Fleiri fréttir Býður hús fyrir störf að sunnan Viðræður eru hafnar milli Kaupfélags Eyfirðinga og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins um flutning opinberra verkefna til Akureyrar. Jafnframt á KEA í viðræðum við einkafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu um opnun starfsstöðva á Akureyri. 5.7.2005 00:01 Þristinum flogið aftur til útlanda DC-3 flugvélin Páll Sveinsson heldur í dag af stað í hringflug til Bretlands og Norðurlanda þaðan sem hann snýr aftur til Íslands. Flugið er farið til að minnast þess að í ár eru sextíu ár liðin síðan farþegaflug hófst milli Íslands og annarra landa. 5.7.2005 00:01 Á forsíðu Berlingske Mynd af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group, birtist á forsíðu Berlingske Tidende í Danmörku í gær með fyrirsögninni: "Eigandi Magasin ákærður fyrir blekkingar og skattsvik." 5.7.2005 00:01 Gassprenging í tjaldvagni Roskin hjón brenndust á höndum og andliti þegar gaskútur sprakk inni í tjaldvagna, sem þau voru í skammt frá Bjarkarlundi í Reykhólasveit í gærkvöldi. Svo vel vildi til að hjúkrunafræðingur var í grenndinni og gat komið þeim strax til hjálpar og kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja fólkið til Reykjavíkur. 4.7.2005 00:01 Viðgerð hafin á ljósleiðara Viðgerðarmenn símans eru byrjaðir að gera við ljósleiðarann, sem rofnaði á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar í gær vegna skriðufalla. Útsendingar ríkissjónvarpsins hafa legið niðri á sunnanverðum Austfjörðum vegna þessa. 4.7.2005 00:01 Gefa lóðir og greiða styrk Gjaldfrjáls leikskóli frá næsta hausti, fríar byggingarlóðir og byggingarframlag að upphæð 17.500 krónur á fermetrann er lausn sveitarstjórnarinnar í Súðavík til að fjölga íbúum bæjarins um fjörutíu næstu fimm árin. 4.7.2005 00:01 Vatnsveður og umferð um helgina Ljóst er að tjón sem varð í vatnsveðrinu á Austfjörðum í gær nemur mörgum milljónum króna. Þó nokkuð af vegfarendum um Vesturland sluppu án meiriháttar meiðsla í slysum, sem rakin eru til óveðursins. 4.7.2005 00:01 Nauðganir um helgina Beðið er eftir rannsóknargögnum í báðum nauðgunarmálunum sem komu upp um helgina. Maður er grunaður um nauðgun á Höfn í Hornafirði, en enginn hefur verið handtekinn vegna nauðgunar í Ólafsvík. 4.7.2005 00:01 Krefjast skattalækkunar á bensín Félag íslenskra bifreiðaeigenda ætlar að fara fram á við íslensk stjórnvöld að dregið verði úr skattlagningu á eldsneyti í ljósi síhækkandi heimsmarkaðsverðs. 4.7.2005 00:01 KPMG ver endurskoðanda Baugs Það er mat KPMG endurskoðunar, að endurskoðandi félagsins, sem áritaði ársreikninga Baugs fyrir árin 2000 og 2001 hafi sinnt starfsskyldum í samræmi við lög, en hann hefur verið ákærður fyrir lögbrot. 4.7.2005 00:01 Fólk veit lítið um ráðherra Um það bil helmingur landsmanna hefur ekki hugmynd um hvaða ráðherra gegnir hvaða ráðherraembætti, samkvæmt könnun, sem Morgunblaðið greinir frá. Vitneskja fólks er greinilega mismunandi eftir aldri og menntun. Þannig veit fleira roskið fólk og menntað fólk hvaða ráðherra gegnir hvaða embætti og fleiri karlar hafa það á hreinu en konur. 