Fleiri fréttir

Greiðum skuldir ríkisins

Geir Haarde fjármálaráðherra segir rétt að nota hluta andvirði Símans til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs. "Það er góð ráðstöfun og lagar stöðuna ríkissjóðs til framtíðar," segir Geir.

Losaralegt ráðningarferli

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir vinnubrögð menntamálaráðherra við ráðningu í embætti útvarpsstjóra í gær. "Mér er kunnugt um að menntamálaráðherra lét ekki svo lítið að boða umsækjendur í viðtal."

Vill endurskilgreina RÚV

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað Pál Magnússon í embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins til fimm ára. Hann tekur við störfum 1. september næstkomandi.

Greiðir 123 milljónir í skatt

Frosti Bergsson kaupsýslumaður er sá einstaklingur sem ber hæstu opinberu gjöldin árið 2005. Hann greiðir nærri 117 milljónir króna í tekjuskatt en liðlega þrjár milljónir króna í útsvar. Álagningin nemur alls tæpum 123 milljónum króna.

Hærri tekjur á suðvesturhorninu

Embætti skattstjóra um land allt lögðu fram skrá yfir álagða skatta árið 2005 í gær. Upplýsingar um álagninguna liggja frammi hjá embættunum til 12. ágúst næstkomandi og er öllum frjálst að kynna sér þær.

Bílainnflutningur slær öll met

Vöruskiptahalli fyrstu sex mánuði ársins er nærri 35 milljarðar og mestu munar um aukinn bílainnflutning. Innflutningurinn á þeim er nú tvöfalt meiri að verðmæti en á árunum 1999-2000, sem voru metár. Hagfræðingur LÍÚ segir tölur frá Hagstofunni sýna að sjávarútvegurinn hafi tapað yfir tíu milljörðum fyrstu sex mánuði ársins vegna hás gengis. 

Mælingum á Hvannadalshnúk lokið

Störfum mælingamanna sem vilja fá endanlega niðurstöðu á það hve hár Hvannadalshnúkur er lauk í gær stuttu eftir klukkan tvö og nú taka útreikningar við. Búist er við að niðurstaða þeirra liggi fyrir á miðvikudaginn í næstu viku.

Kaffi Austurstræti flytur

Öldurhúsinu Kaffi Austurstræti var lokað fyrir fullt og allt í gær en eigandi þess ætlar að flytja starfsemina yfir í Hafnarstræti. Nýr staður mun heita Rökkurbarinn og verður á bak við Gauk á Stöng. "Ég stefni að því að hafa annað yfirbragð á nýja staðnum," segir Óskar Örn Ólafsson. Hann vonast þó til þess að halda í flesta fastakúnnana.

Búist við 10 þúsund manns í Eyjum

Veðurblíða lék við hátíðagesti um allt land í gær og víðast er spáð áframhaldandi góðviðri. Mikil umferð hefur verið víðast hvar um landið, en þó sagði lögreglan á Selfossi hana ekki vera mikið meiri en um venjulega helgi.

Skaftárhlaup að hefjast

Allt bendir til þess að vatn úr Skaftárkatli sé að brjóta sér leið undir Vatnajökli. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Tuma Guðmundssyni jarðvísindamanni er hæð í botni Skaftárkatla farið að nálgast þá stöðu sem verið hefur í byrjun fyrri hlaupa. Veðurstofan telur líkur á að vatn muni ná fram að jökulrönd snemma í fyrramálið.

Gæsla á kostnað réttinda fanga

Vonsvikinn maður sem fékk synjun um hæli hér á landi brást við fréttunum með því að reyna að kveikja í sér. Fulltrúi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli segir erfitt að auka gæslu flóttamanna án þess að skerða réttindi þeirra.

Læstirðu dyrunum?

Læstirðu dyrunum? Lokaðirðu glugganum? Nú eru margir á leiðinni út úr bænum og aldrei er of varlega farið, hvort sem um ræðir akstur á þjóðvegunum eða hvernig er skilið við heimilið áður en lagt er í hann.

