Fleiri fréttir Samstarf í vísindum og tækni Forseti Indlands átti fund með forseta Íslands að Bessastöðum í dag og lögðu báðir forsetar mikla áherslu á samstarfsmöguleika landanna tveggja á sviði vísinda og tækni. 30.5.2005 00:01 Kona og ungabarn björguðust "Það var fyrir mestu að enginn slasaðist og tjónasérfræðingar eru bjartsýnir að bjarga megi töluverðu af innanstokksmunum," segir Stefán Pálsson, safnvörður og dómari í Gettu betur, en kona hans og barn björguðust þegar kviknaði í íbúð þeirra að Mánagötu um eftirmiðsdagsbil í gær. 30.5.2005 00:01 Viðey að skolast burt "Þarna hefur verið um gríðarlegt landrof að ræða síðustu árin og engu öðru um að kenna en þeim dýpkunarframkvæmdum sem gerðar hafa verið í Sundahöfn," segir Örnólfur Halfdánarson, fyrrverandi bókaútgefandi og áhugamaður um Viðey. 30.5.2005 00:01 Lagði hornstein að húsi Actavis Forseti Indlands lagði hornstein þrjú þúsund fermetra rannsóknahúsi í dag sem hýsa mun stærstan hluta þróunar- og rannsóknarstarfs Actavis. Þó að margir hafi beðið lengi eftir vætu fyrir gróðurinn hefðu forsvarsmenn fyrirtækisins sjálfsagt kosið að bíða örlítið lengur. 30.5.2005 00:01 Þriðjungslækkun á matvælaverði Þriðjungslækkun hefur orðið á matvælaverði hjá stóru lágvöruverðsverslununum á undanförnum mánuðum, samkvæmt könnunum ASÍ. Ekki arðvænlegur rekstur, segir framkvæmdastjóri Bónus. 30.5.2005 00:01 Hard Rock lokar Veitingastaðnum og rokkminjasafninu Hard Rock Cafe í Kringlunni hefur verið lokað eftir átján ára rekstur. Allir erlendir rokkmunir verða sendir til Hard Rock samsteypunnar vestanhafs en ekki er ljóst hvernig íslensku munirnir verða varðveittir. 30.5.2005 00:01 Eldflaugamaðurinn sýndi Ólafi Alpa Samstarf í tækni- og lyfjaþróun er efst á baugi í opinberri heimsókn Indlandsforseta, en hann kynnti sér einnig viðvörunarkerfi Íslendinga vegna jarðskjálfta og annarra náttúruhamfara. 30.5.2005 00:01 S-hópurinn fékk milljarða að láni Landsbankinn lánaði félögum innan S-hópsins milljarða króna áður en bankinn var seldur Samson. Lánið var á góðum kjörum og var notað til að greiða fyrri greiðslu S-hópsins í Búnaðarbankanum. </font /></b /> 30.5.2005 00:01 Tuttugu prósenta hækkun Kjölur og önnur félög starfsmanna sveitarfélaga í Starfsgreinasambandinu og Samflotinu svonefnda skrifuðu undir nýjan kjarasamning við launanefnd sveitarfélaga síðastliðið sunnudagskvöld. Þrjú til fjögur þúsund starfsmenn sveitarfélaga víðs vegar um land eiga aðild að samningnum. 30.5.2005 00:01 Konur í rekstri fá aðgang Konur sem reka fyrirtæki fá nú aðgang að Félagi kvenna í atvinnurekstri en áður þurftu konur bæði að eiga og reka fyrirtæki til að fá að vera í félaginu. Aðalfundur félagsins var haldinn í síðustu viku og voru þá samþykktar breytingar á lögum félagsins. 30.5.2005 00:01 Valgerður heimilaði eignafærslu Valgerður Sverrisdóttir veitti þýska bankanaum Hauck & Aufhauser heimild til að selja Keri þriðjung þess hlutar sem hann keypti í Búnaðarbankanum þrettán mánuðum eftir að kaupsamningur S-hópsins um Búnaðarbankann var undirritaður. 30.5.2005 00:01 Bjarni stefnir á 21 kílómetra Íslandsbanki verður aðalstyrktaraðili Reykjavíkur Maraþons næstu þrjú ár og mun það nefnast Íslandsbanka Reykjavíkur Maraþon. 30.5.2005 00:01 Fallinna hermanna minnst Bandarískra hermanna sem létust á og við Ísland í síðari heimsstyrjöldinni var minnst við hátíðlega athöfn í Fossvogskirkjugarði í gær. Sambærilega athafnir fóru einnig fram víða um heim í gær í tilefni Memorial Day, sem haldinn er hátíðlegur síðasta mánudag í maí ár hvert, en þá minnast Bandaríkjamenn fallinna hermanna. 