4.7.2005 00:01 Hlutabréf greidd í dag Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, og aðrir lykilstjórnendur sem keyptu nýverið hlutabréf í bankanum fyrir þrjá komma tvo milljarða króna eiga að greiða fyrir kaupin í dag. 4.7.2005 00:01 Kortafyrirtæki styrkir sendiráð Bandaríkjamenn halda upp á þjóðhátíðardag sinn, fjórða júlí, í dag, og af því tilefni bjóða sendiherrar Bandaríkjanna um allan heim, völdum mönnum úr hópi innfæddra til teitis í sendiráðum sínum síðdegis. 4.7.2005 00:01 Stálpípuverksmiðja í Helguvík? Forsvarsmönnum Stálpípuverksmiðjunnar í Helguvík hefur verið gefinn lokafrestur út mánuðinn til að klára fjármögnun verksmiðjunnar. Liðin eru rúm þrjú ár frá því forsvarsmenn International Pipe and Tube og Ellert Eiríksson þáverandi bæjarstjóri skrifuðu undir samninga um byggingu verksmiðjunnar í Helguvík. 4.7.2005 00:01 Óheimilt að gera verðkönnun Fréttablaðinu er óheimilt að framkvæma verðkönnun í fríhafnarverslunum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og ganga þannig úr skugga um að yfirlýsingar forsvarsmanna hennar um verðlag og samkeppnishæfi stöðvarinnar séu réttar. 4.7.2005 00:01 Allt fyrir Clint Tugir ungra manna fylgdu eftir ameríska draumnum og mættu í áheyrnarprurfur í Keflavík í gærkvöldi fyrir stórmynd Clint Eastwood, Flags of our fathers. Leitað var að aukaleikurum í myndina og þeir sem verða valdir munu leika hermenn í myndinni. 4.7.2005 00:01 Fjármálaeftirlitið samþykkir kaup Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt kaup eignarhaldsfélagsins Milestone á 66,6 prósenta hlut í Sjóvá af Íslandsbanka. Samkeppnisstofnun hefur einnig samþykkt kaupin og verður Sjóvá því ekki hluti af samstæðureikningi Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi heldur bókað sem hlutdeildarfélag. 4.7.2005 00:01 Íslenska vinsæl hjá útlendingum Í dag, mánudaginn 4. júlí hefst fjögurra vikna alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku í Háskóla Íslands. Námskeiðið er einkum ætlað erlendum háskólastúdentum. Stofnun Sigurðar Nordals gengst fyrir námskeiðinu í samvinnu við hugvísindadeild Háskóla Íslands og annast skipulagningu þess. 4.7.2005 00:01 Hagnaðaraukning í Kauphöllinni Hagnaður 18 félaga í Kauphöll Íslands verður rúmir 40 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi þessar árs og er það 237 prósent meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Þessu spáir greiningardeild KB banka í riti um þróun og horfur á hlutabréfamarkaðnum. 4.7.2005 00:01 24 sækja um forstjórastöðu Tuttugu og fjórir sóttu um embætti forstjóra nýrrar landbúnaðarstofnunar sem tekur til starfa á Selfossi um næstu áramót. Forstjórinn verður skipaður frá 1. ágúst og mun hann ráða allt starfsfólk stofnunarinnar. Um 50 manns munu starfa hjá stofnuninni. 4.7.2005 00:01 Mesta úrkoma í þrjá áratugi 33 ár eru síðan Akureyringar máttu þola vætusamari júnímánuð en þann sem er nýbúinn. Úrkoman mældist 55 millímetrar í síðasta mánuði og er það tvöfalt meira en meðalúrkoman á þessum árstíma. Fara þarf aftur til ársins 1972 til að finna dæmi um meiri úrkomu á Akureyri í júní, þá var úrkoman 112 millímetrar. 