Innlent

Kaffið sötrið í kolniðamyrkri

Gestir kaffihúss eins í miðbænum helltu í dag niður meira kaffi en almennt gerist og áttu í vandræðum með að finna góðgætið sem hafði verið borið á borð fyrir þá. Allt átti þetta sér þó eðlilegar skýringar eins.

UngBlind, Ungmennadeild Blindrafélagsins, opnaði kaffihús í Hinu húsinu í dag. Kaffihúsið er þó heldur óvanalegt. Viðskiptavinir fá blindrastaf við innganginn og ganga síðan inn í sal þar sem allt er kolniðadimmt og ef til vill heldur ógnvekjandi fyrir þau okkar sem eru vön því að sjá vel í kringum sig. Með þessu vilja UngBlind vekja athygli á aðstæðum blindra. En hvernig gekk þetta upp.

"Þetta hefur gengið mjög vel, þrátt fyrir að hafa labbað á nokkra stóla," segir Linda Ósk Hilmarsdóttir, yfirþjónn á Blinda kaffi.

Jón Hjalti Sigurðsson, formaður UngBlind, segir tilganginn með Blinda kaffi tvíþættan, annars vegar að leiða fólk í sanninn um hvernig það sé að vera blindur. Hins vegar að safna fé til evrópsks verkefnis sem samtökins standa fyrir í sumar.

Þó Blinda kaffi sé nýjung á Íslandi á það sér fyrirmyndir erlendis frá. Þannig segir Bergvin Oddsson, skemmtanastjóri UngBlind, að slík kaffihús séu þekkt í Berlín og Lundúnum svo dæmi séu tekin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×