Fleiri fréttir Hvannadalshnúkur mældur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti mælingamenn og mælingatæki upp á Hvannadalshnúk í morgun. Tilgangurinn er að komast að því hvað Hvannadalshnúkur er hár, en mælingar á honum hafa verið ósamhljóða. Nú á að nota nýjustu mælingatækni til þess að skera úr um hæðina. 27.7.2005 00:01 Ósonlagið aldrei verið þynnra Vegna sterkra geisla sólarinnar er fólki ráðlagt að nota sólvörn þegar það er úti við. Ósonlagið yfir Íslandi er tíu prósentum þynnra en það var fyrir 30 árum. Þykkt ósonlagsins hefur mikil áhrif á það hversu mikið af útfjólubláum geislum sólarinnar nær til jarðar. Þykkt ósonlagsins yfir Íslandi er nú um tíu prósentum undir því sem það var, að meðaltali, á árunum 1978 til 1988. 27.7.2005 00:01 Slys síðustu verslunarmannahelgar Sjóvá hefur tekið saman helstu slys sem orðið hafa síðustu 5 verslunarmannahelgar og í skýrslu þeirra kemur fram að þessa helgi aukast verulega alvarleg slys þar sem ekið er útaf, bílar lenda saman úr gagnstæðum áttum auk þess sem meira er ekið á búfé en venjulega. 27.7.2005 00:01 365 ljósvakamiðlar fá endurgreitt Yfirskattanefnd hefur lokið umfjöllun sinni um kæru 365 - ljósvakamiðla (áður Íslenska útvarpsfélagið) vegna endurálagningar ríkisskattsstjóra á félagið vegna áranna 1997 og 1998. Úrskurður yfirskattanefndar felur í sér að 365 - ljósvakamiðlar munu fá endurgreitt úr ríkissjóði kr. 136.102.204 sem félagið hafði áður greitt vegna endurálagningar ríkisskattsstjóra vegna þessara ára. 27.7.2005 00:01 Umræður um varnastöðina í USA Óvíst er hvaða breytingar það hefur í för með sér ef bandaríski flugherinn tekur við rekstri varnarstöðvarinnar í Keflavík af flotanum. 27.7.2005 00:01 Ferðir á álagstímum felldar niður Aukin tíðni á álagstímum Strætó verður felld niður næstu þrjá daga, vegna manneklu. á morgun og föstudaginn munu vagnar á stofnleiðum aka á tuttugu mínútna fresti á álagstímum, en ekki tíu mínútna fresti, eins og leiðakerfið gerir ráð fyrir. 27.7.2005 00:01 Aukning lyfjaútgjalda hjá TR Lyfjaútgjöld Tryggingastofnunar námu tæplega 6,5 milljörðum króna á síðasta ári. Útgjöldin jukust um 8,1% milli ára sem fyrst og fremst má rekja til aukinnar lyfjanotkunar, að því er fram kemur í nýrri kostnaðargreiningu vegna lyfjaútgjalda sem lyfjadeild TR hefur tekið saman. Lyfjanotkun jókst um 5,5% milli ára. 27.7.2005 00:01 Aukin löggæsla um helgina Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að auka löggæslu um verslunarmannahelgina til þess að styrkja lögregluumdæmin við umferðareftirlit, almenna löggæslu og fíkniefnalöggæslu. Í öllum eða flestum umdæmum verður aukinn viðbúnaður af hálfu lögreglunnar og þá sérstaklega þar sem útisamkomur verða. 27.7.2005 00:01 Átti ekki að fá gild skírteini Flugvélin sem hrapaði í Skerjafirði um verslunarmannahelgina árið 2000 átti ekki að fá skráningar- og lofthæfisskírteini í því ástandi sem hún var, samkvæmt skýrslu sérskipaðrar rannsóknarnefndar undir forystu Sigurðar Líndals lagaprófessors, sem samgönguráðherra skipaði. 27.7.2005 00:01 Jeppi valt á Miklubraut Jeppi valt eftir árekstur við fólksbíl á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar laust eftir klukkan átta í gærmorgun. 27.7.2005 00:01 Karlar gegn nauðgunum "Tilgangur átaksins er að fá karla til þess að velta fyrir sér eðli og alvarleika nauðgana," segir Arnar Gíslason, meðlimur í Karlahóp Femínistafélagsins. Hópurinn ýtti átakinu "Karlmenn segja nei við nauðgunum" úr vör í gær. 27.7.2005 00:01 Mótmælendur ósáttir Frestur sem mótmælendur fengu hjá Prestsetrasjóði til að rýma tjaldsvæðið í landi Valþjófsstaðar á Kárahnjúkasvæðinu rann út á hádegi. Tiltækt lögreglulið á svæðinu fékk liðsauka níu sérsveitarmanna sem voru sendir austur af ríkislögreglustjóra í gærkvöld. Ekki voru þó nein átök á svæðinu. 