Þjónustuvakt FÍB fyrir ferðalanga

Líkt og undanfarin 55 ár verður Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, með þjónustuvakt um verslunarmannahelgina fyrir bíleigendur. Hjálparþjónusta FÍB miðast við að aðstoða bíleigendur á ferðalagi sem þurfa á þjónustu bílaverkstæðis að halda eða vantar varahlut. Aðstoðarbílar verða á fjölförnustu leiðum og umboðsmenn félagsins um land allt eru í viðbragðsstöðu.

Ökumanns leitað

Kona og þrjú börn sluppu ómeidd þega skilrúm úr harðplasti, á milli akvegar og gangstéttar á brúnni yfir Blöndu á Blönduósi, splundraðist á fjörutíu metra kafla, um klukkan sjö í gærkvöld. Bíl með tóman bátavagn var ekið yfir brúnna í sama mund og konan og börnin voru þar á gangi. Virðist vagninn hafa rekist utan í skilrúmið og splundrað því.

Strand í Grundarfirði

Fiskibáturinn Gugga sigldi á fullri ferð upp í fjöru fyrir neðan kirkjugarðinn á Grundarfirði í gær, en hvorugan skipverjanna sakaði. Báturinn var að koma úr róðri með tæpt tonn af fiski og hafði annar skipverjanna lagt sig en hinn dottaði við stýrið.

Umferðartafir vegna framkvæmda

Í dag, fimmtudaginn 28. júlí milli kl 16:00 og 17:00 verður lokið við að tengja nýja akbraut við tvöföldun Vesturlandsvegar milli hringtorgs við Úlfarsfellsveg og Skarhólabrautar. Vegfarendur eru beðnir að sýna fyllstu aðgát og tillitssemi meðan umferðin verður færð á nýju akbrautina.

Eignir heimilanna 2000 milljarðar

Gjaldstofn tekjuskatts og útsvars nam 526,8 milljörðum króna og hafði vaxið um 9,0% frá fyrra ári. Samanlögð álagning tekjuskatta og útsvars nemur 145,2 milljörðum króna og hækkar um 12,3% frá fyrra ári.

Skipti bauð 66,7 milljarða í Símann

Skipti ehf. átti hæsta tilboð í Símann, 66,7 milljarða króna en tilboð voru opnuð fyrir stundu. Alls bárust þrjú tilboð og er tilboð Skipta ehf yfir 5% hærra en næsta tilboð. Skipti eignast því að óbreyttu Símann en að hópnum standa Exista, sem er fjárfestingarfélag í meirihlutaeigu Bakkabræðra Holding, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi-lífeyrissjóður, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Samvinnulífeyrissjóðurinn, MP fjárfestingarbanki hf., Kaupþing banka hf. og IMIS ehf., sem er í eigu Skúla Þorvaldssonar.

Eina leiðin að mati bílstjóra

Óánægðir atvinnubílstjórar ætla að nota fjörutíu tonna trukka, svo tugum skiptir, til þess að trufla umferð út úr höfuðborginni um verslunarmannahelgina. Lögreglan segir þetta vera hættuspil, sem ekki verði liðið.

Fólk streymir úr bænum

Fólk er þegar farið að streyma út úr bænum fyrir verslunarmannahelgina og virðast flestir fara á einkabílum eða með flugi. Á annað þúsund manns eru þegar komnir til Eyja, þannig að þar verður að venju fjölmennt.

Notum smokkinn

Átaksverkefnið, "Notum smokkinn" var kynnt í dag. Að átakinu standa Samtökin ’78 í samstarfi við Landlæknisembættið, Alnæmissamtökin og ýmis félagasamtök og Ýmus, innflytjanda Sico-smokkanna.

Mótmælendur velkomnir að Vaði

Mótmælendurnir sem voru reknir frá Kárahnjúkum í gær, hafa nú slegið upp tjöldum í landi Vaðs, í Skriðdal. Heimafólkinu líst vel á þessa nýju nágranna.