4.7.2005 00:01 Ökumaður pallbíls lést í árekstri Ökumaður pallbíls lést er hann lenti í árekstri við rútu á Biskupstungnabraut við Minni Borg í Grímsnesi rétt fyrir klukkan tvö í dag. Ökumaðurinn er talinn hafa látist samstundis. Fjörtíu og fjórir erlendir ferðamenn voru í rútunni og voru þrír þeirra fluttir á slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvogi. 4.7.2005 00:01 Samskip kaupir Seawheel Samskip hafa keypt breska skipafélagið Seawheel og verður rekstur þess sameinaður gámaflutningastarfsemi Samskipa í Evrópu. Fyrr á árinu keyptu Samskip hollenska flutningafyrirtækið Geest North Sea Line og varð félagið þar með eitt stærsta gámaflutningafélag í siglingum innan Evrópu. 4.7.2005 00:01 Sólarstundir í Reykjavík í júlí Sólarstundir í Reykjavík í júní voru 208 og er það 40 stundum meira en í meðalári. Þá var júnímánuður einni og hálfri gráðu hlýrri en í meðalári, en meðalhitinn var tíu og hálf gráða, að því er kemur fram í tíðarfarsyfirliti frá Veðurstofunni. 4.7.2005 00:01 Þorkell forstöðumaður Þorkell Ágústsson hefur verið skipaður forstöðumaður Rannsóknarnefndar flugslysa frá 1. september 2005. 4.7.2005 00:01 Sólheimakirkja vígð Sólheimakirkja var vígð á sunnudag en bygging hennar hófst í ágúst 2002. 4.7.2005 00:01 Sótt um lóðir í Þingahverfi Á milli tvö og þrjú þúsund manns sóttu um lóðir fyrir rúmlega 200 íbúðir í landi Kópavogs, svokölluðu Þingahverfi á Vatnsenda. Byrjað var að úthluta gögnum vegna lóðanna fyrir þremur vikum, en frestur til að skila inn gögnum rann út klukkan þrjú í dag. Að sögn fulltrúa á skrifstofu bæjarskipulags Kópavogs er gert ráð fyrir að niðurstða liggi fyrir í ágúst. 4.7.2005 00:01 Lyf og heilsa styrkir PSÍ Parkinsonssamtök Íslands, PSÍ, hafa gert tveggja ára samstarfssamning við Lyf og heilsu um að fyrirtækið verði aðalstyrktaraðili samtakanna. 4.7.2005 00:01 Settjarnir við Elliðaár "Þetta eru mengunargildrur, settjarnir sem sía yfirfallsvatn áður en það rennur í árnar," segir Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi um settjarnir sem búið er að gera við Elliðaárnar í Reykjavík. 4.7.2005 00:01 23 umsækjendur Landbúnaðarstofnun tekur til starfa samkvæmt nýjum lögum 1. janúar 2006, en hún sameinar stofnanir, embætti og verkefni á sviði stjórnsýslu og eftirlits innan landbúnaðarins í eina stofnun. Umsóknarfrestur um stöðu forstjóra Landbúnaðarstofnunar var til 21. júní og bárust 23 umsóknir, en forstjórinn tekur til starfa 1. ágúst 2005. 4.7.2005 00:01 Orka jarðar Landsmót skáta 2005 fer fram á Úlfljótsvatni 19. til 26. júlí næstkomandi en það er haldið þriðja hvert ár. Landsmótið er ein stærsta útisamkoma sem haldin er á Íslandi og búast skipuleggjendur mótsins við um 4-5000 manns alla vikuna. 4.7.2005 00:01 Framboð til nýrrar stjórnar í FL Framboð til nýrrar stjórnar FL group hafa borist Kauphöll Íslands og verður stjórnarkjörið haldið á hluthafafundi félagsins næstkomandi laugardag. 4.7.2005 00:01 Lík í sjónum við Gullinbrú? Lögregla og slökkvilið voru með mikinn viðbúnað við Gullinbrú í Grafarvogi síðdegis eftir að vegfarendur töldu sig hafa séð lík í sjónum við brúna. Lögreglumenn mættu á gúmmíbáti en þrátt fyrir ákafa leit hafði ekkert fundist skömmu fyrir fréttir. 4.7.2005 00:01 Langt í þingfestingu í Baugsmálinu Einn og hálfur mánuður líður frá því að sakborningum í Baugsmálinu eru birtar ákærur og málið er þingfest. Ríkislögreglustjóri og yfirmaður efnahagsbrotadeildar eru báðir komnir í frí og er það líkleg skýring á þessum langa tíma. Þegar Sindri Sindrason spurði dómsmálaráðherra hvort þetta teldust ásættanleg vinnubrögð lauk símtalinu skyndilega. 