar þeirra fengu tækifæri til að kynna sér menningu fjarlægra landa og heimsálfa í Laugalækjarskóla í dag þegar heimsdagur barna var haldinn annað árið í röð. Börn gátu skráð sig í listsmiðjur og í nokkrum stofum skólans gátu börn og fullorðnir rætt við fólk um heimalönd þeirra og heimsálfur, meðal annars Akeem Oppong sem kynnti fólki Afríku. Akeem sagði það hafa komið í ljós að flestir vissu mjög lítið um Afríku. Þess vegna hefði hann lagt áherslu á að kynna fólki aðra hlið álfunnar en þá sem sést oftast í fréttum, því fjallaði hann um menningu og lífshætti fólks, ólík tungumál og hefðir hér og þar í Afríku.

Heimsdagur var í dag haldinn í annað skipti og í bæði skiptin hefur hann tengst vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Eva Rún Þorgeirsdóttir, viðburðafulltrúi Höfuðborgarstofu segir markmiðið meðal annars að kynna börnum menningu sem sé ólík þeirra eigin og kynna fjölmenningu fyrir þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×