30.5.2005 00:01 Fékk tveggja ára fangelsi Jón Árni Rúnarsson, fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt á tímabilinu 1994 til 2001. 30.5.2005 00:01 Fýlubomba frá Finni "Þettar er bara ein af mörgum fýlubombum sem Finnur Ingólfsson hefur sprengt á ævi sinni. Ég veit ekki hvað maðurinn er að spá," segir Egill Helgason þáttarstjórnandi. 30.5.2005 00:01 Fer á Selfoss Ákveðið hefur verið að Landbúnaðarstofnun, sem tekur við þeim verkefnum sem hafa verið í höndum yfirdýralæknis, veiðimálastjóra, aðfangaeftirlitsins, kjötmatsformanns og plöntueftirlitsins, skuli staðsett á Selfossi. 30.5.2005 00:01 Fjöldaslagsmál í Hafnarstræti Töluverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt en mikið af fólki var samankomið í miðbæ höfuðborgarinnar til að skemmta sér. Ekki tókst öllum þó ætlunarverk sitt og var lögreglan kölluð að skemmtistaðnum Ópus í Hafnarstrætinu um sexleytið í morgun þar sem fjöldaslagsmál fóru fram. Alls voru tólf lögreglumenn kallaðir á vettvang og gekk greiðlega að róa lýðinn en enginn meiddist alvarlega að sögn lögreglunnar. 29.5.2005 00:01 Rólegt hjá lögreglu um land allt Tveir voru stöðvaðir á Akureyri í gærkvöld og nótt grunaðir um ölvun við akstur og tveir á Selfossi. Annars var nóttin tiltölulega róleg hjá lögreglunni um land allt þrátt fyrir að miðbæir víða um land hafi verið fullir af fólki enda mikið af útskriftum og öðrum hátíðarhöldum í gær á þessari björtu og fallegu sumarnótt. 29.5.2005 00:01 Eldur í undirgöngum í miðbænum Slökkvilið Reykjavíkur kallað að undiröngum við Urðarstíg og Nönnustíg um klukkan hálffjögur í nótt þar sem búið var að kveikja í rusli. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en nokkur hætta myndaðist þó þar sem eldurinn hefði getað náð til íbúðarhúsa í kring, að sögn slökkviliðsins. 29.5.2005 00:01 Stefán Már sóknarprestur á Hofi Stefán Már Gunnlaugsson var kjörinn sóknarprestur á Hofi í Vopnafirði með 58 prósentum atkvæða í almennum prestskostningum sem fram fóru í gær, laugardaginn 28. maí. Atkvæði voru talin í dag. Fimm sóttu um embættið en einn umsækjenda dró umsókn sína til baka. Voru því fjórir í kjöri, séra Séra Brynhildur Óladóttir, Klara Hilmarsdóttir guðfræðingur, Stefán Már Gunnlaugsson guðfræðingur og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir guðfræðingur. 29.5.2005 00:01 Forseti Indlands kominn Dr. Abdul Kalam, forseti Indlands, er kominn til landsins en flugvél hans lenti á fjórða tímanum. Hann mun í kvöld eiga viðræður við hóp íslenskra vísinda og fræðimanna og þá mun hann einnig hitta stjórnarmenn í Íslensk-indverska verslunarráðinu. Opinber heimsókn hans hefst svo í fyrramálið með móttökuathöfn að Bessastöðum og stendur hún fram á þriðjudagskvöld. 29.5.2005 00:01 Milljón vinnustundir án slyss Meira en milljón vinnustundir hafa verið unnar í álverinu í Straumsvík án þess að þar hafi orðið slys sem leiðir til fjarveru starfsmanns frá vinnu daginn eftir óhapp. Slíkt slys varð síðast í apríl í fyrra og var hið eina á árinu. Frá árinu 1997 hefur þess háttar slysum fækkað úr fimmtíu á ári í eitt til tvö. 29.5.2005 00:01 Sektaður fyrir að veifa riffli Maður á þrítugsaldri, sem gekk um Akureyrarbæ og veifaði veiðiriffli í júlí í fyrra með þeim afleiðingum að sérsveitin var kölluð út, hefur verið dæmdur í 30 þúsund króna sekt í Héraðsdómi Norðurlands fyrir brot á vopnalögum. 