27.7.2005 00:01 Í varðhaldi fram á haust Kona á þrítugsaldri sem segist vera frá Líberíu en framvísaði fölsuðu bresku vegabréfi við komu til landsins í maí hefur verið dæmd í gæsluvarðhald til 14. október. 27.7.2005 00:01 Impregilo kærir Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo hefur sent Sýslumanninum á Seyðisfirði ákæru vegna eignaspjalla af völdum mótmælenda Kárahnjúkavirkjunar að sögn Ómars R. Valdimarssonar, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. 27.7.2005 00:01 Enduskoðun rekstrar varnarstöðvar Ef flugherinn tekur alfarið við rekstri varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli er margt sem bendir til þess að hermönnum á stöðinni fækki um allt að helming. Talsmaður Bandaríkjahers segir að herinn sé ekki á förum frá Íslandi. 27.7.2005 00:01 Kvikmyndun á Reykjanesi Það er mikil öryggisgæsla í kringum þau svæði þar sem unnið er að kvikmyndinni á Suðurnesjum og ekki fæst leyfi til að fara og skoða herlegheitin. Í rammahúsinu í Reykjanesbæ er unnið að gerð leikmyndar fyrir kvikmyndina, auk þess sem verið er að gera við herbíla og önnur stríðstól sem notuð verða. 27.7.2005 00:01 Bílstjórar ekki sammála Mótmælaaðgerðir atvinnubílstjóra eru vafasamar og stuðla síður en svo að jafnrétti. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann segir ríkið ekki græða á nýja olíugjaldinu. 27.7.2005 00:01 Notkun gefðlyfja eykst enn Kostnaður Tryggingastofnunar vegna tauga- og geðlyfja jókst um 212 milljónir á síðasta ári og um 357 milljónir frá árinu 2002, en það er alls 23 prósenta hækkun á tveimur árum. Lyfjaútgjöldin jukust alls um 8,1 prósent eða um 481 milljón á síðasta ári meðan notkunin jókst um 5,5 prósent. 27.7.2005 00:01 Nýjar tjaldbúðir settar upp Um tuttugu lögregluþjónar voru staddir á Kárahnjúkum um hádegisbilið í gær en þá rann út fresturinn sem mótmælendur höfðu til þess að ganga frá og taka saman föggur sínar að sögn Helga Jenssonar, fulltrúa sýslumannsins á Seyðisfirði. Síðasta tjaldið féll hins vegar ekki fyrr en síðdegis án þess að til átaka kæmi milli mótmælenda og lögreglu. 27.7.2005 00:01 Þúsund manns komin til Eyja Verslunarmannahelgin er að bresta á. Víða um land verða skipulagðar hátíðir fyrir ferðalanga. Undirbúningur er vel á veg kominn víðast hvar og hefur veðurblíða auðveldað mótshöldurum lífið. Þegar er orðið uppselt í Herjólf nema í næturferðir. Húkkaraballið svokallaða hefst í Vestmannaeyjum í kvöld. Þegar eru um þúsund manns komin til Vestmannaeyja. 27.7.2005 00:01 15 milljarða aukning tekjuskatts Tekjur ríkisins vegna tekjuskatts einstaklinga hækka úr 130 milljörðum króna í 145 milljarða milli ára. Ríkisskattstjóri segir hækkunina einkum skýrast af mikilli grósku í þjóðlífinu. Laun hafi hækkað og þar með aukist tekjur ríkisins vegna tekjuskatts. 27.7.2005 00:01 2300 umsóknir um lóðir á Vatnsenda Bæjarráð Kópavogs úthlutar lóðum á Vatnsenda á fimmtudag en rúmlega 2300 umsóknir bárust. Þeir umsækjendur sem ekki fá lóð núna fá líklega annað tækifæri fljótlega því Kópavogsbær stefnir að því að úthluta rúmlega þrjátíu lóðum til viðbótar á Vatnsenda. 