Innlent

Milljón vinnustundir án slyss

Meira en milljón vinnustundir hafa verið unnar í álverinu í Straumsvík án þess að þar hafi orðið slys sem leiðir til fjarveru starfsmanns frá vinnu daginn eftir óhapp. Slíkt slys varð síðast í apríl í fyrra og var hið eina á árinu. Frá árinu 1997 hefur þess háttar slysum fækkað úr fimmtíu á ári í eitt til tvö. Forsvarsmenn álversins kynntu þessar tölur í dag um leið og sagt var frá stofnun Samfélagssjóðs Alcans. Úr honum verður úthlutað 20 milljónum króna árlega til verkefna á sviði heilsu og hreyfingar og öryggis-, mennta-, menningar- eða umhverfismála. Umsóknarfrestur er til 10. júní.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×