Innlent

Impregilo greiddi 123 þúsund

Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða Austfjarðarleið tæplega 123 þúsund krónur vegna vanefnda í sambandi við rútuakstur með starfsmenn fyrirtækisins í hádeginu. Ranghermt var í frétt í gær að Impregilo hefði verið dæmt til greiðslu tæplega sex milljóna króna og kom það af mislestri á dómsorði þar sem láðist að draga innborganir frá. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×