26.7.2005 00:01 Brunavörnum víða ábótavant Brunavörnum á hótelum og veitingastöðum er mjög víða ábótavant. Þetta segir Bjarni Árnason á Hóteli Óðinsvéum en Samtök ferðaþjónustunnar og öryggisfyrirtækið Meton hafa gefið út forvarnarit til að bæta þar úr. 26.7.2005 00:01 Átök við Kárahnjúka í nótt Til átaka kom á milli lögreglumanna og mótmælenda við Kárahnjúka í nótt og voru tveir útlendingar handteknir og færðir í fangageymslur á Egilsstöðum. Mótmælendur reyndu að tefja fyrir farartækjum verktaka og eftir því sem fréttastofan kemst næst unnu þeir skemmdarverk á farartæki. 26.7.2005 00:01 Skarst illa á hálsi Til átaka kom um borð í skemmtiferðaskipinu Saga Rose í gærkvöld þar sem skipið var á siglingu djúpt norður af landinu og óskaði skipstjóri eftir aðstoð þyrlu til að sækja slasaðan mann um borð. Hafði sá skorist illa á hálsi og misst tvo lítra af blóði. 26.7.2005 00:01 Íkveikjutilraun á Egilsstöðum Reynt var að kveikja í einbýlishúsi á Egilsstöðum í gær og er talið að barn eða börn hafi verið að verki. Nágranni við húsið sá hvar mikill eldur logaði við útidyr hússins og náði að slökkva hann með handslökkvitæki áður en slökkvilið kom á vettvang. 26.7.2005 00:01 Felldu nýgerðan kjarasamning Flugumferðarstjórar felldu nýgerðan kjarasamning við ríkið í atkvæðagreiðslu. Fjörutíu og níu voru honum andvígir en fjörutíu og tveir fylgjandi. Ekki liggur fyrir hvort flugumferðarstjórar ætli að undirbúa verkfallsaðgerðir í ljósi þessara úrslita. 26.7.2005 00:01 Álagningarseðlar sendir út Skattstjórar landsins leggja fram álagningarskrár á föstudag og sama dag verða 230 þúsund álagningarseðlar vegna síðasta árs sendir út. Mikill meirihluti framteljenda töldu fram rafrænt og geta þeir frá og með morgundeginum leitað upplýsinga um sína álagningu með rafrænum hætti. 26.7.2005 00:01 Tekinn á 208 km hraða Lögreglan í Keflavík stöðvaði ökumann á Reykjanesbraut í nótt eftir að bíll hans hafði mælst á tvö hundruð og átta kílómetra hraða og próflausir guttar stútuðu meðal annars brunahana í Þorlákshöfn svo upp kom gosbrunnur. 26.7.2005 00:01 Engar skemmdir á brúnni Vatnsflóðið í Jöklu náði að seytla yfir brúargólfið yfir ána í gærkvöldi líkt og í fyrrakvöld og var hún lokuð allri umferð. Engar skemmdir urðu á brúnni og nú er spáð heldur kólnandi veðri og er frekari hætta talin vera liðin hjá. 26.7.2005 00:01 Bretum hugsanlega vísað úr landi Sýslumannsembættið á Seyðisfirði og Útlendingastofnun eru að kanna grundvöll þess að vísa þremur Bretum úr landi eftir að þeir tóku þátt í átökum við lögreglu inni á bannsvæði við Kárahnjúkavirkjun í nótt. 26.7.2005 00:01 8 ára drengur reyndi að kveikja í Talið er fullvíst að tiltekinn átta ára drengur hafi reynt að kveikja í einbýlishúsi á Egilsstöðum í gær og eru nú viðeigandi aðilar að ræða við forráðamenn hans, enda er hann að sjálfsögðu ekki sakhæfur. Nágranni við húsið sá hvar mikill eldur logaði við útidyr hússins og náði að slökkva hann með handslökkvitæki, áður en slökkvilið kom á vettvang. 26.7.2005 00:01 Skorið úr um hæð Hvannadalshnjúks Í dag verður byrjað að mæla hæð Hvannadalshnjúks með afgerandi hætti en síðasta opinbera mæling er meira en hundrað ára gömul. Tafir urðu á að flytja búnaðinn upp á jökul í morgun þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar var að sinna sjúkraflugi í nótt og svo var skýjaslæða lögst á jökulinn undir hádegi. 26.7.2005 00:01 Herferð gegn nauðgunum Herferð V-samtakanna gegn nauðgunum fyrir verslunarmannahelgina hefst í dag en þetta er í fjórða sinn sem samtökin eru með sérstaka herferð gegn nauðgunum á þessum tíma árs. Tölulegar staðreyndir varðandi kynferðisbrot um verslunarmannahelgina eru sláandi. 