Innlent

Íslenska vinsæl hjá útlendingum

Í dag, mánudaginn 4. júlí hefst fjögurra vikna alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku í Háskóla Íslands. Námskeiðið er einkum ætlað erlendumháskólastúdentum. Stofnun Sigurðar Nordals gengst fyrir námskeiðinu í samvinnu við hugvísindadeild Háskóla Íslands og annast skipulagningu þess. Þátttakendur eru 35 og koma frá 12 löndum, flestir frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. Þetta er þriðja námskeiðið fyrir erlenda námsmenn sem Stofnun Sigurðar Nordals skipuleggur á þessu sumri. Mikill áhugi er á að læra íslensku víða um lönd, ekki síst í Norður-Evrópu og Norður-Ameríku. Með ári hverju berast fleiri umsóknir um hvers konar íslenskunám fyrir útlendinga hér á landi. Um þrisvar sinnum fleiri stúdentar sækja um alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku en unnt er að sinna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×