4.7.2005 00:01 Skera upp herör gegn skottusölum Grétar Jónasson framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir að nú verði skorin upp herör gegn skottusölum í landinu. Hann á við að farið verði í átak gegn mönnum sem komi fram sem fasteignasalar uppfylli ekki lagakröfur sem gerðar eru til fasteignasala. 4.7.2005 00:01 Viðgerðum ekki nærri lokið Viðgerðir eru í fullum gangi á vegum sem skemmdust í vatnsviðrinu á Austurlandi um helgina. Vegurinn um Fagradal milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða fór í sundur eftir skriðu og að sögn starfsmanna Vegagerðarinnar á Reyðarfirði gengur viðgerðin sæmilega. 4.7.2005 00:01 Frekara tjóni afstýrt Slökkviliðið var kallað í íþróttahúsið á Seltjarnarnesi eftir að vart varð um vatnsleka í fyrradag. Fimm sentímetra vatnslag lá þá yfir um tvö hundruð fermetrum í sal á efri hæð og í andyri. 4.7.2005 00:01 Íbúðalánasjóður lánar stofnunum Íbúðalánasjóður hefur lánað Sparisjóðunum og öðrum lánastofnunum rúma áttatíu milljarða króna, til að endurlána viðskiptavinum sínum. Lán Íbúðalánasjóðs eru ríkistryggð og upphæðin nemur allt að því helmingi allra skulda ríkissjóðs. 4.7.2005 00:01 Margir um hituna í Kópavogi Miklar annir voru hjá bæjarskipulagi Kópavogs í gær en þá rann út frestur til að skila inn umsóknum vegna úthlutunar byggingaréttar fyrir íbúðir í fyrirhuguðu Þingahverfi við Elliðavatn. 4.7.2005 00:01 Dísilolía dýrari en bensín Dísilolía er nú orðin dýrari en bensín eftir síðustu hækkanir olíufélaganna Olís, Esso, og Skeljungs í gær en þá hækkuðu öll verð á dísilolíu um eina krónu á hvern lítra. 4.7.2005 00:01 Maður lést í umferðarslysi Eldri maður lést í árekstri pallbíls og rútu við Minni-Borg í Grímsnesi laust eftir klukkan hálf tvö í gærdag. Þrír farþegar rútunnar meiddust og voru fluttir á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Reykavík til skoðunar. Maðurinn sem lést ók pallbílnum og var einn á ferð. Talið er að hann hafi látist samstundis. 4.7.2005 00:01 Fundu eiturlyf, umbúðir og búnað Lögregla fann þrjú kíló af hassi og 400 grömm af amfetamíni við húsleit á lögheimili manns í Reykjavík síðasta þriðjudag. Þá fundust fyrr um morguninn ætluð íblöndunarefni, umbúðir og búnaður sem lögregla ætlar að notaður hafi verið til að pakka fíkniefnum á dvalarstað mannsins. 4.7.2005 00:01 Tvíkjálkabrotinn fær bætur Ungir bræður voru fyrir helgi dæmdir í hálfsársfangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að berja mann og sparka ítrekað í höfuð hans þar sem hann lá þannig að hann tvíkjálkabrotnaði og hlaut önnur meiðsl. Árásin átti sér stað á tjaldstæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri, aðfararnótt 17. júní í fyrra. 4.7.2005 00:01 Barði niður bílstjóra 22 ára gamall maður var í gær dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað snemma á laugardagsmorgni í febrúar í fyrra. 4.7.2005 00:01 Störfuðu lögum samkvæmt KPMG Endurskoðun sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna ákæru Ríkislögreglustjóra á hendur starfsmanni fyrirtækisins í Baugsmálinu. Fram kemur að starfsmanninum sé gefið að sök að hafa áritað ársreikninga Baugs hf. fyrir árin 2000 og 2001 án fyrirvara, en Ríkislögreglustjóri telji tilteknar upplýsingar ekki hafa verið settar fram í samræmi við lög. 4.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Býður hús fyrir störf að sunnan Viðræður eru hafnar milli Kaupfélags Eyfirðinga og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins um flutning opinberra verkefna til Akureyrar. Jafnframt á KEA í viðræðum við einkafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu um opnun starfsstöðva á Akureyri. 5.7.2005 00:01