29.5.2005 00:01 Engin ástæða til álverskapphlaups Næg orka og rými eru á Íslandi svo að Alcan þarf ekki að rjúka upp til handa og fóta þótt aðrir lýsi yfir áhuga á að byggja álver, segir Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík. Engu að síður hraða skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði afgreiðslu erindis sem varðar stækkun álversins. 29.5.2005 00:01 Ný tækni rýmkar mengunarkvóta Mörg Evrópuríki geta rýmkað mengunarkvóta sína verulega þegar ný tækni sem næstum eyðir allri koltvísýringsmengun frá kolaorkuverum verður tekin í notkun. Áhrifin á Íslandi verða líklega óveruleg nema ef til vill í formi aukinnar samkeppni á orkusviðinu - og minni gróðurhúsaáhrifa. 29.5.2005 00:01 Auglýstur að nefnd forspurðri Ríkisstjórnin ákvað að auglýsa Búnaðarbankann til sölu um leið og Landsbankann að einkavæðingarnefnd forspurðri. Þetta segir í úttekt Fréttablaðsins á sölu ríkisins á bönkunum. Formaður Vinstri grænna krefst opinberar rannsóknar. 29.5.2005 00:01 Úthafskarfi í hættu vegna ofveiði Úthafskarfastofnarnir eru í hættu vegna ofveiði og ofveiðin leiðir til verðhruns á mörkuðum. Hvort tveggja er alvarlegt fyrir Íslendinga því að veiðarnar hafa skilað þjóðarbúinu þremur til fjórum milljörðum króna árlega. Á sama tíma eru sjóræningjar að útmá stofninn á Reykjaneshrygg. 29.5.2005 00:01 Hótel opnað eftir tæpar tvær vikur Radisson Sas 1919 í gamla Eimskipahúsinu verður opnað 10. júní næstkomandi með pompi og prakt. Andri Már Ingólfsson, eigandi hótelsins, segir að um glæsilegasta hótel Íslands sé að ræða og fékk fréttastofa Stöðvar 2 að kíkja inn, nú þegar verið er að leggja lokahönd á verkið. 29.5.2005 00:01 Máluðu Vík rauða Lögreglan á Vík í Mýrdal þurfti að hafa talsverð afskipti af gestum á mótorkrossmóti sem þar fór fram.</font /></font /> 29.5.2005 00:01 Könnunin segir ekkert um launamun Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst hafi að öllum líkindum viljað vekja athygli á útskriftinni og stofnun rannsóknarmiðstöðvar, með þeim ummælum sínum að íslenskt atvinnulíf meti konur ekki til jafns við karlmenn með sömu menntun. 29.5.2005 00:01 Sex daga stríðið um yfirráð í VÍS Halldór Ásgrímsson hótaði Davíð Oddssyni að hætta við einkavæðingu bankanna ef VÍS yrði selt Samson með Landsbankanum. Björgólfur Guðmundsson fundaði með S-hópnum um afdrif VÍS áður en hann keypti Landsbankann. 29.5.2005 00:01 Lá við stjórnarslitum vegna VÍS Halldór Ásgrímsson hótaði Davíð Oddssyni að hætta við einkavæðingu bankanna fengi Samson að kaupa VÍS með Landsbankanum. Davíð hefði þá slitið ríkisstjórnarsamstarfinu því að Halldór hefði brotið gegn stjórnarsáttmálanum. S-hópurinn tókst á við Landsbankann um yfirráðin í VÍS og kallar þau "Sex daga stríðið um VÍS". </font /></b /> 29.5.2005 00:01 Ekkert fjarveruslys í rúmt ár Ekkert fjarveruslys hefur orðið í álveri Alcan í Straumsvík í rúmt ár eða í samtals eina milljón vinnustunda. Hefur aldrei liðið jafnlangur tími hjá fyrirtækinu án fjarveruslyss en þá er átt við slys sem veldur því að starfsmaður getur ekki mætt til vinnu næsta dag. 29.5.2005 00:01 Sala bankanna verði rannsökuð Stjórnarandstaðan segir greinar Fréttablaðsins um sölu ríkisbankanna staðfesta vafasöm vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar voru úti á landi og náðist ekki í þá. 29.5.2005 00:01 R-lista viðræðum verður framhaldið Vinstri hreyfingin grænt framboð vill halda áfram viðræðum um framtíð R-listans í Reykjavík. Félagsfundur hjá VG í Reykjavík samþykkti ályktun þessa efnis í gær en ljóst er að flokkurinn leggur þunga áherslu á jafna skiptingu sæta á hugsanlegum framboðslista R-listans. 