Innlent

Loðnuskipin að slá botninn í vertíðina

MYND/365

Þau fáu loðnuskip sem enn eru að veiðum á þessari óvenju rýru vertíð eru um það bil að slá botninn í hana þar sem aðeins mátti veiða um 170 þúsund tonn.

Nokkur eru búin með kvóta sína og lögst við bryggjur, önnur eru á landleið úr síðustu veiðiferð, en nokkur eru að veiðum, sem ganga enn vel þegar bjart er af degi. Ekkeret hefur frést af nýrri göngu norðvestur af landinu, eins og stundum hefur komið um þetta leiti og hleypt nýjum krafti í veiðarnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×