Innlent

Forseti Íslands segir óásættanlegt að hjón fái ekki að eyða síðustu ævidögum saman

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að það sé óásættanleg framkoma við eldri kynslóðina þegar hjón fá ekki að eiga síðustu ævidagana saman af því að þau fá ekki inni á sömu stofnun. Þannig er ástatt um tæplega 50 pör hér á landi.

Sagt var frá því á Fréttavaktinni í vikunni að 38 hjón séu aðskilin í ellinni þegar annað fer á stofnun þar sem hinu eru lokaðar dyrnar af því það er ekki nógu veikt.

Þar að auki eru 9 hjón sem fengu vistun hvort á sinni stofnuninni. Þetta eru tæplega 100 einstaklingar allt í allt.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir vakti máls á vandamálinu í fyrirspurn til heilbrigðisráðherra á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×