29.5.2005 00:01 Íslenskukrafan ekki til að stjórna Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er ósammála þeirri skoðun Guðrúnar Guðmundsdóttur mannfræðings, sem kom fram í Fréttablaðinu í gær, að krafan um íslenskukunnáttu sé leið til að hafa betri stjórn á fólki. 29.5.2005 00:01 Bjart veður næstu daga "Það verður mjög rólegt veður, væntanlega mjög bjart en engin veruleg hlýindi að sjá enn sem komið er," segir Theódór Hervarsson veðurfræðingur um horfur næstu daga. 29.5.2005 00:01 Fagnar frestun ráðherra Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnar því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fresti fyrirhugaðri styttingu stúdentsnámsins. 29.5.2005 00:01 Forsetar ræðast við A. P. J. Abdul Kalam, forseti Indlands, kom til landsins í gær í fyrstu opinberu heimsókn indversks forseta til Íslands. Kalam hittir Ólaf Ragnar Grímsson forseta á Bessastöðum fyrir hádegi í dag. 29.5.2005 00:01 Stefán vann prestskosinguna Stefán Már Gunnlaugsson hefur verið kjörinn sóknarprestur á Hofi í Vopnafirði með 58 prósentum atkvæða. Þrír voru í köri auk Stefáns, þau séra Brynhildur Óladóttir, Klara Hilmarsdóttir guðfræðingur og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir guðfræðingur. 29.5.2005 00:01 Sótti slasaðan vélsleðamann Vélsleðaslys varð við skálann Jaka á Langjökli um tíuleytið í gærkvöldi þegar maður ók vélsleða fram af um metra hárri snjóhengju. Maðurinn slasaðist það mikið við fallið að læknir í Borgarnesi kallaði þyrlu Landhelgisgæslunnar út. TF-LIF lenti við Borgarspítalann með hinn slasaða um hálftólfleytið í gærkvöld en ekki er unnt að fá upplýsingar um líðan mannsins eða hversu alvarlega slasaður hann er. 28.5.2005 00:01 Eldur í bifreið í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi fékk tilkynningu um eld í bifreið á Smiðjuveginum um hálffjögurleytið í nótt og var bifreiðin alelda þegar slökkviliðið kom á staðinn. Þá skemmdist einnig lakk bifreiðar við hliðina á þeirri sem kviknaði í mikið. Lögreglan segir eldsupptök vera ókunn en grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. 28.5.2005 00:01 Þrír teknir fyrir ölvunarakstur Þrír voru stöðvaðir í Hafnarfirðinum grunaðir um ölvun við akstur í nótt. Lögreglan segir mennina alla hafa virst töluvert ölvaða og verða þeir allir ákærðir. Enginn þurfti þó að gista fangageymslur lögreglunnar þessa nótt. Að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglunni um land allt, þar á meðal lögreglunni í Reykjavík, og í raun óvenju róleg miðað við árstíma. 28.5.2005 00:01 Impregilo greiddi 123 þúsund Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða Austfjarðarleið tæplega 123 þúsund krónur vegna vanefnda í sambandi við rútuakstur með starfsmenn fyrirtækisins í hádeginu. Ranghermt var í frétt í gær að Impregilo hefði verið dæmt til greiðslu tæplega sex milljóna króna og kom það af mislestri á dómsorði þar sem láðist að draga innborganir frá. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á því. 28.5.2005 00:01 Eitt skipanna reyndist draugaskip Eitt af sjóræningjaskipunum sjö á karfaslóð við lögsögumörkin á Reykjaneshrygg er draugaskip; það er ekki að finna í viðurkenndum skipaskrám. Öll sigla þau hins vegar undir fána Dominíku í Karíbahafinu. Kristján Þ. Jónsson, yfirmaður gæsluframkvæmda, segir verið að kortleggja sjóræningjaveiðarnar og verslun með afla. 28.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Samstarf í vísindum og tækni Forseti Indlands átti fund með forseta Íslands að Bessastöðum í dag og lögðu báðir forsetar mikla áherslu á samstarfsmöguleika landanna tveggja á sviði vísinda og tækni. 30.5.2005 00:01