Þristinum flogið aftur til útlanda DC-3 flugvélin Páll Sveinsson heldur í dag af stað í hringflug til Bretlands og Norðurlanda þaðan sem hann snýr aftur til Íslands. Flugið er farið til að minnast þess að í ár eru sextíu ár liðin síðan farþegaflug hófst milli Íslands og annarra landa. 5.7.2005 00:01
Á forsíðu Berlingske Mynd af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group, birtist á forsíðu Berlingske Tidende í Danmörku í gær með fyrirsögninni: "Eigandi Magasin ákærður fyrir blekkingar og skattsvik." 5.7.2005 00:01
Gassprenging í tjaldvagni Roskin hjón brenndust á höndum og andliti þegar gaskútur sprakk inni í tjaldvagna, sem þau voru í skammt frá Bjarkarlundi í Reykhólasveit í gærkvöldi. Svo vel vildi til að hjúkrunafræðingur var í grenndinni og gat komið þeim strax til hjálpar og kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja fólkið til Reykjavíkur. 4.7.2005 00:01
Viðgerð hafin á ljósleiðara Viðgerðarmenn símans eru byrjaðir að gera við ljósleiðarann, sem rofnaði á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar í gær vegna skriðufalla. Útsendingar ríkissjónvarpsins hafa legið niðri á sunnanverðum Austfjörðum vegna þessa. 4.7.2005 00:01
Gefa lóðir og greiða styrk Gjaldfrjáls leikskóli frá næsta hausti, fríar byggingarlóðir og byggingarframlag að upphæð 17.500 krónur á fermetrann er lausn sveitarstjórnarinnar í Súðavík til að fjölga íbúum bæjarins um fjörutíu næstu fimm árin. 4.7.2005 00:01
Vatnsveður og umferð um helgina Ljóst er að tjón sem varð í vatnsveðrinu á Austfjörðum í gær nemur mörgum milljónum króna. Þó nokkuð af vegfarendum um Vesturland sluppu án meiriháttar meiðsla í slysum, sem rakin eru til óveðursins. 4.7.2005 00:01
Nauðganir um helgina Beðið er eftir rannsóknargögnum í báðum nauðgunarmálunum sem komu upp um helgina. Maður er grunaður um nauðgun á Höfn í Hornafirði, en enginn hefur verið handtekinn vegna nauðgunar í Ólafsvík. 4.7.2005 00:01
Krefjast skattalækkunar á bensín Félag íslenskra bifreiðaeigenda ætlar að fara fram á við íslensk stjórnvöld að dregið verði úr skattlagningu á eldsneyti í ljósi síhækkandi heimsmarkaðsverðs. 4.7.2005 00:01
KPMG ver endurskoðanda Baugs Það er mat KPMG endurskoðunar, að endurskoðandi félagsins, sem áritaði ársreikninga Baugs fyrir árin 2000 og 2001 hafi sinnt starfsskyldum í samræmi við lög, en hann hefur verið ákærður fyrir lögbrot. 4.7.2005 00:01
Fólk veit lítið um ráðherra Um það bil helmingur landsmanna hefur ekki hugmynd um hvaða ráðherra gegnir hvaða ráðherraembætti, samkvæmt könnun, sem Morgunblaðið greinir frá. Vitneskja fólks er greinilega mismunandi eftir aldri og menntun. Þannig veit fleira roskið fólk og menntað fólk hvaða ráðherra gegnir hvaða embætti og fleiri karlar hafa það á hreinu en konur. 4.7.2005 00:01
Hlutabréf greidd í dag Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, og aðrir lykilstjórnendur sem keyptu nýverið hlutabréf í bankanum fyrir þrjá komma tvo milljarða króna eiga að greiða fyrir kaupin í dag. 4.7.2005 00:01
