Innlent

Dísilolía dýrari en bensín

Dísilolía er nú orðin dýrari en bensín eftir síðustu hækkanir olíufélaganna Olís, Esso, og Skeljungs í gær en þá hækkuðu öll verð á dísilolíu um eina krónu á hvern lítra. Ástæðan er hækkandi heimsmarkaðsverð en aðeins eru fjórir dagar síðan breytingar urðu á skattlagningu dísilolíu sem áttu að leiða til þess að almenningur keypti dísilknúna bíla í stað bensínbíla. Hefur Geir H. Haarde sagt að það hafi aldrei verið fyrirséð að verð á hvern lítra dísilolíu yrði dýrari en bensínlítri en það er orðið staðreynd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×