Innlent

Nauðganir um helgina

Beðið er eftir rannsóknargögnum í báðum nauðgunarmálunum sem komu upp um helgina. Maður er grunaður um nauðgun á Höfn í Hornafirði, en enginn hefur verið handtekinn vegna nauðgunar í Ólafsvík.  Maðurinn sem lögreglan á Höfn í Hornafirði handtók um helgina hefur ekki játað, en hann er á tvítugsaldri. Að sögn lögreglunnar á Höfn er verið að rannsaka sýni sem tengjast málinu og er niðurstaðna úr þeim beðið. Um helgina tilkynnti fimmtán ára stúlka á Ólafsvík um nauðgun og að sér hafi verið byrlað ólyfjan. Samkvæmt framburði stúlkunnar átti nauðgunin að hafa verið framin á salerni á veitingastað í bænum. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins, en stúlkan fór á neyðarmóttöku og er beðið gagna úr þeirri rannsókn. Dómari þarf að yfirheyra stúlkuna þar sem hún er aðeins fimmtán ára gömul, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Ólafsvík hefur það ekki enn verið gert. Stígamót fá reglulega inn konur sem telja sig hafa verið byrlað ólyfjan og nauðgað í kjölfarið. Að sögn Þórunnar Þórarinsdóttur ráðgjafa hjáStígmótum er talið að lyfið Rohypnol og smjörsýra séu notuð í slíkum nauðgunum. Verkan lyfjanna er þannig að viðkomandi dettur út og man ekkert eftir því sem gerðist. Síðustu ár hafa slík mál komið upp með reglulegum millibili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×