26.7.2005 00:01 Tæki og tól til fíkniefnaneyslu Tæki og tól til fíkniefnaneyslu fundust í einu tjaldi í tjaldbúðum mótmælenda við Kárahnjúka í nótt, en engin fíkniefni. Nokkrir lögreglumenn fóru í búðirnar að loknum átökunum á vinnusvæðinu, sem áttu sér stað upp úr miðnætti, og var fíkniefnahundur með í för. 26.7.2005 00:01 Leyndi því að stjórnin væri fallin Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, virðist hafa ætlað að leyna því að meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna í bæjarstjórn Akureyrar er fallinn, samkvæmt skoðanakönnum Gallups fyrir Akureyrarbæ í vor. 26.7.2005 00:01 Ellefu sóttu um hjá ÁTVR Ellefu manns vilja verða forstjórar ÁTVR en Höskuldur Jónsson er að láta af því starfi. Umsóknarfrestur rann út í gær og veitir fjármálaráðherra embættið. Gert er ráð fyrir að nýr forstjóri taki við 1. september. 26.7.2005 00:01 Leyfi mótmælenda afturkallað Prestseturssjóður hefur afturkallað leyfi mótmælenda við Kárahnjúka til að hafa lengur tjaldbúðir en sjóðurinn hefur yfirráð með landinu á þeim slóðum. Er þetta gert að beiðni Sýslumanns á Seyðisfirði í ljósi þess að mótmælendurnir hafi ekki farið fram með friðsamlegum hætti. 26.7.2005 00:01 Fjölmennt lið gerði húsleit Átta manna lögreglulið frá Hvolsvelli og Selfossi og tveir úr sérsveit Ríkislögreglustjóra, ásamt fíkniefnahundi, gerðu húsleit á bæ í Rangárþingi ytra í gærkvöldi vegna gruns um fikniefnamisferli.Tveir íbúanna voru heima og voru þeir báðir handteknir eftir að fíkniefni af ýmsum gerðum fundust, ásamt bruggtækjum og slatta af landa. Auk þess var kannabisrækt í gangi. 26.7.2005 00:01 Veitingasala ekki niðurgreidd "Reykjavíkurborg hefur aldrei niðurgreitt veitingahúsarekstur í Viðey," segir Steinar Davíðsson, sem rak veitingasölu í Viðeyjarstofu frá 1997 þar til í vor. "Við borguðum árlega þrjár til fimm milljónir í húsaleigu til Reykjavíkurborgar og fengum ekki krónu þaðan inn í reksturinn, hvorki með beinum né óbeinum hætti." 26.7.2005 00:01 Vargur lifir víða óáreittur "Ég hef verið að fá fleiri minka í vor en dæmi eru um án þess að hafa aukið sóknina," segir Guðbrandur Sverrisson, sem eyðir dýrum fyrir þrjú sveitarfélög á Vestfjörðum. Hann segist lengst af hafa verið að fá um hundrað dýr á ári en hafi fengið 170 í fyrra og ef fram heldur sem horfir nær hann yfir tvö hundruð dýrum í ár. 26.7.2005 00:01 Yngsta eyja í heimi Fjölmargir fræðingar telja lífríki á Surtsey einstakt rannsóknarefni vegna sérstöðu eyjarinnar og nú fyrir skemmstu lauk leiðangri lífræðinga á vegum Náttúrufræðistofnunar í eyjunni. En hvað er svona sérstakt við þessa eyju?</font /> 26.7.2005 00:01 Flugherinn taki yfir varnarstöðina Bandaríski sjóherinn og flugherinn eiga í viðræðum um að yfirráð yfir varnarstöðinni á Miðnesheiði verði færð frá sjóhernum til flughersins. Chris Usselman hjá varnarliðinu staðfesti þetta síðdegis. 26.7.2005 00:01 Enginn strætó í Fossvogsspítala "Nú er búið að slípa þá fáu hnökra sem komu upp í gær," segir Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri Strætó, nú þegar nokkur reynsla er komin á nýja leiðarkerfið. Fjölmargir hafa haft samband við Fréttablaðið og lýst skoðunum sínum á því og sýnist sitt hverjum. 26.7.2005 00:01 Surtsey ferðamannaperla Deilt hefur verið um það hvort hleypa eigi ferðamönnum til Surtseyjar en Steingrímur Hermannsson, formaður Surtseyjarfélagsins, er því andvígur. Hjálmar Árnason þingmaður hefur látið þetta mál til sín taka. 26.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Hvannadalshnúkur mældur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti mælingamenn og mælingatæki upp á Hvannadalshnúk í morgun. Tilgangurinn er að komast að því hvað Hvannadalshnúkur er hár, en mælingar á honum hafa verið ósamhljóða. Nú á að nota nýjustu mælingatækni til þess að skera úr um hæðina. 27.7.2005 00:01