Kortafyrirtæki styrkir sendiráð Bandaríkjamenn halda upp á þjóðhátíðardag sinn, fjórða júlí, í dag, og af því tilefni bjóða sendiherrar Bandaríkjanna um allan heim, völdum mönnum úr hópi innfæddra til teitis í sendiráðum sínum síðdegis. 4.7.2005 00:01
Stálpípuverksmiðja í Helguvík? Forsvarsmönnum Stálpípuverksmiðjunnar í Helguvík hefur verið gefinn lokafrestur út mánuðinn til að klára fjármögnun verksmiðjunnar. Liðin eru rúm þrjú ár frá því forsvarsmenn International Pipe and Tube og Ellert Eiríksson þáverandi bæjarstjóri skrifuðu undir samninga um byggingu verksmiðjunnar í Helguvík. 4.7.2005 00:01
Óheimilt að gera verðkönnun Fréttablaðinu er óheimilt að framkvæma verðkönnun í fríhafnarverslunum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og ganga þannig úr skugga um að yfirlýsingar forsvarsmanna hennar um verðlag og samkeppnishæfi stöðvarinnar séu réttar. 4.7.2005 00:01
Allt fyrir Clint Tugir ungra manna fylgdu eftir ameríska draumnum og mættu í áheyrnarprurfur í Keflavík í gærkvöldi fyrir stórmynd Clint Eastwood, Flags of our fathers. Leitað var að aukaleikurum í myndina og þeir sem verða valdir munu leika hermenn í myndinni. 4.7.2005 00:01
Fjármálaeftirlitið samþykkir kaup Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt kaup eignarhaldsfélagsins Milestone á 66,6 prósenta hlut í Sjóvá af Íslandsbanka. Samkeppnisstofnun hefur einnig samþykkt kaupin og verður Sjóvá því ekki hluti af samstæðureikningi Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi heldur bókað sem hlutdeildarfélag. 4.7.2005 00:01
Íslenska vinsæl hjá útlendingum Í dag, mánudaginn 4. júlí hefst fjögurra vikna alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku í Háskóla Íslands. Námskeiðið er einkum ætlað erlendum háskólastúdentum. Stofnun Sigurðar Nordals gengst fyrir námskeiðinu í samvinnu við hugvísindadeild Háskóla Íslands og annast skipulagningu þess. 4.7.2005 00:01
Hagnaðaraukning í Kauphöllinni Hagnaður 18 félaga í Kauphöll Íslands verður rúmir 40 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi þessar árs og er það 237 prósent meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Þessu spáir greiningardeild KB banka í riti um þróun og horfur á hlutabréfamarkaðnum. 4.7.2005 00:01
24 sækja um forstjórastöðu Tuttugu og fjórir sóttu um embætti forstjóra nýrrar landbúnaðarstofnunar sem tekur til starfa á Selfossi um næstu áramót. Forstjórinn verður skipaður frá 1. ágúst og mun hann ráða allt starfsfólk stofnunarinnar. Um 50 manns munu starfa hjá stofnuninni. 4.7.2005 00:01
Mesta úrkoma í þrjá áratugi 33 ár eru síðan Akureyringar máttu þola vætusamari júnímánuð en þann sem er nýbúinn. Úrkoman mældist 55 millímetrar í síðasta mánuði og er það tvöfalt meira en meðalúrkoman á þessum árstíma. Fara þarf aftur til ársins 1972 til að finna dæmi um meiri úrkomu á Akureyri í júní, þá var úrkoman 112 millímetrar. 4.7.2005 00:01
Ökumaður pallbíls lést í árekstri Ökumaður pallbíls lést er hann lenti í árekstri við rútu á Biskupstungnabraut við Minni Borg í Grímsnesi rétt fyrir klukkan tvö í dag. Ökumaðurinn er talinn hafa látist samstundis. Fjörtíu og fjórir erlendir ferðamenn voru í rútunni og voru þrír þeirra fluttir á slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvogi. 4.7.2005 00:01
