Innlent

Þrír undir eftirlit eftir tvö slys

Maðurinn sem slasaðist alvarlega þegar jeppi sem hann var í fór niður í sprungu á Hofsjökli í gær er enn á gjörgæslu og undir eftirliti lækna. Hann er með meðvitund en töluvert slasaður.

Mennirnir sem slösuðust þegar jeppi valt við Hrafntinnusker liggja á almennri skurðdeild á Landspítalanum og verða þar undir eftirliti til morguns. Annar maðurinn rifbeinsbrotnaði og marðist á lunga en hinn brákaðist á hálslið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×