Kona og ungabarn björguðust "Það var fyrir mestu að enginn slasaðist og tjónasérfræðingar eru bjartsýnir að bjarga megi töluverðu af innanstokksmunum," segir Stefán Pálsson, safnvörður og dómari í Gettu betur, en kona hans og barn björguðust þegar kviknaði í íbúð þeirra að Mánagötu um eftirmiðsdagsbil í gær. 30.5.2005 00:01
Viðey að skolast burt "Þarna hefur verið um gríðarlegt landrof að ræða síðustu árin og engu öðru um að kenna en þeim dýpkunarframkvæmdum sem gerðar hafa verið í Sundahöfn," segir Örnólfur Halfdánarson, fyrrverandi bókaútgefandi og áhugamaður um Viðey. 30.5.2005 00:01
Lagði hornstein að húsi Actavis Forseti Indlands lagði hornstein þrjú þúsund fermetra rannsóknahúsi í dag sem hýsa mun stærstan hluta þróunar- og rannsóknarstarfs Actavis. Þó að margir hafi beðið lengi eftir vætu fyrir gróðurinn hefðu forsvarsmenn fyrirtækisins sjálfsagt kosið að bíða örlítið lengur. 30.5.2005 00:01
Þriðjungslækkun á matvælaverði Þriðjungslækkun hefur orðið á matvælaverði hjá stóru lágvöruverðsverslununum á undanförnum mánuðum, samkvæmt könnunum ASÍ. Ekki arðvænlegur rekstur, segir framkvæmdastjóri Bónus. 30.5.2005 00:01
Hard Rock lokar Veitingastaðnum og rokkminjasafninu Hard Rock Cafe í Kringlunni hefur verið lokað eftir átján ára rekstur. Allir erlendir rokkmunir verða sendir til Hard Rock samsteypunnar vestanhafs en ekki er ljóst hvernig íslensku munirnir verða varðveittir. 30.5.2005 00:01
Eldflaugamaðurinn sýndi Ólafi Alpa Samstarf í tækni- og lyfjaþróun er efst á baugi í opinberri heimsókn Indlandsforseta, en hann kynnti sér einnig viðvörunarkerfi Íslendinga vegna jarðskjálfta og annarra náttúruhamfara. 30.5.2005 00:01
S-hópurinn fékk milljarða að láni Landsbankinn lánaði félögum innan S-hópsins milljarða króna áður en bankinn var seldur Samson. Lánið var á góðum kjörum og var notað til að greiða fyrri greiðslu S-hópsins í Búnaðarbankanum. </font /></b /> 30.5.2005 00:01
Tuttugu prósenta hækkun Kjölur og önnur félög starfsmanna sveitarfélaga í Starfsgreinasambandinu og Samflotinu svonefnda skrifuðu undir nýjan kjarasamning við launanefnd sveitarfélaga síðastliðið sunnudagskvöld. Þrjú til fjögur þúsund starfsmenn sveitarfélaga víðs vegar um land eiga aðild að samningnum. 30.5.2005 00:01
Konur í rekstri fá aðgang Konur sem reka fyrirtæki fá nú aðgang að Félagi kvenna í atvinnurekstri en áður þurftu konur bæði að eiga og reka fyrirtæki til að fá að vera í félaginu. Aðalfundur félagsins var haldinn í síðustu viku og voru þá samþykktar breytingar á lögum félagsins. 30.5.2005 00:01
Valgerður heimilaði eignafærslu Valgerður Sverrisdóttir veitti þýska bankanaum Hauck & Aufhauser heimild til að selja Keri þriðjung þess hlutar sem hann keypti í Búnaðarbankanum þrettán mánuðum eftir að kaupsamningur S-hópsins um Búnaðarbankann var undirritaður. 30.5.2005 00:01
Bjarni stefnir á 21 kílómetra Íslandsbanki verður aðalstyrktaraðili Reykjavíkur Maraþons næstu þrjú ár og mun það nefnast Íslandsbanka Reykjavíkur Maraþon. 30.5.2005 00:01
Fallinna hermanna minnst Bandarískra hermanna sem létust á og við Ísland í síðari heimsstyrjöldinni var minnst við hátíðlega athöfn í Fossvogskirkjugarði í gær. Sambærilega athafnir fóru einnig fram víða um heim í gær í tilefni Memorial Day, sem haldinn er hátíðlegur síðasta mánudag í maí ár hvert, en þá minnast Bandaríkjamenn fallinna hermanna. 30.5.2005 00:01