Ósonlagið aldrei verið þynnra Vegna sterkra geisla sólarinnar er fólki ráðlagt að nota sólvörn þegar það er úti við. Ósonlagið yfir Íslandi er tíu prósentum þynnra en það var fyrir 30 árum. Þykkt ósonlagsins hefur mikil áhrif á það hversu mikið af útfjólubláum geislum sólarinnar nær til jarðar. Þykkt ósonlagsins yfir Íslandi er nú um tíu prósentum undir því sem það var, að meðaltali, á árunum 1978 til 1988. 27.7.2005 00:01
Slys síðustu verslunarmannahelgar Sjóvá hefur tekið saman helstu slys sem orðið hafa síðustu 5 verslunarmannahelgar og í skýrslu þeirra kemur fram að þessa helgi aukast verulega alvarleg slys þar sem ekið er útaf, bílar lenda saman úr gagnstæðum áttum auk þess sem meira er ekið á búfé en venjulega. 27.7.2005 00:01
365 ljósvakamiðlar fá endurgreitt Yfirskattanefnd hefur lokið umfjöllun sinni um kæru 365 - ljósvakamiðla (áður Íslenska útvarpsfélagið) vegna endurálagningar ríkisskattsstjóra á félagið vegna áranna 1997 og 1998. Úrskurður yfirskattanefndar felur í sér að 365 - ljósvakamiðlar munu fá endurgreitt úr ríkissjóði kr. 136.102.204 sem félagið hafði áður greitt vegna endurálagningar ríkisskattsstjóra vegna þessara ára. 27.7.2005 00:01
Umræður um varnastöðina í USA Óvíst er hvaða breytingar það hefur í för með sér ef bandaríski flugherinn tekur við rekstri varnarstöðvarinnar í Keflavík af flotanum. 27.7.2005 00:01
Ferðir á álagstímum felldar niður Aukin tíðni á álagstímum Strætó verður felld niður næstu þrjá daga, vegna manneklu. á morgun og föstudaginn munu vagnar á stofnleiðum aka á tuttugu mínútna fresti á álagstímum, en ekki tíu mínútna fresti, eins og leiðakerfið gerir ráð fyrir. 27.7.2005 00:01
Aukning lyfjaútgjalda hjá TR Lyfjaútgjöld Tryggingastofnunar námu tæplega 6,5 milljörðum króna á síðasta ári. Útgjöldin jukust um 8,1% milli ára sem fyrst og fremst má rekja til aukinnar lyfjanotkunar, að því er fram kemur í nýrri kostnaðargreiningu vegna lyfjaútgjalda sem lyfjadeild TR hefur tekið saman. Lyfjanotkun jókst um 5,5% milli ára. 27.7.2005 00:01
Aukin löggæsla um helgina Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að auka löggæslu um verslunarmannahelgina til þess að styrkja lögregluumdæmin við umferðareftirlit, almenna löggæslu og fíkniefnalöggæslu. Í öllum eða flestum umdæmum verður aukinn viðbúnaður af hálfu lögreglunnar og þá sérstaklega þar sem útisamkomur verða. 27.7.2005 00:01
Átti ekki að fá gild skírteini Flugvélin sem hrapaði í Skerjafirði um verslunarmannahelgina árið 2000 átti ekki að fá skráningar- og lofthæfisskírteini í því ástandi sem hún var, samkvæmt skýrslu sérskipaðrar rannsóknarnefndar undir forystu Sigurðar Líndals lagaprófessors, sem samgönguráðherra skipaði. 27.7.2005 00:01
Jeppi valt á Miklubraut Jeppi valt eftir árekstur við fólksbíl á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar laust eftir klukkan átta í gærmorgun. 27.7.2005 00:01
Karlar gegn nauðgunum "Tilgangur átaksins er að fá karla til þess að velta fyrir sér eðli og alvarleika nauðgana," segir Arnar Gíslason, meðlimur í Karlahóp Femínistafélagsins. Hópurinn ýtti átakinu "Karlmenn segja nei við nauðgunum" úr vör í gær. 27.7.2005 00:01