Samskip kaupir Seawheel Samskip hafa keypt breska skipafélagið Seawheel og verður rekstur þess sameinaður gámaflutningastarfsemi Samskipa í Evrópu. Fyrr á árinu keyptu Samskip hollenska flutningafyrirtækið Geest North Sea Line og varð félagið þar með eitt stærsta gámaflutningafélag í siglingum innan Evrópu. 4.7.2005 00:01
Sólarstundir í Reykjavík í júlí Sólarstundir í Reykjavík í júní voru 208 og er það 40 stundum meira en í meðalári. Þá var júnímánuður einni og hálfri gráðu hlýrri en í meðalári, en meðalhitinn var tíu og hálf gráða, að því er kemur fram í tíðarfarsyfirliti frá Veðurstofunni. 4.7.2005 00:01
Þorkell forstöðumaður Þorkell Ágústsson hefur verið skipaður forstöðumaður Rannsóknarnefndar flugslysa frá 1. september 2005. 4.7.2005 00:01
Sólheimakirkja vígð Sólheimakirkja var vígð á sunnudag en bygging hennar hófst í ágúst 2002. 4.7.2005 00:01
Sótt um lóðir í Þingahverfi Á milli tvö og þrjú þúsund manns sóttu um lóðir fyrir rúmlega 200 íbúðir í landi Kópavogs, svokölluðu Þingahverfi á Vatnsenda. Byrjað var að úthluta gögnum vegna lóðanna fyrir þremur vikum, en frestur til að skila inn gögnum rann út klukkan þrjú í dag. Að sögn fulltrúa á skrifstofu bæjarskipulags Kópavogs er gert ráð fyrir að niðurstða liggi fyrir í ágúst. 4.7.2005 00:01
Lyf og heilsa styrkir PSÍ Parkinsonssamtök Íslands, PSÍ, hafa gert tveggja ára samstarfssamning við Lyf og heilsu um að fyrirtækið verði aðalstyrktaraðili samtakanna. 4.7.2005 00:01
Settjarnir við Elliðaár "Þetta eru mengunargildrur, settjarnir sem sía yfirfallsvatn áður en það rennur í árnar," segir Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi um settjarnir sem búið er að gera við Elliðaárnar í Reykjavík. 4.7.2005 00:01
23 umsækjendur Landbúnaðarstofnun tekur til starfa samkvæmt nýjum lögum 1. janúar 2006, en hún sameinar stofnanir, embætti og verkefni á sviði stjórnsýslu og eftirlits innan landbúnaðarins í eina stofnun. Umsóknarfrestur um stöðu forstjóra Landbúnaðarstofnunar var til 21. júní og bárust 23 umsóknir, en forstjórinn tekur til starfa 1. ágúst 2005. 4.7.2005 00:01
Orka jarðar Landsmót skáta 2005 fer fram á Úlfljótsvatni 19. til 26. júlí næstkomandi en það er haldið þriðja hvert ár. Landsmótið er ein stærsta útisamkoma sem haldin er á Íslandi og búast skipuleggjendur mótsins við um 4-5000 manns alla vikuna. 4.7.2005 00:01
Framboð til nýrrar stjórnar í FL Framboð til nýrrar stjórnar FL group hafa borist Kauphöll Íslands og verður stjórnarkjörið haldið á hluthafafundi félagsins næstkomandi laugardag. 4.7.2005 00:01
Lík í sjónum við Gullinbrú? Lögregla og slökkvilið voru með mikinn viðbúnað við Gullinbrú í Grafarvogi síðdegis eftir að vegfarendur töldu sig hafa séð lík í sjónum við brúna. Lögreglumenn mættu á gúmmíbáti en þrátt fyrir ákafa leit hafði ekkert fundist skömmu fyrir fréttir. 4.7.2005 00:01
Langt í þingfestingu í Baugsmálinu Einn og hálfur mánuður líður frá því að sakborningum í Baugsmálinu eru birtar ákærur og málið er þingfest. Ríkislögreglustjóri og yfirmaður efnahagsbrotadeildar eru báðir komnir í frí og er það líkleg skýring á þessum langa tíma. Þegar Sindri Sindrason spurði dómsmálaráðherra hvort þetta teldust ásættanleg vinnubrögð lauk símtalinu skyndilega. 4.7.2005 00:01