Fékk tveggja ára fangelsi Jón Árni Rúnarsson, fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt á tímabilinu 1994 til 2001. 30.5.2005 00:01
Fýlubomba frá Finni "Þettar er bara ein af mörgum fýlubombum sem Finnur Ingólfsson hefur sprengt á ævi sinni. Ég veit ekki hvað maðurinn er að spá," segir Egill Helgason þáttarstjórnandi. 30.5.2005 00:01
Fer á Selfoss Ákveðið hefur verið að Landbúnaðarstofnun, sem tekur við þeim verkefnum sem hafa verið í höndum yfirdýralæknis, veiðimálastjóra, aðfangaeftirlitsins, kjötmatsformanns og plöntueftirlitsins, skuli staðsett á Selfossi. 30.5.2005 00:01
Fjöldaslagsmál í Hafnarstræti Töluverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt en mikið af fólki var samankomið í miðbæ höfuðborgarinnar til að skemmta sér. Ekki tókst öllum þó ætlunarverk sitt og var lögreglan kölluð að skemmtistaðnum Ópus í Hafnarstrætinu um sexleytið í morgun þar sem fjöldaslagsmál fóru fram. Alls voru tólf lögreglumenn kallaðir á vettvang og gekk greiðlega að róa lýðinn en enginn meiddist alvarlega að sögn lögreglunnar. 29.5.2005 00:01
Rólegt hjá lögreglu um land allt Tveir voru stöðvaðir á Akureyri í gærkvöld og nótt grunaðir um ölvun við akstur og tveir á Selfossi. Annars var nóttin tiltölulega róleg hjá lögreglunni um land allt þrátt fyrir að miðbæir víða um land hafi verið fullir af fólki enda mikið af útskriftum og öðrum hátíðarhöldum í gær á þessari björtu og fallegu sumarnótt. 29.5.2005 00:01
Eldur í undirgöngum í miðbænum Slökkvilið Reykjavíkur kallað að undiröngum við Urðarstíg og Nönnustíg um klukkan hálffjögur í nótt þar sem búið var að kveikja í rusli. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en nokkur hætta myndaðist þó þar sem eldurinn hefði getað náð til íbúðarhúsa í kring, að sögn slökkviliðsins. 29.5.2005 00:01
Stefán Már sóknarprestur á Hofi Stefán Már Gunnlaugsson var kjörinn sóknarprestur á Hofi í Vopnafirði með 58 prósentum atkvæða í almennum prestskostningum sem fram fóru í gær, laugardaginn 28. maí. Atkvæði voru talin í dag. Fimm sóttu um embættið en einn umsækjenda dró umsókn sína til baka. Voru því fjórir í kjöri, séra Séra Brynhildur Óladóttir, Klara Hilmarsdóttir guðfræðingur, Stefán Már Gunnlaugsson guðfræðingur og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir guðfræðingur. 29.5.2005 00:01
Forseti Indlands kominn Dr. Abdul Kalam, forseti Indlands, er kominn til landsins en flugvél hans lenti á fjórða tímanum. Hann mun í kvöld eiga viðræður við hóp íslenskra vísinda og fræðimanna og þá mun hann einnig hitta stjórnarmenn í Íslensk-indverska verslunarráðinu. Opinber heimsókn hans hefst svo í fyrramálið með móttökuathöfn að Bessastöðum og stendur hún fram á þriðjudagskvöld. 29.5.2005 00:01
Milljón vinnustundir án slyss Meira en milljón vinnustundir hafa verið unnar í álverinu í Straumsvík án þess að þar hafi orðið slys sem leiðir til fjarveru starfsmanns frá vinnu daginn eftir óhapp. Slíkt slys varð síðast í apríl í fyrra og var hið eina á árinu. Frá árinu 1997 hefur þess háttar slysum fækkað úr fimmtíu á ári í eitt til tvö. 29.5.2005 00:01
Sektaður fyrir að veifa riffli Maður á þrítugsaldri, sem gekk um Akureyrarbæ og veifaði veiðiriffli í júlí í fyrra með þeim afleiðingum að sérsveitin var kölluð út, hefur verið dæmdur í 30 þúsund króna sekt í Héraðsdómi Norðurlands fyrir brot á vopnalögum. 29.5.2005 00:01