Mótmælendur ósáttir Frestur sem mótmælendur fengu hjá Prestsetrasjóði til að rýma tjaldsvæðið í landi Valþjófsstaðar á Kárahnjúkasvæðinu rann út á hádegi. Tiltækt lögreglulið á svæðinu fékk liðsauka níu sérsveitarmanna sem voru sendir austur af ríkislögreglustjóra í gærkvöld. Ekki voru þó nein átök á svæðinu. 27.7.2005 00:01
Í varðhaldi fram á haust Kona á þrítugsaldri sem segist vera frá Líberíu en framvísaði fölsuðu bresku vegabréfi við komu til landsins í maí hefur verið dæmd í gæsluvarðhald til 14. október. 27.7.2005 00:01
Impregilo kærir Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo hefur sent Sýslumanninum á Seyðisfirði ákæru vegna eignaspjalla af völdum mótmælenda Kárahnjúkavirkjunar að sögn Ómars R. Valdimarssonar, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. 27.7.2005 00:01
Enduskoðun rekstrar varnarstöðvar Ef flugherinn tekur alfarið við rekstri varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli er margt sem bendir til þess að hermönnum á stöðinni fækki um allt að helming. Talsmaður Bandaríkjahers segir að herinn sé ekki á förum frá Íslandi. 27.7.2005 00:01
Kvikmyndun á Reykjanesi Það er mikil öryggisgæsla í kringum þau svæði þar sem unnið er að kvikmyndinni á Suðurnesjum og ekki fæst leyfi til að fara og skoða herlegheitin. Í rammahúsinu í Reykjanesbæ er unnið að gerð leikmyndar fyrir kvikmyndina, auk þess sem verið er að gera við herbíla og önnur stríðstól sem notuð verða. 27.7.2005 00:01
Bílstjórar ekki sammála Mótmælaaðgerðir atvinnubílstjóra eru vafasamar og stuðla síður en svo að jafnrétti. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann segir ríkið ekki græða á nýja olíugjaldinu. 27.7.2005 00:01
Notkun gefðlyfja eykst enn Kostnaður Tryggingastofnunar vegna tauga- og geðlyfja jókst um 212 milljónir á síðasta ári og um 357 milljónir frá árinu 2002, en það er alls 23 prósenta hækkun á tveimur árum. Lyfjaútgjöldin jukust alls um 8,1 prósent eða um 481 milljón á síðasta ári meðan notkunin jókst um 5,5 prósent. 27.7.2005 00:01
Nýjar tjaldbúðir settar upp Um tuttugu lögregluþjónar voru staddir á Kárahnjúkum um hádegisbilið í gær en þá rann út fresturinn sem mótmælendur höfðu til þess að ganga frá og taka saman föggur sínar að sögn Helga Jenssonar, fulltrúa sýslumannsins á Seyðisfirði. Síðasta tjaldið féll hins vegar ekki fyrr en síðdegis án þess að til átaka kæmi milli mótmælenda og lögreglu. 27.7.2005 00:01
Þúsund manns komin til Eyja Verslunarmannahelgin er að bresta á. Víða um land verða skipulagðar hátíðir fyrir ferðalanga. Undirbúningur er vel á veg kominn víðast hvar og hefur veðurblíða auðveldað mótshöldurum lífið. Þegar er orðið uppselt í Herjólf nema í næturferðir. Húkkaraballið svokallaða hefst í Vestmannaeyjum í kvöld. Þegar eru um þúsund manns komin til Vestmannaeyja. 27.7.2005 00:01
15 milljarða aukning tekjuskatts Tekjur ríkisins vegna tekjuskatts einstaklinga hækka úr 130 milljörðum króna í 145 milljarða milli ára. Ríkisskattstjóri segir hækkunina einkum skýrast af mikilli grósku í þjóðlífinu. Laun hafi hækkað og þar með aukist tekjur ríkisins vegna tekjuskatts. 27.7.2005 00:01
2300 umsóknir um lóðir á Vatnsenda Bæjarráð Kópavogs úthlutar lóðum á Vatnsenda á fimmtudag en rúmlega 2300 umsóknir bárust. Þeir umsækjendur sem ekki fá lóð núna fá líklega annað tækifæri fljótlega því Kópavogsbær stefnir að því að úthluta rúmlega þrjátíu lóðum til viðbótar á Vatnsenda. 26.7.2005 00:01
