Innlent

Sólheimakirkja vígð

Sólheimakirkja var vígð á sunnudag en bygging hennar hófst í ágúst 2002. Kirkjan er eign Sólheima og var skuldlaus á vígsludegi, en hún var fjármögnuð af styrktarsjóði Sólheima og peningagjöfum einstaklinga og fyrirtækja. Séra Helga Helena Sturlaugsdóttir var ráðin prestur kirkjunnar í nóvember 2004 sem tilheyrir Mosfellssókn. Arkitekt Sólheimakirkju er Árni Friðriksson og rúmar hún 168 manns í sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×