Engin ástæða til álverskapphlaups Næg orka og rými eru á Íslandi svo að Alcan þarf ekki að rjúka upp til handa og fóta þótt aðrir lýsi yfir áhuga á að byggja álver, segir Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík. Engu að síður hraða skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði afgreiðslu erindis sem varðar stækkun álversins. 29.5.2005 00:01
Ný tækni rýmkar mengunarkvóta Mörg Evrópuríki geta rýmkað mengunarkvóta sína verulega þegar ný tækni sem næstum eyðir allri koltvísýringsmengun frá kolaorkuverum verður tekin í notkun. Áhrifin á Íslandi verða líklega óveruleg nema ef til vill í formi aukinnar samkeppni á orkusviðinu - og minni gróðurhúsaáhrifa. 29.5.2005 00:01
Auglýstur að nefnd forspurðri Ríkisstjórnin ákvað að auglýsa Búnaðarbankann til sölu um leið og Landsbankann að einkavæðingarnefnd forspurðri. Þetta segir í úttekt Fréttablaðsins á sölu ríkisins á bönkunum. Formaður Vinstri grænna krefst opinberar rannsóknar. 29.5.2005 00:01
Úthafskarfi í hættu vegna ofveiði Úthafskarfastofnarnir eru í hættu vegna ofveiði og ofveiðin leiðir til verðhruns á mörkuðum. Hvort tveggja er alvarlegt fyrir Íslendinga því að veiðarnar hafa skilað þjóðarbúinu þremur til fjórum milljörðum króna árlega. Á sama tíma eru sjóræningjar að útmá stofninn á Reykjaneshrygg. 29.5.2005 00:01
Hótel opnað eftir tæpar tvær vikur Radisson Sas 1919 í gamla Eimskipahúsinu verður opnað 10. júní næstkomandi með pompi og prakt. Andri Már Ingólfsson, eigandi hótelsins, segir að um glæsilegasta hótel Íslands sé að ræða og fékk fréttastofa Stöðvar 2 að kíkja inn, nú þegar verið er að leggja lokahönd á verkið. 29.5.2005 00:01
Máluðu Vík rauða Lögreglan á Vík í Mýrdal þurfti að hafa talsverð afskipti af gestum á mótorkrossmóti sem þar fór fram.</font /></font /> 29.5.2005 00:01
Könnunin segir ekkert um launamun Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst hafi að öllum líkindum viljað vekja athygli á útskriftinni og stofnun rannsóknarmiðstöðvar, með þeim ummælum sínum að íslenskt atvinnulíf meti konur ekki til jafns við karlmenn með sömu menntun. 29.5.2005 00:01
Sex daga stríðið um yfirráð í VÍS Halldór Ásgrímsson hótaði Davíð Oddssyni að hætta við einkavæðingu bankanna ef VÍS yrði selt Samson með Landsbankanum. Björgólfur Guðmundsson fundaði með S-hópnum um afdrif VÍS áður en hann keypti Landsbankann. 29.5.2005 00:01
Lá við stjórnarslitum vegna VÍS Halldór Ásgrímsson hótaði Davíð Oddssyni að hætta við einkavæðingu bankanna fengi Samson að kaupa VÍS með Landsbankanum. Davíð hefði þá slitið ríkisstjórnarsamstarfinu því að Halldór hefði brotið gegn stjórnarsáttmálanum. S-hópurinn tókst á við Landsbankann um yfirráðin í VÍS og kallar þau "Sex daga stríðið um VÍS". </font /></b /> 29.5.2005 00:01
Ekkert fjarveruslys í rúmt ár Ekkert fjarveruslys hefur orðið í álveri Alcan í Straumsvík í rúmt ár eða í samtals eina milljón vinnustunda. Hefur aldrei liðið jafnlangur tími hjá fyrirtækinu án fjarveruslyss en þá er átt við slys sem veldur því að starfsmaður getur ekki mætt til vinnu næsta dag. 29.5.2005 00:01
Sala bankanna verði rannsökuð Stjórnarandstaðan segir greinar Fréttablaðsins um sölu ríkisbankanna staðfesta vafasöm vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar voru úti á landi og náðist ekki í þá. 29.5.2005 00:01
R-lista viðræðum verður framhaldið Vinstri hreyfingin grænt framboð vill halda áfram viðræðum um framtíð R-listans í Reykjavík. Félagsfundur hjá VG í Reykjavík samþykkti ályktun þessa efnis í gær en ljóst er að flokkurinn leggur þunga áherslu á jafna skiptingu sæta á hugsanlegum framboðslista R-listans. 29.5.2005 00:01
Íslenskukrafan ekki til að stjórna Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er ósammála þeirri skoðun Guðrúnar Guðmundsdóttur mannfræðings, sem kom fram í Fréttablaðinu í gær, að krafan um íslenskukunnáttu sé leið til að hafa betri stjórn á fólki. 29.5.2005 00:01
Bjart veður næstu daga "Það verður mjög rólegt veður, væntanlega mjög bjart en engin veruleg hlýindi að sjá enn sem komið er," segir Theódór Hervarsson veðurfræðingur um horfur næstu daga. 29.5.2005 00:01
Fagnar frestun ráðherra Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnar því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fresti fyrirhugaðri styttingu stúdentsnámsins. 29.5.2005 00:01
Forsetar ræðast við A. P. J. Abdul Kalam, forseti Indlands, kom til landsins í gær í fyrstu opinberu heimsókn indversks forseta til Íslands. Kalam hittir Ólaf Ragnar Grímsson forseta á Bessastöðum fyrir hádegi í dag. 29.5.2005 00:01
Stefán vann prestskosinguna Stefán Már Gunnlaugsson hefur verið kjörinn sóknarprestur á Hofi í Vopnafirði með 58 prósentum atkvæða. Þrír voru í köri auk Stefáns, þau séra Brynhildur Óladóttir, Klara Hilmarsdóttir guðfræðingur og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir guðfræðingur. 29.5.2005 00:01
Sótti slasaðan vélsleðamann Vélsleðaslys varð við skálann Jaka á Langjökli um tíuleytið í gærkvöldi þegar maður ók vélsleða fram af um metra hárri snjóhengju. Maðurinn slasaðist það mikið við fallið að læknir í Borgarnesi kallaði þyrlu Landhelgisgæslunnar út. TF-LIF lenti við Borgarspítalann með hinn slasaða um hálftólfleytið í gærkvöld en ekki er unnt að fá upplýsingar um líðan mannsins eða hversu alvarlega slasaður hann er. 28.5.2005 00:01
Eldur í bifreið í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi fékk tilkynningu um eld í bifreið á Smiðjuveginum um hálffjögurleytið í nótt og var bifreiðin alelda þegar slökkviliðið kom á staðinn. Þá skemmdist einnig lakk bifreiðar við hliðina á þeirri sem kviknaði í mikið. Lögreglan segir eldsupptök vera ókunn en grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. 28.5.2005 00:01
Þrír teknir fyrir ölvunarakstur Þrír voru stöðvaðir í Hafnarfirðinum grunaðir um ölvun við akstur í nótt. Lögreglan segir mennina alla hafa virst töluvert ölvaða og verða þeir allir ákærðir. Enginn þurfti þó að gista fangageymslur lögreglunnar þessa nótt. Að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglunni um land allt, þar á meðal lögreglunni í Reykjavík, og í raun óvenju róleg miðað við árstíma. 28.5.2005 00:01
Impregilo greiddi 123 þúsund Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða Austfjarðarleið tæplega 123 þúsund krónur vegna vanefnda í sambandi við rútuakstur með starfsmenn fyrirtækisins í hádeginu. Ranghermt var í frétt í gær að Impregilo hefði verið dæmt til greiðslu tæplega sex milljóna króna og kom það af mislestri á dómsorði þar sem láðist að draga innborganir frá. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á því. 28.5.2005 00:01
Eitt skipanna reyndist draugaskip Eitt af sjóræningjaskipunum sjö á karfaslóð við lögsögumörkin á Reykjaneshrygg er draugaskip; það er ekki að finna í viðurkenndum skipaskrám. Öll sigla þau hins vegar undir fána Dominíku í Karíbahafinu. Kristján Þ. Jónsson, yfirmaður gæsluframkvæmda, segir verið að kortleggja sjóræningjaveiðarnar og verslun með afla. 28.5.2005 00:01