Tilboð Skipta í Símann samþykkt

Öll gögn Skipta ehf, hæstbjóðanda í hlut ríkissjóðs í Símanum reyndust fullnægjandi. Formaður einkavæðingarnefndar tilkynnti fyrir stundu að Geir H. Haarde, fjármálaráðherra hefði, í samráði við ráðherranefnd um einkavæðingu, samþykkt tillögu nefndarinnar um að taka tilboði Skipta í Símann en tilboðið hljóðaði upp á 66,7 milljarða króna. Reiknað er með að skrifað verði undir samninga vegna kaupanna í næstu viku.

Mönnum bjargað úr Skyndidalsá

Um klukkan 12:30 var björgunarfélag Hornafjarðar kallað út vegna manna sem voru fastir á bílaleigubíl í Skyndidalsá sem rennur í Jökulsá í Lóni. Mennirnir voru komnir upp á þak bílaleigubílsins sem þeir höfðu fest í ánni. Skyndidalsá er mjög straumþung þar sem bíllin festist.

Ný yfirmaður varnarliðsins

Á vef Víkurfrétta kemur fram að yfirmannaskipti hafi orðið hjá varnarliðinu. Nýr yfirmaður Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli tók til starfa í dag en fráfarandi yfirmaður varnarliðsins, Robert S. McCormick ofursti, tekur við starfi aðstoðarmanns 7. sprengjudeildar flughersins á Dyess herflugvellinum í Texas.

Skemmtiferðaskip á Ísafirði

Á vef Bæjarins besta á Ísafirði kemur fram að skemmtiferðaskipið Seven Seas Navigator hafi kom til Ísafjarðar í morgun. Og er það stærsta skip sem lagst hefur að bryggju í höfninni.

Sprengikúla fannst í Eyjafirði

Bóndi á Vatnsenda í Eyjarfirði fann nýverið sprengikúlu frá stríðsárunum í vegkantinum einn kílómetra frá bæjarhúsunum. Hún taldi að kúlan gæti reynst hættuleg svo að hún kom henni í hendur lögreglunnar á Akureyri.

Garðbæingar ánægðir með Garðabæ

Helstu niðurstöður viðhorfskönnunar sem fyrirtækið IMG Gallup vann fyrir Garðabæ fyrr á þessu ári eru að íbúar eru almennt ánægðir með bæjarfélagið og þjónustu þess.

Mótmæla tíðum strætóferðum

Íbúar og húseigendur við Suðurgötu safna nú undirskriftum undir áskorun til borgarstjóra um að breyta hinu nýja leiðarkerfi Strætó svo tíðum strætóferðum um götunna linni en þeir segja vagnana fara 414 ferðir um götuna á hverjum virkum degi.

Sigurður Líndal ósáttur

Sigurður Líndal formaður sérskipaðrar rannsóknarnefndar vegna flugslyssins í Skerjafirði árið 2000 hefur sent frá sér tilkynningu til allra annarra fjölmiðla en Stöðvar 2 í dag þar sem kemur fram að sérstökum blaðamannafundi sem átti að halda á morgun hafi verið aflýst vegna trúnaðarleka til Stöðvar 2 sem fjallaði um skýrsluna í kvöldfréttum í gær.

Olíufélögin höfða mál

Olíufélögin þrjú sem áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði að skyldu greiða samtals einn og hálfan milljarð króna í sektir fyrir ólöglegt verðsamráð, hafa öll höfðað mál til að fá úrskurðinum breytt.

Jöklarnir hopa

Jöklar Íslands munu hverfa á næstu 200 árum. Þetta er mat jarðeðlisfræðinga sem hafa gert framtíðarlíkön um bráðnun jökla. Litlar líkur eru taldar á því að hægt sé að snúa þessari þróun við, sem er að mestu leyti af mannavöldum.

Eldsneytisskortur líklega ástæðan

Eldsneytisskortur er langlíklegasta ástæða þess að flugvélin TF-GTI fórst í Skerjafirði þann 7. ágúst árið 2000 með þeim afleiðingum að sex létust.

