Innlent

Berst fyrir samveru afa síns og ömmu

Aðeins rúmum helmingi af fé úr framkvæmdasjóði aldraðra er varið til uppbyggingar hjúkrunarheimila. Barnabarn eldri hjóna berst fyrir því að afi þess og amma fái að eyða elliárunum saman en svo virðist sem 200 manna biðlisti komi í veg fyrir það.

38 öldruð hjón eru aðskilin þar sem ekki er pláss fyrir þau á sömu stöfnun þar sem þau er misjafnlega heilsuhraust og hefur NFS rætt við þau síðustu daga. Sigurður Hólm Gunnarsson, barnabarn, annara hjónanna var búin að fá nóg af ástandinu og vakti athygli á málinu. Fjölskylda Sigurðar hefur mikið reynt að finna afa hans og ömmu stað þar sem þau geta verið saman en langir biðlistar koma í veg fyrir það.

Aðeins rúmum helmingi af fé úr framkvæmdastjóði aldraðra er varið til uppbyggingar hjúkrunarheimila. Þetta kom fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur. Þetta er Ásta Ragnheiður ósátt við og segir sjóðin eiga allan að fara í uppbyggingu en ekki í rekstur eins og tæplega helmingi hans er varið í.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×