Brunavörnum víða ábótavant Brunavörnum á hótelum og veitingastöðum er mjög víða ábótavant. Þetta segir Bjarni Árnason á Hóteli Óðinsvéum en Samtök ferðaþjónustunnar og öryggisfyrirtækið Meton hafa gefið út forvarnarit til að bæta þar úr. 26.7.2005 00:01
Átök við Kárahnjúka í nótt Til átaka kom á milli lögreglumanna og mótmælenda við Kárahnjúka í nótt og voru tveir útlendingar handteknir og færðir í fangageymslur á Egilsstöðum. Mótmælendur reyndu að tefja fyrir farartækjum verktaka og eftir því sem fréttastofan kemst næst unnu þeir skemmdarverk á farartæki. 26.7.2005 00:01
Skarst illa á hálsi Til átaka kom um borð í skemmtiferðaskipinu Saga Rose í gærkvöld þar sem skipið var á siglingu djúpt norður af landinu og óskaði skipstjóri eftir aðstoð þyrlu til að sækja slasaðan mann um borð. Hafði sá skorist illa á hálsi og misst tvo lítra af blóði. 26.7.2005 00:01
Íkveikjutilraun á Egilsstöðum Reynt var að kveikja í einbýlishúsi á Egilsstöðum í gær og er talið að barn eða börn hafi verið að verki. Nágranni við húsið sá hvar mikill eldur logaði við útidyr hússins og náði að slökkva hann með handslökkvitæki áður en slökkvilið kom á vettvang. 26.7.2005 00:01
Felldu nýgerðan kjarasamning Flugumferðarstjórar felldu nýgerðan kjarasamning við ríkið í atkvæðagreiðslu. Fjörutíu og níu voru honum andvígir en fjörutíu og tveir fylgjandi. Ekki liggur fyrir hvort flugumferðarstjórar ætli að undirbúa verkfallsaðgerðir í ljósi þessara úrslita. 26.7.2005 00:01
Álagningarseðlar sendir út Skattstjórar landsins leggja fram álagningarskrár á föstudag og sama dag verða 230 þúsund álagningarseðlar vegna síðasta árs sendir út. Mikill meirihluti framteljenda töldu fram rafrænt og geta þeir frá og með morgundeginum leitað upplýsinga um sína álagningu með rafrænum hætti. 26.7.2005 00:01
Tekinn á 208 km hraða Lögreglan í Keflavík stöðvaði ökumann á Reykjanesbraut í nótt eftir að bíll hans hafði mælst á tvö hundruð og átta kílómetra hraða og próflausir guttar stútuðu meðal annars brunahana í Þorlákshöfn svo upp kom gosbrunnur. 26.7.2005 00:01
Engar skemmdir á brúnni Vatnsflóðið í Jöklu náði að seytla yfir brúargólfið yfir ána í gærkvöldi líkt og í fyrrakvöld og var hún lokuð allri umferð. Engar skemmdir urðu á brúnni og nú er spáð heldur kólnandi veðri og er frekari hætta talin vera liðin hjá. 26.7.2005 00:01
Bretum hugsanlega vísað úr landi Sýslumannsembættið á Seyðisfirði og Útlendingastofnun eru að kanna grundvöll þess að vísa þremur Bretum úr landi eftir að þeir tóku þátt í átökum við lögreglu inni á bannsvæði við Kárahnjúkavirkjun í nótt. 26.7.2005 00:01
8 ára drengur reyndi að kveikja í Talið er fullvíst að tiltekinn átta ára drengur hafi reynt að kveikja í einbýlishúsi á Egilsstöðum í gær og eru nú viðeigandi aðilar að ræða við forráðamenn hans, enda er hann að sjálfsögðu ekki sakhæfur. Nágranni við húsið sá hvar mikill eldur logaði við útidyr hússins og náði að slökkva hann með handslökkvitæki, áður en slökkvilið kom á vettvang. 26.7.2005 00:01
Skorið úr um hæð Hvannadalshnjúks Í dag verður byrjað að mæla hæð Hvannadalshnjúks með afgerandi hætti en síðasta opinbera mæling er meira en hundrað ára gömul. Tafir urðu á að flytja búnaðinn upp á jökul í morgun þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar var að sinna sjúkraflugi í nótt og svo var skýjaslæða lögst á jökulinn undir hádegi. 26.7.2005 00:01
Herferð gegn nauðgunum Herferð V-samtakanna gegn nauðgunum fyrir verslunarmannahelgina hefst í dag en þetta er í fjórða sinn sem samtökin eru með sérstaka herferð gegn nauðgunum á þessum tíma árs. Tölulegar staðreyndir varðandi kynferðisbrot um verslunarmannahelgina eru sláandi. 26.7.2005 00:01