Djammið hafið í Eyjum

Yfir fimmtán hundruð manns eru komin til Vestmannaeyja en húkkaraballið fræga verður haldið þar í kvöld. Fá tjöld voru komin upp á Akureyri í dag en í Galtalæk eru komnir um 500 gestir. Veðurfræðingar spá mildu veðri en samt einhverri vætu um helgina.

Ætla enn að trufla umferð

Yfir fimmtíu atvinnubílstjórar munu taka þátt í mótmælum vegna olíugjalds á morgun. Fjármálaráðherra óskaði eftir fundi með forsvarsmanni mótmælanna í dag sem ekki vildi hitta ráðherrann. Fulltrúar Landsbjargar segja mótmælin geta kostað mannslíf.

Skuldir heimilanna aukast

Skuldir heimilanna námu í árslok 2004 um 760 milljörðum og hafa vaxið um 15,2 prósent frá árinu á undan. Þetta kemur fram í yfirliti fjármálaráðuneytisins um helstu niðurstöður álagningar opinberra gjalda.

Íslensk mynd í Hollywood

"Ég get ekki upplýst hverjir þetta eru sem standa, þetta er á byrjunarstigi og ekkert hefur verið ákveðið með framleiðslu.

Kjósa hugsanlega um stækkun álvers

Hafnfirðingar fá hugsanlega að kjósa um stækkun álversins í Straumsvík á haustmánuðum að sögn Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra.

Bjargað af þaki bifreiðar

Bjarga þurfti feðgum af þaki bifreiðar, sem þeir höfðu fest úti í miðri Skyndidalsá skammt frá Höfn í Hornafirði, um hádegisbil í gær. Feðgarnir eru erlendir ferðamenn og höfðu fengið bifreiðina á bílaleigu.

Listaverk skemmast í eldsvoða

Skemmdir urðu á vinnuaðstöðu listamanna þegar eldur kom upp í Dugguvogi 3 á sjötta tímanum í gær. Eldurinn kom upp hjá Verksmiðjunni vinnandi fólki en eldsupptök eru enn óljós. Margir eru með starfsemi í húsinu og meðal annars eru þar tvær vinnustofur listamanna.

Þrjú þúsund komin til Eyja

Hátt í þrjú þúsund manns voru komin til Vestmannaeyja þegar blaðið var sent í prentun í gærkvöld, en búist er við 8-10.000 gestum þar um helgina. Allt hefur þó farið vel fram. "Þetta eru allt saman góðir krakkar sem eru komnir," sagði lögreglumaður í Eyjum sem rætt var við í gær.

Mæling Hvannadalshnjúks bíður

Í öllum kennslubókum og alfræðiritum stendur skrifað að Hvannadalshnjúkur sé hæsti tindur Íslands, 2119 metrar. Það er óumdeilt að hann er hæstur tinda, en ekki eru allir vissir um að hæðin sé rétt mæld. Nú á að skera úr um það með nákvæmustu mælitækjum sem til eru. Ekki tókst þó að hefja verkið í dag eins og til stóð.

Byggð eykst enn í Kópavogi

Hafist verður handa við byggingu fyrstu fjölbýlishúsanna við Lund í Kópavogi innan nokkurra vikna. Skammt frá munu tvö önnur hverfi rísa á næstu árum, það er á Kópavogstúni og bryggjuhverfi við Fossvoginn.

Mótmælendur látnir lausir

Tveir erlendir karlmenn og ein kona, sem voru handtekin eftir átök við lögreglu á vinnusvæði við Kárahnjúka í fyrrinótt , voru látin laus í gærkvöldi, en fyrr um kvöldið lá fyrir að Útlendingastofnun teldi ekki tilefni til að vísa fólkinu úr landi.

Íslenska þjóðin bjartsýn

Þjóðin virðist vera óvenju bjartsýn og sátt við tilveruna, samkvæmt nýjustu væntingavísitölu Gallups. Hún hefur aldrei mælst jafn há síðan þessar mælingar hófust árið tvö þúsund og eitt. Hún hækkaði um ellefu prósent frá fyrra mánuði,- er fimmtán stigum hærri en í sama mánuði í fyrra og hefur vaxið um þrettán prósent síðastliðna tólf mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir