Innlent

Trúnaðarbrestur á milli kennara og forystunnar?

Um 200 kennarar úr tólf framhaldsskólum mótmæltu í dag styttingu náms til stúdentsprófs og samkomulagi kennaraforystunnar við menntamálaráðherra.

Kennararnir sendu frá sér tvær harðorðar ályktanir, -þar sem þeir segja meðal annars, forystu Kennarasambandsins rangtúlka vilja félagsmanna sinna gróflega.

Fundurinn mótmælti hugmyndum um styttingu framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú. Kennarnir segja engin rök hafa komið fram sem réttlæta slík áform.

Þá lýsti fundurinn yfir óánægju með samkomulag Kennarasambands Íslands og menntamálaráðherra frá því í byrjun febrúar, -og telur forystu Kennarasambandsins -rangtúlka- vilja félagsmanna sinna gróflega.

Það að kennaraforystan hafi leyft menntamálaráðherra, athugasemdalaust, að lýsa því yfir að samkomulag hefði náðst um styttingu náms til stúdentsprófs segir fundurinn vera forkastanlegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×