Skera upp herör gegn skottusölum Grétar Jónasson framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir að nú verði skorin upp herör gegn skottusölum í landinu. Hann á við að farið verði í átak gegn mönnum sem komi fram sem fasteignasalar uppfylli ekki lagakröfur sem gerðar eru til fasteignasala. 4.7.2005 00:01
Viðgerðum ekki nærri lokið Viðgerðir eru í fullum gangi á vegum sem skemmdust í vatnsviðrinu á Austurlandi um helgina. Vegurinn um Fagradal milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða fór í sundur eftir skriðu og að sögn starfsmanna Vegagerðarinnar á Reyðarfirði gengur viðgerðin sæmilega. 4.7.2005 00:01
Frekara tjóni afstýrt Slökkviliðið var kallað í íþróttahúsið á Seltjarnarnesi eftir að vart varð um vatnsleka í fyrradag. Fimm sentímetra vatnslag lá þá yfir um tvö hundruð fermetrum í sal á efri hæð og í andyri. 4.7.2005 00:01
Íbúðalánasjóður lánar stofnunum Íbúðalánasjóður hefur lánað Sparisjóðunum og öðrum lánastofnunum rúma áttatíu milljarða króna, til að endurlána viðskiptavinum sínum. Lán Íbúðalánasjóðs eru ríkistryggð og upphæðin nemur allt að því helmingi allra skulda ríkissjóðs. 4.7.2005 00:01
Margir um hituna í Kópavogi Miklar annir voru hjá bæjarskipulagi Kópavogs í gær en þá rann út frestur til að skila inn umsóknum vegna úthlutunar byggingaréttar fyrir íbúðir í fyrirhuguðu Þingahverfi við Elliðavatn. 4.7.2005 00:01
Dísilolía dýrari en bensín Dísilolía er nú orðin dýrari en bensín eftir síðustu hækkanir olíufélaganna Olís, Esso, og Skeljungs í gær en þá hækkuðu öll verð á dísilolíu um eina krónu á hvern lítra. 4.7.2005 00:01
Maður lést í umferðarslysi Eldri maður lést í árekstri pallbíls og rútu við Minni-Borg í Grímsnesi laust eftir klukkan hálf tvö í gærdag. Þrír farþegar rútunnar meiddust og voru fluttir á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Reykavík til skoðunar. Maðurinn sem lést ók pallbílnum og var einn á ferð. Talið er að hann hafi látist samstundis. 4.7.2005 00:01
Fundu eiturlyf, umbúðir og búnað Lögregla fann þrjú kíló af hassi og 400 grömm af amfetamíni við húsleit á lögheimili manns í Reykjavík síðasta þriðjudag. Þá fundust fyrr um morguninn ætluð íblöndunarefni, umbúðir og búnaður sem lögregla ætlar að notaður hafi verið til að pakka fíkniefnum á dvalarstað mannsins. 4.7.2005 00:01
Tvíkjálkabrotinn fær bætur Ungir bræður voru fyrir helgi dæmdir í hálfsársfangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að berja mann og sparka ítrekað í höfuð hans þar sem hann lá þannig að hann tvíkjálkabrotnaði og hlaut önnur meiðsl. Árásin átti sér stað á tjaldstæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri, aðfararnótt 17. júní í fyrra. 4.7.2005 00:01
Barði niður bílstjóra 22 ára gamall maður var í gær dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað snemma á laugardagsmorgni í febrúar í fyrra. 4.7.2005 00:01
Störfuðu lögum samkvæmt KPMG Endurskoðun sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna ákæru Ríkislögreglustjóra á hendur starfsmanni fyrirtækisins í Baugsmálinu. Fram kemur að starfsmanninum sé gefið að sök að hafa áritað ársreikninga Baugs hf. fyrir árin 2000 og 2001 án fyrirvara, en Ríkislögreglustjóri telji tilteknar upplýsingar ekki hafa verið settar fram í samræmi við lög. 4.7.2005 00:01