Innlent

Þyrlan skoðuð á síðustu stundu vegna fjárskorts

Fresta þurfti skoðun á TF-LíF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, fram á síðustu stundu vegna fjárskorts. Hentugra hefði verið að skoða þyrluna í september í stað þess að bíða.

Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar voru óvirkar þegar slys varð á Hofsjökli í gærdag. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir hentugra hefði verið að skoða þyrluna í haust en vegna fjárskorts hafi ekki verið hægt að senda hana í skoðun fyrr en 3000 flugtímar hefðu náðst. Hann segir einnig þann möguleika hafa komið upp að leigja vél en engir peningar hafi verið til fyrir því.

Landhelgisgæslan er með samstarfssamning við Varnarliðið og danska sjóherinn um gagnkvæma aðstoð við leit og björgun og felur samningurinn það í sér að Varnarliðið er látið vita ef þyrlur Landhelgisgæslunnar eru óvirkar og þá er leitast við að hafa þyrlur Varnarliðsins í viðbragðsstöðu. Heppilegt var að stutt var í þyrlu danska hersins þegar beini um hjálp barst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×