Tæki og tól til fíkniefnaneyslu Tæki og tól til fíkniefnaneyslu fundust í einu tjaldi í tjaldbúðum mótmælenda við Kárahnjúka í nótt, en engin fíkniefni. Nokkrir lögreglumenn fóru í búðirnar að loknum átökunum á vinnusvæðinu, sem áttu sér stað upp úr miðnætti, og var fíkniefnahundur með í för. 26.7.2005 00:01
Leyndi því að stjórnin væri fallin Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, virðist hafa ætlað að leyna því að meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna í bæjarstjórn Akureyrar er fallinn, samkvæmt skoðanakönnum Gallups fyrir Akureyrarbæ í vor. 26.7.2005 00:01
Ellefu sóttu um hjá ÁTVR Ellefu manns vilja verða forstjórar ÁTVR en Höskuldur Jónsson er að láta af því starfi. Umsóknarfrestur rann út í gær og veitir fjármálaráðherra embættið. Gert er ráð fyrir að nýr forstjóri taki við 1. september. 26.7.2005 00:01
Leyfi mótmælenda afturkallað Prestseturssjóður hefur afturkallað leyfi mótmælenda við Kárahnjúka til að hafa lengur tjaldbúðir en sjóðurinn hefur yfirráð með landinu á þeim slóðum. Er þetta gert að beiðni Sýslumanns á Seyðisfirði í ljósi þess að mótmælendurnir hafi ekki farið fram með friðsamlegum hætti. 26.7.2005 00:01
Fjölmennt lið gerði húsleit Átta manna lögreglulið frá Hvolsvelli og Selfossi og tveir úr sérsveit Ríkislögreglustjóra, ásamt fíkniefnahundi, gerðu húsleit á bæ í Rangárþingi ytra í gærkvöldi vegna gruns um fikniefnamisferli.Tveir íbúanna voru heima og voru þeir báðir handteknir eftir að fíkniefni af ýmsum gerðum fundust, ásamt bruggtækjum og slatta af landa. Auk þess var kannabisrækt í gangi. 26.7.2005 00:01
Veitingasala ekki niðurgreidd "Reykjavíkurborg hefur aldrei niðurgreitt veitingahúsarekstur í Viðey," segir Steinar Davíðsson, sem rak veitingasölu í Viðeyjarstofu frá 1997 þar til í vor. "Við borguðum árlega þrjár til fimm milljónir í húsaleigu til Reykjavíkurborgar og fengum ekki krónu þaðan inn í reksturinn, hvorki með beinum né óbeinum hætti." 26.7.2005 00:01
Vargur lifir víða óáreittur "Ég hef verið að fá fleiri minka í vor en dæmi eru um án þess að hafa aukið sóknina," segir Guðbrandur Sverrisson, sem eyðir dýrum fyrir þrjú sveitarfélög á Vestfjörðum. Hann segist lengst af hafa verið að fá um hundrað dýr á ári en hafi fengið 170 í fyrra og ef fram heldur sem horfir nær hann yfir tvö hundruð dýrum í ár. 26.7.2005 00:01
Yngsta eyja í heimi Fjölmargir fræðingar telja lífríki á Surtsey einstakt rannsóknarefni vegna sérstöðu eyjarinnar og nú fyrir skemmstu lauk leiðangri lífræðinga á vegum Náttúrufræðistofnunar í eyjunni. En hvað er svona sérstakt við þessa eyju?</font /> 26.7.2005 00:01
Flugherinn taki yfir varnarstöðina Bandaríski sjóherinn og flugherinn eiga í viðræðum um að yfirráð yfir varnarstöðinni á Miðnesheiði verði færð frá sjóhernum til flughersins. Chris Usselman hjá varnarliðinu staðfesti þetta síðdegis. 26.7.2005 00:01
Enginn strætó í Fossvogsspítala "Nú er búið að slípa þá fáu hnökra sem komu upp í gær," segir Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri Strætó, nú þegar nokkur reynsla er komin á nýja leiðarkerfið. Fjölmargir hafa haft samband við Fréttablaðið og lýst skoðunum sínum á því og sýnist sitt hverjum. 26.7.2005 00:01
Surtsey ferðamannaperla Deilt hefur verið um það hvort hleypa eigi ferðamönnum til Surtseyjar en Steingrímur Hermannsson, formaður Surtseyjarfélagsins, er því andvígur. Hjálmar Árnason þingmaður hefur látið þetta mál til sín taka. 26.7.2005 00:01